Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mun standa fyrir „dótadögum“ á laugardögum í félagsaðstöðunni í vetur.

Þegar veður og heilsa leyfir er hugmyndin að hafa opið í Skeljanesi á laugardögum kl. 13-16 og verður tiltekið þema til umfjöllunar hvern laugardag sem verður kynnt á Facebook með góðum fyrirvara. Og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.

Ari byrjar strax næstkomandi laugardag, 27. september og verður þemað „RigExpert loftnetamælar“. Hann ætlar að mæta með slíkt mælitæki sem hefur margþætta mæligetu og m.a. mæla mismunandi lengdir/gerðir af loftnetum og mismunandi lengdir af kóax köplum.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta, fylgjast með og taka þátt í umræðum um standbylgjur, um standbylgjumæla og allt sem því tilheyrir.

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 25. september á milli kl. 20 og 22.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID mun annast kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Stefán Arnal TF3SA og Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB á góðri stundu í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3KX.

CQ WORLD WIDE DX CONTEST, RTTY.
Keppnin hefst laugardag 27. september kl. 00:00 og lýkur sunnudag 28. september kl. 24:00.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í 48 ríkjum Bandaríkjanna og fylkjum Kanada: RST + CQ svæði + (ríki í Bandaríkjunum/fylki í Kanada).
Skilaboð annarra: RST + CQ svæði.
https://cqwwrtty.com

YU DX CONTEST.
Keppnin hefst laugardag 27. september kl. 12:00 og lýkur sunnudag 28. september kl. 11:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð YU og YT stöðva: RS(T) + sýsla (e. county).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://www.yudx.yu1srs.org.rs

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Námskeið ÍRA til amatörprófs var sett í Háskólanum í Reykjavík, mánudaginn 15. september. Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA setti námskeiðið stundvíslega kl. 18:30 í stofu M117. Af 26 skráðum skráðum þátttakendum voru 22 viðstaddir.

Að þessu sinni var ákveðið að bjóða ekki upp á fjarnám yfir netið. Til að koma til móts við þá aðila sem eru búsettir úti á landi (eða erlendis) og ella myndu hafa notast við netið, var boðið upp á aðgang að myndbandsupptökum frá námskeiðinu 2023 – samhliða því að bjóða upp á öll námsgögn.

Að þessu sinni nýta a.m.k. fimm aðilar þennan möguleika, m.a. á Egilsstöðum, Seyðisfirði og í Reykjanesbæ. Að þessum aðilum viðbættum, gætum við því átt von á allt að 31 aðila í próf Fjarskiptastofu sem haldið verður 1. nóvember í HR. Þakkir Georgs Kulp, TF3GZ fyrir ljósmyndir.

Stjórn ÍRA.

Andrés Þórarinsson TF1AM, varaformaður ÍRA setur námskeið félagsins 15. september í Háskólanum í Reykjavík. Ljósmynd: TF3GZ.

Mynd úr kennslustofu 15. janúar í Háskólanum í Reykjavík. Ljósmynd: TF3GZ.

Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL, var með fimmtudagserindið í gærkveldi, 18. september 2025. 

Þannig var Ólafur kynntur:

„Sá mikli heimshornaflakkari, Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL, kemur til okkar n.k. fimmtudagskvöld og segir frá ferðum sínum um Evrópu á sínum ágæta fjarskiptabíl, Ford Ecoliner.  Þau hjónin hafa flakkað vítt og breytt í sumar og Ólafur hefur farið í loftið á hinum ólíklegustu stöðum“.

Ólafur flutti þetta ágætis erindi stutt fjölda mynda. Hann hefur s.l. sumar farið um A-Evrópu og svo upp til norðurs og gegnum Eystrasaltslöndin, og áfram upp til Finnlands, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og svo gert stopp í Færeyjum áður en þau hjón komu heim hér um daginn.

Allan tímann voru fjarskipti gegnum FT8 og FT4 beint úr bílnum og loftnetið var lóðrétt stöng sem reist var upp á þaki bílsins.  Samböndin skiptu hundruðum.

Gerður var góður rómur að erindi Ólafs.  Á eftir var farið út að skoða bílinn.  Georg Kulp, TF3GZ, kom með sterk ljós svo hægt var að skoða bílinn í myrkrinu sem komið var. Alls komu liðlega 20 félagar á fundinn og hlýddu á erindið, þáðu veitingar og notuðu tímann til að spjalla saman.

F.h. ÍRA,

Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður.

Upptaka af erindi TF1OL, vefstlóð: https://youtu.be/NNu8NkbDRnM

Til íslenskra radíóamatöra:

Sá mikli heimshornaflakkari, Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL, kemur til okkar nk. fimmtudagskvöld og segir frá ferðum sínum um Evrópu á sínum ágæta fjarskiptabíl, Ford Econoline. Þau hjónin hafa flakkað vítt og breitt í sumar og Ólafur hefur farið í loftið á hinum ólíklegustu stöðum.

Frá þessu segir Ólafur og hefur sér til hjálpar landakort og eitthvað af ljósmyndum.

Svo er rúsínan í pylsuendanum: Ólafur kemur með bíl sinn vestur í ÍRA og verður bíllinn til sýnis svo menn geta séð hvað þarf til að operera út bíl á ferðalögum.

Látið ekki happ úr hendi sleppa. Fjölmennum og hlustum á Ólaf segja frá reynslu sinni. Erindið verður um 20 mínútur og svo verður bíllinn til sýnis. Bíllinn er svo að fara í vetrargeymslu.

Með kærri kveðju,
Andrés, TF3AM

Námskeið ÍRA til undirbúnings prófs til amatörleyfis verður haldið 15. september til 28. október í Háskólanum í Reykjavík. Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið laugardag 1. nóvember.

Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður í HR á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30. Skipulag námskeiðs má sjá hér: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2025/08/2025.Skipulag-namskeids-IRA-til-amatorprofs.pdf

Hægt er að skrá þátttöku hér: https://www.ira.is/skraning-a-namskeid/

Námskeiðsgjald er 24.500 krónur. Greiðsla þarf að hafa borist gjaldkera í síðasta lagi 10. september n.k. Reikningur ÍRA: 0116-26-7783 / kennitala: 610174-2809 / Ath. að skrá kennitölu greiðanda í athugasemdir. Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar.

Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfangið: ira@ira.is  Einnig má hafa samband við Jónas Bjarnason, TF3JB umsjónarmann námskeiðsins í síma 898-0559 eða á póstfang: jonas.bjarnason.hag@gmail.com

Stjórn ÍRA.

Kennarar á námskeiði ÍRA til amatörprófs haustið 2025.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 4. september á milli kl. 20 og 22.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID annast kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Mynd af Erik Finskas, TF3EY/OH2LAK þegar hann flutti erindi í Skeljanesi um DMR 28.3.2019. Erindi Eriks má skoða í heild á þessari vefslóð: http://dy.fi/vof  Ljósmynd: TF3KB.

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 6.-7. SEPTEMBER.

ALL ASEAN DX CONTEST, PHONE.
Keppnin hefst laugardag 6. september kl. 00:00 og lýkur sunnudag 7. september kl. 24:00.
Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS og 2 tölustafir fyrir aldur þátttakanda.
https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-3_Contests/AA_rule_en.htm

RUSSIAN RTTY WW CONTEST.
Keppnin hefst laugardag 6. september kl. 12:00 og lýkur sunnudag 7. september kl. 11:59.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð rússneskra stöðva: RST + 2 bókstafir fyrir svæði í Rússlandi (e. oblast).
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
http://www.contest.ru/russian-ww-rtty-contest-rules-en/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Námskeið ÍRA til undirbúnings prófs til amatörleyfis verður haldið 15. september til 28. október í Háskólanum í Reykjavík. Um er að ræða 6 vikna námskeið sem lýkur með prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis, laugardaginn 1. nóvember.

Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður í HR á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30. Skipulag námskeiðs má sjá hér:
http://www.ira.is/wp-content/uploads/2025/08/2025.Skipulag-namskeids-IRA-til-amatorprofs.pdf

Hægt er að skrá þátttöku hér: https://www.ira.is/skraning-a-namskeid/

Námskeiðsgjald er 24.500 krónur. Greiðsla þarf að hafa borist gjaldkera í síðasta lagi 10. september n.k. Reikningur ÍRA: 0116-26-7783 / kennitala: 610174-2809 / Ath. að skrá kennitölu greiðanda í athugasemdir. Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar.

Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfangið: ira@ira.is

Einnig má hafa samband við Jónas Bjarnason, TF3JB umsjónarmann námskeiðsins í síma 898-0559 eða á póstfang: jonas.bjarnason.hag@gmail.com

Stjórn ÍRA.