http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-01-27 21:02:102022-01-27 21:30:48NÝTT CQ TF KOMIÐ ÚT
Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði áfram lokuð fimmtudaginn 27. janúar.
Ákvörðunin byggir á reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem gildir til 2. febrúar n.k. þar sem fjöldatakmarkanir miðast nú við mest 10 manns. Og ennfremur á yfirlýsingu ríkislögreglustjóra frá 11. þ.m. janúar, um neyðarstig almannavarna vegna Covid-19.
Ákvörðunin gildir fyrir fimmtudag 27. janúar. Athugað verður með að auglýsa opnun á ný strax og aðstæður leyfa.
Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-01-25 07:04:582022-01-25 07:13:08ÁFRAM LOKAÐ Í SKEJANESI 27. JANÚAR
CQ World Wide 160 metra morskeppnin fer fram um næstu helgi. Keppnin hefst á föstudag 28. janúar kl. 22:00 og lýkur á sunnudag 30. janúar kl. 22:00. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og unnt er við aðrar stöðvar radíóamatöra um allan heim á keppnistímanum.
QSO punktar. Sambönd við TF stöðvar 2 punktar; innan Evrópu 5 punktar; utan Evrópu 10 punktar og við /MM stöðvar 5 punktar.
Margfaldarar.
Einingar á DXCC lista.
Lönd á WAE lista. Þau eru: GM (Hjaltlandseyjar), IG9/IH9 (Lampedusa og Pantelleria eyjar), IT, JW (Bjarnareyja), TA1 (Evrópuhluti Tyrklands) og 4U1VIC.
48 ríki Bandaríkjanna (e. contiguous states) og „District of Columbia (DC)“.
Leyfilegt tíðnisvið í keppninni á IARU Svæði 1 (okkar svæði) er 1810-2000 kHz. Ath. að leyfishafar sem ætla að vinna á tíðnisviðinu 1850-1900 kHz þurfa að hafa sótt um tíðni- og aflheimildir til Fjarskiptastofu fyrir keppnina. Keppnisreglur: https://www.cqww.com/
Ávarpsbréf til nýrra félaga er tilbúið og lauk vinnu við það í byrjun janúar. Um er að ræða 3. útgáfu. Bæklingurinn er hluti af upplýsingum sem sendar eru til nýrra félaga, sem jafnframt fá send lög félagsins, nýjasta CQ TF og nýjustu ársskýrslu. Sjá má ávarpsbréfið á þessari vefslóð:
Útgáfuform er óbreytt, þ.e. opna í stærðinni A4 (fjórar blaðsíður) sem prentaðar í lit. Ávarpsbréfið veitir innsýn í starfsemi ÍRA og tæpir á helstu þjónustuþáttum við félagsmenn. Efnið verður einnig til aflestrar á heimasíðu félagsins.
Verkefnið var unnið af stjórn félagsins en umbrot var í öruggum höndum Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS.
Airspy R2 SDR viðtækið í Perlunni í Reykjavík komst í lag í dag, 21. janúar. Það hafði verið úti í nokkurn tíma vegna bilunar. Tiðnispan þess er frá 24 MHz til 1800 MHz. Vefslóð: http://perlan.utvarp.com/ Þakkir til Karls Georgs Karlssonar, TF3CZ.
KiwiSDR viðtækið á Raufarhöfn verður væntanlega komið í lag fyrir kvöldið (21. janúar) en það hefur verið úti síðasta sólarhringinn. Tíðnispan þess er frá 10 kHz til 30 MHz. Vefslóð: http://raufarhofn.utvarp.com/
Kiwi SDR viðtækin í Bláfjöllum, Bjargtöngum og í Vík í Mýrdal eru í góðu lagi.
Stjórn ÍRA.
Uppfært 21. janúar kl. 17:04 – Viðtækið á Raufarhöfn komið inn! Þakkir til Rögnvaldar Helgasonar, TF3-055.
Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð fimmtudaginn 20. janúar.
Ákvörðunin byggir á reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem gildir til 2. febrúar n.k. þar sem fjöldatakmarkanir miðast nú við mest 10 manns. Og ennfremur til yfirlýsingar ríkislögreglustjóra frá 11. þ.m. janúar, um neyðarstig almannavarna vegna Covid-19, sem enn er í gildi.
Ákvörðunin gildir fyrir fimmtudag 20. janúar. Athugað verður með að auglýsa opnun á ný strax og aðstæður leyfa.
Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-01-17 12:32:342022-01-17 12:33:04ÁFRAM LOKAÐ Í SKEJANESI 20. JANÚAR
Aftur mættu menn í Skeljanes í birtingu í morgun, laugardaginn 15. janúar. Verkefni dagsins var að ljúka við að treysta loftnetsvirki TF3IRA. Það gekk eftir og var aðgerðum lokið um kl. 13. Turn, loftnet og rótor eiga því að standast íslenskt vetrarveður á ný.
Sigurður Harðarson, TF3WS hafði hannað og smíðað öflugan ramma sem boraður var á skorsteininn og náði utan um turninn. Hann var settur upp fyrir neðan strekkjarana (sbr. ljósmynd). Þeir Georg Kulp, TF3GZ hjálpuðust að við að setja upp og stilla búnaðinn.
Siggi hafði einnig smíðað nýjan og öflugri „hjálparfót“ í stað þess sem hafði verið settur upp til bráðabirgða daginn áður (sbr. ljósmynd). Veðuraðstæður voru hinar ákjósanlegustu, logn (að mestu) og -1°C frost.
Það voru þeir Georg Kulp, TF3GZ; Sigurður Harðarson, TF3WS og Jónas Bjarnason, TF3JB sem mættu á svæðið, auk Benedikts Sveinssonar, TF3T.
Þakkir til þessara félaga fyrir framúrskarandi góða aðkomu að verkefninu.
Stjórn ÍRA.
Skeljanesi 15. janúar. Aðgerðum lokið. Nýi ramminn sem festur er í skorsteininn sést vel á myndinni.Sigurður Harðarson TF3WS og Georg Kulu TF3GZ festa kjálkunum fyrir rammann á skorsteininn.Nýi “hjálparfóturinn” er öflugur og kemur í stað turnfótarins sem brotnaði.Verklok laugardaginn 15. janúar. Sigurður Harðarson TF3WS og Georg Kulp TF3GZ ánægðir með vel heppnað verk. Myndir: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-01-15 15:31:262022-01-15 15:52:56VERKEFNIÐ Í HÖFN Í SKELJANESI
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-01-14 09:35:382022-01-14 09:38:50ENN TEKIÐ Á MÓTI EFNI