Entries by TF3JB

,

ÁNÆGJA MEÐ JÓLAKAFFI ÍRA

Jólakaffi ÍRA 2022 var haldið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 15. desember. Kvöldið heppnaðist vel. Mikil ánægja – allir hressir og umræður á báðum hæðum. Skemmtilegur endir á metnaðarfullri vetrardagskrá félagsins sem hófst 6. október s.l. Við notuðum öll fimmtudagskvöld á tímabilinu og að auki – einn miðvikudag, einn laugardag og fimm sunnudaga. Þessi vinsæli […]

,

ARRL 10 METRA KEPPNIN

ARRL 10 metra keppnin 2022 fór fram helgina 10.-11. desember. A.m.k. fjögur TF kallmerki voru meðal þátttakenda: TF1AM, TF2LL, TF3DC og TF3SG. Alls voru keppnisgögn fyrir 5499 kallmerki kominn inn í dag, föstudag 16. desember. Frestur til að skila inn gögnum rennur út á miðnætti á sunnudag. Stjórn ÍRA. .

,

JÓLAKAFFI ÍRA Á FIMMTUDAG

Síðasti viðburður á vetrardagskrá ÍRA 2022 er jólakaffi félagsins, viðhafnarkaffi sem haldið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi, fimmtudaginn 15. desember. Húsið verður opnað kl. 20:00 að venju. Þetta verður jafnframt síðasta opnun félagsaðstöðunnar á þessu ári en hún verður næst opin fimmtudaginn 5. janúar 2023. Þessi vinsæli viðburður var síðast haldinn árið 2019 þar sem […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 3.-9. desember 2022. Alls fengu 17 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8, FT4 og F1D), en einnig á morsi (CW), tali (SSB) og F1D (WSPR). Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 40, 60, 80, 160 metrar […]

,

GÓÐUR SUNNUDAGUR Í SKELJANESI

Jónas Bjarnason, TF3JB mætti á „sófasunnudag“ í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 11. desember. Umræðuþema var: „Reglugerðarumhverfi radíóamatöra og WRC-23“. Þetta var fimmti og síðasti sófasunnudagur á vetraráætlun félagsins á þessu ári. Vakin var athygli á að í ár, 2022 – voru liðin 75 ár frá setningu fyrstu reglugerðarinnar um starfsemi radíóamatöra, þann 7. febrúar 1947. […]

,

DXCC SKRÁNING TF KALLMERKJA

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðað við 10. desember 2022. Sautján TF kallmerki eru nú með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða 6 kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista (11.11.2022). Andrés Þórarinsson, TF1AM er nýr á íslenska DXCC listanum. Hann kemur inn með 7 nýjar viðurkenningar: DXCC Mixed, DXCC Phone, DXCC CW, DXCC […]

,

SKELJANES Á MORGUN, SUNNUDAG

Vetrardagskrá ÍRA heldur áfram. Sunnudag 11. desember kl. 11:00 verður Jónas Bjarnason, TF3JB með umræðuþema á sunnudagsopnun: „Reglugerðarumhverfi radíóamatöra og WRC-23“. Viðburðurinn hefst kl. 11 stundvíslega og miðað er við að umræðum ljúki um kl. 12 á hádegi, en húsið er opnað kl. 10:30. Rúnstykki og vínarbrauð frá Björnsbakaríi með kaffinu. Stjórn ÍRA.

,

FRÓÐLEGUR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Guðmundur Sigurðsson, TF3GS mætti í Skeljanes 8. desember með erindið: „APRS Automatic Packet Reporting System“; sjálfvirkt skilaboða- og ferilvöktunarkerfi. Hann sagði okkur á lifandi hátt frá APRS sem var fundið var upp og þróað af bandarískum radíóamatör, Robert E. Bruinga, WB4APR sem smíðaði og gangsetti fyrsta APRS kerfið fyrir 40 árum (1982) með því að […]

,

ARRL 10 METRA KEPPNIN 2022

ARRL 10 metra keppnin fer fram helgina 10.-11. desember. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er heimiluð í mest 36 klst. Þetta er keppni þar sem allir hafa samband við alla, hvar sem er í heiminum. Hafa má samband einu sinni við hverja stöð á hvorri tegund útgeislunar. Skilaboð eru RS(T) og raðnúmer. W-stöðvar […]

,

QSL BUREAU HREINSAR ÚT UM ÁRAMÓT

Áramótasending korta frá TF ÍRA QSL Bureau (kortastofu) fer að þessu sinni fram í janúar 2023. Þá verða öll kort sem borist hafa til stofunnar (þ.á.m. til smærri staða) póstlögð til kortastofa systurfélaganna um allan heim. Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2022/23 verður fimmtudagskvöldið 5. janúar 2023. Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi […]