Félagi minn Joel Shelton N8XJ/A65BX sem hélt kynningu í félagsheimilinu sumarið 2015 um könnun sem hann gerði um Amatör Radíó hefur lokið við skýrslu um niðurstöðuna. Áherslan í könnuninni er á framtíð áhugamálsins og ástæðu fólks til að velja áhugamálið.  Hvað það er sem vekur áhugann, almennt og sérstaklega hjá ungu fólki.  Joel vill að fram komi að könnunin var gerð á meðal bandarískra amatöra og forsendur miðast við það.

Kynning Joels sumarið 2015.

73 de TF8KY

Úrdráttur

Í skýrslunni er niðurstaða úr könnun sem gerð var meðal bandarískra radíóáhugamanna sem fengu leyfið á árunum 2000 – 2015. Í skýrslunni eru atriði tengd aldri amatöranna, áhuga þeirra á CW og tengsl milli vinnu eða viðfangsefna og innkomu í radíóamatöráhugamálið. Könnuð eru líkleg áhrif aðstæðna og aldurs sem leiddu amatörinn í áhugamálið.

Niðurstöður úr könnun á aldursþættinum geta hjálpað til við að búa aðferð eða aðstæður sem eru líklegar til að fjölga radíóamatörum.

mynd úr eftirfarandi skýrslu

Kannski ætti að taka upp MOTA, miðaldra radíóamatörar í loftinu?

Spurningarnar um CW eru ekki síður áhugaverðar:

Þekkir þú CW? Já sögðu 12 % en nei sögðu 88 % og af þeim sem ekki þekktu CW sögðust einungis 18 % engan áhuga hafa á að læra CW.

Af þessu má álykta að þrátt fyrir að Morse hafi verið aflagt sem krafa til leyfis radíóamatörs er Morse alls ekki deyjandi samskiptaháttur og miklar líkur á að amatörar læri Morse.

Áhrif radíóáhugamálsins á starfsval:

Um þriðjungur radíóamatöra segja að áhugamálið hafi haft áhrif á starfsval og þriðjungur radíóamatöra segja að starfið hafi haft áhrif á að þeir urðu radíóamatörar.

73 de TF3JA

http://w1dmh.blogspot.is/

 

W1DMH

 

http://w1dmh.blogspot.is/2014/06/rainier-w7wrs-001-sota.html

W1DMH

TF3ARI kynnti í gærkvöldi í Skeljanesi uppbyggingu VHF/UHF endurvarpa radíóamatöra á Íslandi og hér eru slæðurnar sem hann sýndi okkur.

 

 

 

TF3ARI, Ari, samþykkti nýlega að taka að sér að vera VHF-stjóri félagsins. Ari kemur til okkar í Skeljanes annað kvöld og segir okkur frá uppbyggingu VHF og UHF amatörendurvarpa á Íslandi.

Kaffi á könnunni frá klukkan 20 og opið til 22.

 

Í dag eru Andrés Ólafsson, TF2ADN, Valgeir Pétursson, TF3VP og Vilhelm Sigurðsson, TF3AWS komnir með skírteinin sín að loknu prófi síðasta laugardag 25. nóvember 2017. Átta mættu til prófs, tveir náðu N-leyfi og fimm náðu G-leyfi þar af einn N-leyfishafi sem fór í prófið til að hækka sig.

Til hamingju hver og einn með þinn áfanga og nú er næsta skref að koma sér í loftið, nýta leyfið.

stjórn ÍRA

Amatörpróf verður haldið í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 25. nóvember 2017. Ennþá er hægt að skrá sig í prófið með því að senda póst á ira@ira.is. Prófið er tvískipt, tæknipróf byrjar klukkan 10 og stendur til klukkan 12. Reglugerðarpróf byrjar klukkan 13 og stendur til klukkan 15. Prófið er haldið í stofu V108 í HR.

Kæru félagar,

nú er komið að árlegri hreinsun kortastofu ÍRA.  Matti, TF3MH er QSL stjóri ÍRA en síminn hjá honum er 892 2067.

Verum snemma á ferðinni með skilin í ár – en síðasti skiladagur er fimmtudagurinn 4. janúar 2018.

 

Matti QSL-stjóri í góðra vina hópi. 

 

Sýnishorn af flottu íslensku QSL korti. 

Nánar um QSL kort almennt hér:

http://www.ira.is/qsl-kort/

TF3WK, Ómar, kom í heimsókn og sagði farir sínar ekki sléttar af stöðinni sinni. Stöðin, FT 897D, sendir samtímis út á USB og LSB sama hvort hann er á SSB eða CW. Niðurstaða þeirra sem í gær voru í Skeljanesi var að besta ráðið væri að fara í harðendurreisn á stöðinni. Flett var í handbókinni á netinu og Ómar fór heim með miklar og góðar leiðbeiningar fra TF3GW, TF3GB, TF3MH, TF3T, TF3EK, TF3DT og fleirum um hvað hann ætti að gera. Við bíðum frétta af tilrauninni.

TF3ARI kom í heimsókn og sagði okkur frá litum gervihnetti sem er á leiðinni til Íslands. Ari ætlar að koma 11. janúar í Skeljanes með gervihnöttinn og fræða okkur um nýja tvö hundruð hnatta kerfið sem verið er að taka í notkun. Ein af stærri stjórnstöðvum fyrir kerfið er staðsett á Reykjanesi.

Einnig er lagt til að tíðnitöflunni í viðauka reglugerðarinnar verði breytt. Bætt er við þeim tíðnisviðum sem hafa verið alþjóðlega samþykkt.

… af vef Samgönguráðuneytis:

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að breytingum á reglugerð um radíóáhugamenn til umsagnar

Til umsagnar eru hjá ráðuneytinu drög að breytingum á reglugerð um radíóáhugamenn. Er lagt til að uppbyggingu kallmerkja radíóáhugamanna verði breytt. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 23. nóvember næstkomandi á netfangið postur@srn.is.

Ráðuneytinu hafa borist ábendingar frá félaginu Íslenskir radíóamatörar, ÍRA, um að þörf sé á að reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna, nr. 348/2004, verði breytt. Lagt er til að uppbyggingu kallmerkja radíóáhugamanna verði breytt. Hver radíóáhugamaður hefur eigið kallmerki sem samanstendur af bókstöfum og tölum en hvert kallmerki er einstakt. Alþjóða fjarskiptastofnunin, ITU, úthlutar hverju ríki sérstöku forskeyti kallmerkja og byrja t.d. íslensk kallmerki á TF og norsk á LA. Kallmerki samanstanda af forskeyti og 1-3 persónubundnum bókstöfum og eru þeir yfirleitt 4-6 stafir.

Bókstafurinn N bætist aftan við viðskeytið í kallmerki ef viðkomandi er með N-leyfi. Leyfi radíóáhugamanna eru aðgreind í N- og G-leyfi en munurinn er sá að í prófum sem standast þarf til að fá N-leyfi er prófað úr þekkingu á grunnatriðum fræðinnar og helstu lögum og reglum en G-prófið er þyngra þar sem prófað er úr fleiri atriðum og auknar kröfur gerðar. Þegar N-leyfishafar standast próf til G-leyfisins fellur stafurinn N brott úr kallmerki þeirra.

Í breytingartillögunni felst fyrst og fremst að 8. gr. reglugerðarinnar verði breytt á þá leið að aukinn verði sveigjanleiki varðandi kallmerki radíóáhugamanna og að ákvæðinu verði breytt á þann hátt að ekki verði lengur gerð krafa um að N-leyfishafar þurfi að hafa N í lok kallmerkis síns. ÍRA telur núverandi fyrirkomulag vera mismunun sem fella þurfi úr gildi. Einnig verði kallmerki ekki lengur aðgreind eftir landsvæðum því það sé að vissu leyti mismunun og óþarft að skipta  um kallmerki við flutning innan lands. Við breytinguna myndi mögulegur fjöldi kallmerkja margfaldast.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur veitt jákvæða umsögn um breytingartillöguna og telur hana í samræmi við framkvæmd á Norðurlöndunum. Póst- og fjarskiptastofnun leggur einnig til að tíðnitöflunni í viðauka reglugerðarinnar verði breytt á þann hátt að fleiri tíðnisviðum verði bætt við sem hafa verið alþjóðlega samþykkt.