Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 6. nóvember á milli kl. 20 og 22.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID mun annast kaffiveitingar.
WAE DX CONTEST, RTTY. Keppnin hefst á laugardag 8. nóvember kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 9. nóvember kl. 23:59. Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RST + raðnúmer. https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/wae-dx-contest/en
FISTS SATURDAY SPRINT CONTEST.
Keppnin hefst á laugardag 8. nóvember kl. 00:00 og lýkur sama dag kl. 23:59. Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð FISTS félaga: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + FISTS nr. Skilaboð annarra: RS(T) + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn +“0“. https://fistsna.org/operating.php#sprints
10-10 INTERNATIONAL FALL CONTEST, DIGITAL. Keppnin hefst á laugardag 8. nóvember kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 9. nóvember kl. 23:59. Keppnin fer fram á Digital á 10 metrum. Skilaboð: Nafn + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + númer félagsaðildar (ef einhver). http://www.ten-ten.org/qso-party-rules/
JIDX PHONE CONTEST. Keppnin hefst á laugardag 8. nóvember kl. 07:00 og lýkur á sunnudag 9. nóvember kl. 13:00. Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð japanskra stöðva: RS + 2 stafir fyrir hérað í JA. Skilaboð annarra: RS + CQ svæði (TF=40). https://www.jidx.org/jidxrule-e.html
OK/OM DX CONTEST, CW. Keppnin hefst á laugardag 8. nóvember kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 9. nóvember kl. 12:00. Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð OK/OM stöðva: RST + 3 bókstafir fyrir hérað í OK/OM. Skilaboð annarra: RST + raðnúmer. http://okomdx.crk.cz/index.php?page=CW-rules-english
FIRAC HF CONTEST. Keppnin hefst á sunnudag 9. nóvember kl. 07:00 og lýkur sama dag kl. 17:00. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð franskra stöðva: RS(T) + raðnúmer + „F“ Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. https://www.firac.de/FIRAC_HF_CONTEST_E.pdf
Próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis var haldið í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. nóvember 2025 kl. 10:00 árdegis. Alls þreyttu 20 prófið.
Niðurstöður verða birtar á þessum vettvangi strax og þær liggja fyrir.
Af alls 21 þátttakanda mættu 20 aðilar til prófs. Skipulag prófdagsins var eftirfarandi: (1) Kl. 10-12 Skriflegt próf í raffræði og radíótækni. (2) Kl. 13-14 Skriflegt próf í reglum og viðskiptum. (3) Kl. 14:30 Prófsýning.
Námskeið til amatörprófs er stærsta verkefni sem ÍRA tekst á hendur hverju sinni. Sérstakar þakkir til Fjarskiptastofu, Háskólans í Reykjavík og allra félagsmanna sem gerðu námskeiðshald félagsins haustið 2025 mögulegt.
Ath. að „Listi yfir úthlutuð kallmerki“ er til uppfærslu og verður tilbúinn á heimsíðu ÍRA 2. nóvember.
„Uppskeruhátið“ ÍRA haustið 2025 fór fram í félagsaðstöðunni Skeljanesi fimmtudaginn 30. október. Til afhendingar voru viðurkenningaskjöl fyrir bestan árangur í fjarskiptaleikum félagsins á árinu; Vorleikum, Sumarleikum og TF útileikum.
Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður setti dagskrána stundvíslega kl. 20:30 og bauð félagsmenn velkomna. Að því búnu fluttu þeir Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikana og Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður vorleika og sumarleika stutt erindi með upplýsingum um hvern viðburð, m.a. um þátttöku og niðurstöður. Að því búnu tók varaformaður aftur við og hófust þá afhendingar viðurkenninga.
Sérstakar þakkir til umsjónarmannanna Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY og Einars Kjartanssonar, TF3EK fyrir þeirra frábæra framlag. Ennfremur sérstakar þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM varaformanns fyrir að stjórna kvöldinu af röggsemi og húmor sem og fyrir frábærar myndir.
Alls mættu 20 félagar í Skeljanes þetta ágæta haustkvöld í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Tafla með upplýsingar um skiptingu viðurkenninga í efstu 3 sætum í fjarskiptaleikum ÍRA á árinu 2025.Viðstaddir verðlaunahafar í Vorleikum ÍRA 2025. Georg Kulp TF3GZ, Jón Atli Magnússon TF2AC, Andrés Þórarinsson TF1AM, Sigmundur Karlsson TF3VE og Hrafnkell Sigurðsson TF8KY.Viðstaddir verðlaunahafar í Sumarleikum ÍRA 2025. Andrés Þórarinsson TF1AM, Georg Kulp TF3GZ, Sigmundur Karlsson TF3VE, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Ólafur Óskar Hauksson TF3OH og Hrafnkell Eiríksson TF3HR.Viðstaddir verðlaunahafar í TF útileikum ÍRA 2025. Eiður K. Magnús- son TF1EM og Einar Kjartansson TF3EK.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-10-31 18:29:322025-10-31 19:46:32UPPSKERUHÁTÍÐ Í SKELJANESI.
Próf fyrir leyfi radíóamatöra fara fram laugardaginn 1. nóvember 2025 í Háskólanum í Reykjavík, kennslustofu M106. Væntanlegir þátttakendur skrái sig í próf ekki síðar en við lok miðvikudags 29. október, með því að senda tölvupóst með fullu nafni og símanúmeri á netfang landsfélags radíóamatöra ÍRA, ira@ira.is eða hafi samband við félagið með öðrum hætti.
Ef sérúrræða er óskað við próftökuna má koma því á framfæri við ÍRA með sama hætti og verður metið hvort unnt sé að verða við því. Skipulag prófdagsins er sem hér segir:
Kl. 10-12 Skriflegt próf í raffræði og radíótækni. Kl. 13-14 Skriflegt próf í reglum og viðskiptum.
Niðurstöður liggja væntanlega fyrir um eða fyrir kl. 15 og farið verður yfir úrlausnir með próftökum.
Við prófin eru einungis skriffæri, reglustikur og einfaldir vasareiknar leyfðir sem hjálpargögn.
Prófin fara fram á vegum Fjarskiptastofu, með aðstoð ÍRA. Upplýsingar um prófin má finna á vefsíðu félagsins, www.ira.is og fyrirspurnir má senda á netfangið ira@ira.is
Límmiðar með félagsmerkinu eru aftur fáanlegir. Stærð er 11,5cm á hæð og 6,5cm á beidd. Hvorttveggja eru fáanleg merki til límingar innaná (t.d. á bílglugga) og til límingar utaná.
Samkvæmt ákvörðun stjórnar verða límmiðarnir afhentir frítt tveir saman (þ.e. einn af hvorri tegund) á opnunarkvöldum í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi.
Fræðsludagskrá ÍRA haustið 2025 heldur áfram fimmtudaginn 30. október í Skeljanesi. Húsið opnar kl. 20:00 og hefst dagskrá stundvíslega kl. 20:30.
Þá mæta þeir Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmenn fjarskiptaleika félagsins, gera upp sumarið og afhenda viðurkenningar vegna Vorleika, Sumarleika og TF útileika ÍRA 2025.
QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-10-25 09:36:332025-10-25 14:47:08TF8KY OG TF3EK Í SKELJANESI 30. OKTÓBER.
Keppnin hefst laugardag 25. október kl. 00:00 og lýkur sunnudag 26. október kl. 23:59. Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS + CQ svæði. https://cqww.com/rules.htm
CQ World Wide DX SSB keppnin er ein stærsta keppni ársins á SSB. Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt. Stefnt er að því að virkja félagsstöðina, TF3W. Þeir félagar sem hafa áhuga á því eru beðnir um að láta vita á ira@ira.is