HAM RADIO sýningin 2025 í Friedrichshafen nálgast og verður haldin helgina 27.-29. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi.
Vegna fyrirspurnar.Friedrichshafen er borg með um 60 þúsund íbúa við Bodensee vatnið í suður Þýskalandi. Borgin er með eigin flugvöll, en ekki er reglulegt flug til og frá Frankfurt. Hins vegar er flugvöllurinn í München ekki langt í burtu og þaðan má taka rútu þaðan og tekur ferðin um 2,5 klst.
Aðrir flugvellir í nágrenninu eru í Zürich (ZRH). Þaðan má taka lest til Romanshorn að Bodensee vatninu og skipta yfir í ferju til Friederichshafen og tekur siglingin um þrjá stundarfjórðunga. Í boði er einnig að taka rútu frá Zürich flugvelli (Flixbus Company) til Friedrichshafen. Það er ódýrara en tekur lengri tíma.
Þetta er stærsta sýningin fyrir radíóamatöra í Evrópu og sá vettvangur sem jafnan er mest sóttur af íslenskum leyfishöfum. Búið er að opna miðasöluna á netinu, en ódýrara er að kaupa aðgangsmiða þannig auk þess sem menn sleppa við að lenda í biðröðum.
Síðasta erindið á vordagskrá ÍRA 2025 verður á fimmtudag 22. maí í Skeljanesi.
Þá mætir Yngvi Harðarson, TF3Y með erindið „Fjarskipti fyrir tilstilli loftsteinaskúra“.
Húsið opnar kl. 20:00 og Yngvi byrjar stundvíslega kl. 20:30.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.
Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.
Vordagskrá ÍRA hélt áfram 15. maí í Skeljanesi. Þá mætti Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL með erindið „Með stöð og búnað umhverfis jörðina á 75 dögum“ en Ólafur og XYL lögðu upp í ævintýraferðalag 15. janúar og komu aftur til landsins 1. apríl.
Þau hjón heimsóttu Singapore, Ástralíu (Sydney, Brisbane, Tasmania VK7/TF1OL, Melbourne VK3/TF1OL, Adelaide VK5/TF1OL og Perth VK6/TF1OL), Nýja Sjáland (ZL/TF1OL Auckland), Tahiti (FO/TF1OL), Hawaii (KH6/TF1OL) og Bandaríkin (W6/TF1OL). Ólafur var QRV á alls 12 stöðum frá 5 DXCC einingum og hafði nær 8 þúsund QSO um allan heim, þ.á.m. til Íslands. Hann fékk úthlutað sérstöku kallmerki, 9V1OL í Singapore en var QRV frá öðrum löndum sem „/TF1OL“. Flest sambönd voru höfð á FT4 og FT8 samskiptareglum undir MFSK mótun.
Ólafur sagði okkur ferðasöguna og sýndi mikið af skemmtilegum ljósmyndum frá þessu mikla ferðalagi. Hann hafði ennfremur til sýnis búnaðinn á staðnum sem hann notaði í ferðinni. Það var Icom IC-7300 100W HF sendi-/móttökustöð og JPC-7 ferðaloftnet fyrir 40, 20, 15, 10 og 6 metra, fyrir mest 100W. Netið má setja upp sem [styttan] dípól, „V loftnet“ eða stangarloftnet og JPC-12 ferðaloftnet (sjá myndir). Full stærð er 6,60 metrar samsett, en aðeins 35cm ósamsett og 1.8 kg. Allur búnaðurinn komst fyrir í bakpoka sem var nauðsynlegt (sjá mynd).
Mjög mismunandi var hvernig aðstæður voru til að setja upp loftnet á hverjum stað, þar sem gistiaðstaða var mismunandi og stundum þar sem jafnvel var hægt að setja upp loftnet í bakgarðinum. Þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað kallmerkinu 9V1OL gat hann ekkert verið í loftinu frá Singapore þar sem aðstæður voru ekki til að setja upp loftnet. Mismunandi skilyrði voru í ferðinni, t.d. afbragðsgóð frá Thaiti eða um 3.000 QSO, aðallega við Japan. Mjög var mismunandi hvernig suð og truflanir voru á hverjum stað, t.d. S9 í W6 í Los Angeles og aðeins 130 sambönd. Þá voru skilyrðin sumstaðar frekar slæm og nánast ekkert náðst t.d. í Evrópu frá Hawaii.
Sérstakar þakkir til Ólafs Arnar Ólafssonar, TF1OL fyrir afbragðsgott, skemmtilegt og áhugavert erindi.
Alls mættu 12 félagar í Skeljanes þetta ágæta vorkvöld í vesturbænum í Reykjavík. Þakkir til Ólafs, TF1OL, Einars Santoz, TF3ES og Njáls H. Hilmarssonar, TF3NH fyrir ljósmyndir.
Stjórn ÍRA.
Ólafur byrjaði erindið stundvíslega kl. 20:30. Ljósmynd: TF3ES.Mynd úr sal. Fremst: Sigmundur Karlsson TF3VE, Eiður K. Magnússon TF1EM og Kjartan Birgisson TF1ET. Næst: Guðjón Már Gíslason TF3GMG, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Njáll H. Hilmarsson TF3NH (standandi). Aftar: Kristján Benediktsson TF3KB (standandi). Ljósmynd: TF3ES.Einar Sandoz TF3ES, Kjartan Birgisson TF1ET og Ólafur Örn Ólafsson TF1OL. Þegar myndin var tekin var Óli að segja frá “pile-up” sem hann fékk frá japönskum stöðvum þegar hann var í loftinu frá Tahiti. Ljósmynd: TF3NH.Óli sýnir mönnum JPC-12 (sem hann hafði einnig með sér, en er einvörðungu stangarloftnet á 40, 20, 15, 10 og 6 metrum). Takið eftir þrífætinum sem það stendur á (og var keyptur sér). Ljósmynd: TF3NH.JPC-12 netið sett upp sem stangarloftnet í háhýsi á Hawaii. Ljósmynd: TF1OL.JPC-7 sett upp sem dípóll á Thaiti.TF1OL á Tahiti. Sjá loftnetið í bakgrunni.TF1OL og XYL á Hawaii. Ljósmynd: TF1OL.
Ein stærsta morskeppni árisins, CQ WW WPX á morsi verður haldin á laugardag 24. maí kl. 00:00 til sunnudags 25. maí kl. 23:59. Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RST + raðnúmer. https://www.cqwpx.com/rules
Markmiðið er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörg forskeyti (e. prefixes) og mögulegt er á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.
Þetta er 48 klst. keppni, en einmenningsstöðvar mega mest taka þátt í 36 klst. Á þátttökutímanum má taka eins mörg hlé og menn vilja, en hvert miðast að lágmarki við 60 mínútur.
Samband við hverja stöð gefur punkta einu sinni á bandi. Sambönd við stöðvar í Evrópu gefa 1 punkt á 14, 21 og 28 MHz; en 2 punkta á 1.8, 3.5 og 7 MHz. Sambönd við stöðvar utan Evrópu gefa 3 punkta á 14, 21 og 28 MHz; en 6 punkta á 1.8, 3.5 og 7 MHz.
Margfaldari er summa fjölda forskeyta sem haft er samband við og reiknast einu sinni, burtséð frá fjölda sambanda/banda.
Dayton Hamvention 2025 fer fram á sýningarsvæði Greene County Fair and Expo Center í borginni Xenia í Ohio í Bandaríkjunum þessa helgi 16.-18. maí. Búist er við mikilli aðsókn, en nýtt aðsóknarmet var slegið í fyrra 2024.
Alltaf eru spennandi nýjungar til kynningar á sýningunni. Í ár kynnir FlexRadio t.d. nýja Aurora línu SDR 500W HF sendi-/viðtækja; AU-520 og AU-520M HF/6m Icom kynnir nýja PW2 HF 1kW magnarann og nýju IC-7760 SDR HF 200W sendi-/viðtækið. Ekki er vitað um íslenska leyfishafa sem sækja sýninguna heim þetta árið.
Hinar tvær stóru sýningarnar fyrir radíóamatöra eru:
HAM RADIO 2025 verður haldin helgina 27.-29. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi og TOKYO HAM FAIR 2025 verður haldin helgina 23.-24. ágúst n.k. á sýningarsvæði Tokyo Ariake GYM-EX í höfuðborginni Tokyo.
Alþjóðafjarskiptasambandið (ITU) fagnar 160 ára afmæli á þessu ári. Það var upphaflega stofnað 1865 sem alþjóða ritsímasambandið, en breyttist í sérstaka stofnun Sameinuðu þjóðanna árið 1947. Í tilefni afmælis ITU var kallmerkið 4U1ØØOQO sett í loftið í vikunni og verður það virkt á HF frá útibúi Sameinuðu þjóðanna í Austurríki út árið.
Í dag, 16. maí hafði Elín Sigurðardóttir, TF2EQ samband við kallmerkið 4UØITU í Genf í Sviss um gervihnöttinn QO-100 frá QTH Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A í Reykjavík.
Það skemmtilega er, að á hljóðnemanum í Austurríki var Doreen T. Bogdan-Martin, KD2JTX aðalritari ITU. En Doreen varð fyrsta konan sem var valin til að gegna þessu æðsta embætti Alþjóðafjarskiptasambandsins og tók við embætti 1. janúar 2023.
Doreen bað fyrir góðar kveður til radíóamatöra á Íslandi sem hér með er komið á framfæri.
Sérstakar þakkir til Elínar Sigurðardóttur, TF2EQ og til Ara Þórólfs Jóhannssonar, TF1A.
Stjórn ÍRA.
Tim Ellam VE6SH forseti International Amateur Union (IARU), Doreen T. Bogdan-Martin KD2JTX aðalritari ITU og Jonathan V. Siverling WB3ERA fulltrúi ARRL. Ljósmynd: ITU.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-05-16 11:57:482025-05-16 15:29:02TF2EQ Í QSO VIÐ 4U0ITU
Stórvirki var unnið á vettvangi áhugamáls okkar fyrir 7 árum þegar tveir nýir radíóvitar voru settir í loftið 12. maí 2018. Þeir vinna á 50.457 MHz á 6 metrum og 70.057 MHz á 4 metrum. QTH er Álftanes á Mýrum. Til hagræðis er notað sama kallmerki, TF1VHF. Merki heyrast vel í Reykjavík, um Suðurnes, austur fyrir fjall, um Snæfellsnes og um Vesturland og til útlanda.
Mikill áhugi varð strax á vitunum bæði innanlands sem utan. Verkefnið var í raun eitthvað sem hafði verið beðið eftir lengi enda í fyrsta skipti í langa hríð sem í boði voru stöðug merki á 6 metrum og 4 metrum (allan sólarhringinn) – þegar menn gera tilraunir í þessum tíðnisviðum.
Það var Ólafur B. Ólafsson, TF3ML (SK) sem annaðist uppsetningu búnaðar, fjármagnaði verkefnið og stóð straum af öllum kostnaði.
Stjórn ÍRA.
Loftnetsturninn í Álftanesi á Mýrum sem hýsir loftnetin fyrir TF1VHF. Loftnetið fyrir 50 MHz er í 26 metra hæð og fyrir 70 MHz er í 16 metra hæð. TF3ML, TF3SUT, TF1A og TF3-Ø33 önnuðust frágang búnaðar ásamt TF3ML. Ef vel er að gáð má sjá Samúel, TF3SUT, uppi í turninum. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-05-13 20:48:212025-05-13 20:48:41TF1VHF QRV Í SJÖ ÁR
Vordagskrá ÍRA heldur áfram fimmtudag 15. maí í Skeljanesi. Húsið opnar kl. 20:00 og flutningur erindis hefst stundvíslega kl. 20:30.
Það er Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL sem mætir með erindið „Með stöð og búnað umhverfis jörðina á 75 dögum“ en Ólafur og XYL lögðu upp ævintýraferðalag 15. janúar og komu aftur heim 1. apríl.
Þau heimsóttu m.a. Singapore, Ástralíu, Nýja sjáland, Tahiti, Hawaii og Bandaríkin. Ólafur var QRV á alls 12 stöðum frá 5 DXCC einingum og hafði nær 8 þúsund QSO um allan heim, þ.á.m. til Íslands.
Ólafur mun segja okkur ferðasöguna, m.a. muninn á að vera í loftinu í þessum fjarlægu löndum samanborið við Ísland og hefur til sýnis búnaðinn sem hann notaði í ferðalaginu. Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.
QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.
UN DX CONTEST Keppnin er haldin á laugardag 17. maí frá kl. 06:00 til kl. 21:00. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð stöðva í Kazakhstan: RS(T) + kóði fyrir fylki (e. district code). Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. https://undxc.kz/rules-eng
HIS MAJ. KING OF SPAIN CONTEST, CW. Keppnin er haldin á laugardag 17. maí kl. 12:00 til sunnudags 18. maí kl. 12:00. Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð spænskra stöðva: RST + hérað (e. province). Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. https://concursos.ure.es/en/s-m-el-rey-de-espana-cw/bases
BALTIC CONTEST. Keppnin er haldin á laugardag 17. maí kl. 21:00 til sunnudags 18. maí kl. 02:00. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80 merum. Skilaboð: RS(T) + raðnúmer. https://www.lrsf.lt/en
FISTS SUNDAY SPRINT CONTEST. Keppnin er haldin á sunnudag 18. maí frá kl. 00:00 til kl. 23:59. Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð FISTS félaga: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + FISTS nr. Skilaboð annarra: RS(T) + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn +“0“. https://fistsna.org/operating.php#sprints
Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 8. maí. Benedikt Guðnason, TF3TNT mætti með erindi kvöldsins sem fjallaði um „Frekari uppbyggingu og framtíðarsýn endurvarpamála“. Þetta var sjöunda erindið á vordagskrá ÍRA 2025 og var mjög vel sótt.
Erindið var nokkurskonar framhald á fyrra erindi Benedikts frá því í nóvember 2023 sem kallaðist „VHF/UHF endurvarpar; framtíðarsýn“. Þar lýsti hann sýn sinni á hvernig VHF endurvarpar radíóamatöra gætu komið að betra gagni.
Fyrsti hluti þeirrar áætlunar hefur gengið eftir, þ.e. flutningur á endurvarpanum á Álftanesi á Mýrum upp á fjallið Strút í Borgarfirði. Benedikt sýndi okkur fjölda ljósmynda sem varpa skýru ljósi á þá erfiðleika sem fylgja því að vera með „fjallatoppafjarskiptastöðvar“ þar sem veður eru oft afleit og ísing á vetrum er afar mikið vandamál. Því getur Benedikt unnið að þessum endurvarpamálum radíóamatöra að fyrirtæki hans er með viðhaldssamning við fjöldann allan af aðilum sem eiga og kosta „fjallatoppastöðvar“. Þetta var allt afar fróðlegt.
Sýn Benedikts er enn frekari tengingar milli endurvarpa radíóamatöra þannig hægt sé að tala frá einum endurvarpa sem útvarpast út um annan. Þá þarf að geta þess að kostnað við viðhald og uppsetningu endurvarpanna hefur Benedikt tekið á sig. Gerður var góður rómur að erindi Benedikts. Á eftir var fjöldi fyrirspurna sem hann leysti vel úr. Þetta var vel lukkuð kvöldstund.
Sérstakar þakkir til Benedikts Guðnasonar, TF3TNT fyrir afbragðsgott og áhugavert erindi. Þess má geta að erindið var tekið upp og hér er vefslóð á það: https://youtu.be/NA2RgazHvXc
Erlendur gestur félagsins var Sergii Matlash, US5LB sem hefur verið búsettur hér á landi í nokkurn tíma. Alls mættu 31 félagi og 2 gestir þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Benedikt TF3TNT sýnir útbreiðslu frá núverandi endurvarpakerfi á VHF.Benedikt sýndir margar afar fróðlegar myndir.Benedikt skýrði m.a. að þar sem veður eru oft afleit og ísing á vetrum er afar mikið vandamál.Finnur Tómasson TF1FT, Guðjón Már Gíslason TF3GMG, Einar Sandoz TF3ES, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Pier Albert Kaspersma TF1PA, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG (standandi) og Garðar Vilberg Sveinsson TF8YY (fyrir enda borðs).Georg Kulp TF3GZ, Eiður KristinnMagnússon TF1EM og Guðjón Egilsson TF3WO (bak í myndavél).Erlendur gestur félagsins þetta fimmtudagskvöld var Sergii Matlash, US5LBfrá Úkraínu. Ljósmyndir: TF1AM og TF3GZ.