Var að koma niður af Perlunni í Öskjuhlíð rétt í þessu (24.4.2025), lagaði þar loksins SDR móttakarann http://sdr.ekkert.org í tæka tíð fyrir vorleika ÍRA en viðtækið hefur verið QRT um nokkurn tíma.
Þetta er RX only, þannig að gáttin dreifir þeim merkjum sem það nær inn á „APRS.f Europe server‘ana“
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-04-24 15:45:102025-04-24 15:53:30VIÐTÆKIÐ Í PERLUNNI KOMIÐ Í LAG.
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) á tímabilinu 6.-24. apríl.
Alls fengu 14 TF kallmerki skráningar. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4), en einnig á morsi (CW) og tali (SSB). Bönd: 10, 15, 20, 40 metrum og um QO-100 gervitunglið.
Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.
Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-04-24 11:10:522025-04-24 11:10:53VÍSBENDING UM VIRKNI.
Bestu óskir til félagsmanna og fjölskyldna þeirra um gleðilegt sumar!
Bent er á að opið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi í kvöld, fimmtudag 24. apríl.
Þá mætir Benedikt Sveinsson, TF3T með erindið „EME (Earth-Moon-Earth) tilraunir á 50 MHz og ofar í tíðnisviðinu“. Húsið opnar kl. 20:00 og byrjar Benedikt stundvíslega kl. 20:30.
QSL stjóri fór í hólfið í gær og verður búinn að flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.
Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.
Kiwi SDR viðtækið yfir netið við Elliðavatn varð virkt á ný í gær, 22. apríl. Vefslóð: http://kop.utvarp.com/
Viðtækið hafði verið úti í nokkra daga, en þeir Georg Kulp, TF3GZ og Hrafnkell Sigurðsson björguðu málinu snarlega í gær. Sérstakar þakkir til þeirra beggja.
Önnur viðtæki yfir netið sem eru virk um þessar mundir eru Kiwi SDR viðtæki á Sauðárkróki og Kiwi SDR VHF viðtækið í Reykjavík. Vefslóðir: http://krokur.utvarp.com/ og http://vhf.utvarp.com/
KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að hlusta á AM, FM, SSB og CW sendingar og má velja bandbreidd sem hentar hverri mótun. Allt að átta notendur geta verið skráðir inn á viðtækið samtímis. KiwiSDR VHF viðtækið er tengt til hlustunar á 144-146 MHz. Ath. að velja þarf: Amatör og NBFM þegar viðtækið er opnað.
Stjórn ÍRA þakkar verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.
Stjórn ÍRA.
KiwiSDR viðtækið er staðsett í þessu bátaskýli við Elliðavatn. Ljósmynd: TF3GZ.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-04-23 10:05:092025-04-23 10:10:33VIÐTÆKIÐ VIÐ ELLIÐAVATN QRV Á NÝ
Vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025 heldur áfram fimmtudag 24. apríl í Skeljanesi.
Þá mætir Benedikt Sveinsson, TF3T með erindið „EME (Earth-Moon-Earth) tilraunir á 50 MHz og ofar í tíðnisviðinu“. Húsið opnar kl. 20:00 og byrjar Benedikt stundvíslega kl. 20:30.
QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.
Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.
SP DX RTTY CONTEST. Keppnin stendur yfir laugardag 26. apríl kl. 12:00 til sunnudags 27. apríl kl. 12:00. Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð SP stöðva: RST + 2 bókstafir fyrir hérað (e. province). Skilaboð annarra: RST + raðnúmer. https://pkrvg.org/strona,spdxrttyen.html
UK/EI DX CONTEST, CW. Keppnin stendur yfir laugardag 26. apríl kl. 12:00 til sunnudags 27. apríl kl. 12:00. Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð UK/EI stöðva: RST + raðnúmer + staðarkóði (e. district code). Skilaboð annarra: RST + raðnúmer. https://www.ukeicc.com/dx-contest-rules.php
HELVETIA CONTEST. Keppnin stendur yfir laugardag 26. apríl kl. 13:00 til sunnudags 27. apríl kl. 13:00. Keppnin fer fram á CW, SSB, Digital á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð HB stöðva: RS(T) + 2 bókstafir fyrir sýslu (e. canton). Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. https://contestlog.uska.ch/submit
Í dag eiga IARU, alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra 100 ára afmæli en samtökin voru stofnuð í París árið 1925 þegar saman komu í Sorbonne háskóla u.þ.b. 250 fulltrúar frá 23 þjóðlöndum. Aðildarfélög IARU eru í dag um 180 talsins og fjöldi leyfishafa er yfir 3 milljónir um allan heim.
ÍRA mun halda upp á daginn með því að virkja félagsstöðina í Skeljanesi og verður kallmerkið TF3WARD sett í loftið. Viðskeytið stendur fyrir „World Amateur Radio Day“. Með árlegri virkjun þessa kallmerkis (frá 2020) höfum við fetað í fótspor systurfélaganna á Norðurlöndum (og víðar) sem starfrækja sérstök kallmerki með hliðstæðum viðskeytum til að halda upp á stofndag IARU.
Hamingjuóskir til íslenskra radíóamatöra með daginn!
Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum gleðilegrar páskahátíðar. Við vonum að þessir dagar bjóði upp á góðar stundir í faðmi fjölskyldunnar.
Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 17. apríl en þá er skírdagur sem er almennur frídagur.
Félagsaðstaðan verður næst opin fimmtudag 24. apríl þegar Benedikt Sveinsson, TF3T mætir í Skeljanes með erindið „EME (Earth-Moon-Earth) tilraunir á 50 MHz og ofar í tíðnisviðinu“.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-04-16 17:13:362025-04-16 17:13:36PÁSKAKVEÐJUR FRÁ ÍRA
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-04-15 20:06:422025-04-15 20:10:47LOKAÐ Í SKELJANESI Á SKÍRDAG.
WORLD WIDE HOLYLAND CONTEST. Keppnin stendur yfir föstudag 18. apríl kl. 21:00 til laugardags 19. apríl kl. 20:59. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð 4X stöðva: RS(T) + svæði (e. area). Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. https://tools.iarc.org/wwhc/#/rules
ES Open HF Championship. Keppnin stendur yfir laugardaginn 19. apríl kl. 05:00 til kl 08:59. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80 og 40 metrum. Skilaboð: RS(T) + raðnúmer. https://erau.ee/images/LL/ES-Open_rules.pdf
Worked All Provinces of China DX Contest. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð BY stöðva: RS(T) + 2 bókstafir (e. province). Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. http://www.mulandxc.com/index/match_info?id=9