,

Benedikt TF3CY verður með fimmtudagserindið

Benedikt Sveinsson, TF3T

Síðasta erindið á yfirstandandi vetrardagskrá Í.R.A. verður haldið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 26. apríl næstkomandi. Benedikt Sveinsson, TF3CY, mun fjalla um RF magnara
fyrir tíðnir radíóamatöra. Í erindinu mun hann m.a. fjalla um magnara sem búnir eru lampaútgangi og bera saman við magnara sem búnir eru transistorútgangi, auk þess að koma inn á heimasmíðar.

Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30 og hvetur stjórn Í.R.A. félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar verða í boði félagssjóðs.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen − seventeen =