Entries by TF3JB

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 20. JÚLÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 20. júlí frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og herbergi QSL stofunnar á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímarit landsfélaga radíóamatöra í nágrannalöndunum liggja frammi í fundarsal á 1. hæð. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að fara í pósthólf félagsins og raða […]

,

YOTA KEPPNIN ER Á LAUGARDAG

„Yongsters On The Air“ verkefnið í IARU Svæði 1 gengst fyrir þremur YOTA keppnum á ári á HF og er markmiðið að stuðla að virkni ungra leyfishafa um allan heim. Allir leyfishafar eru velkomnir að taka þátt burtséð frá aldri. Þrír keppnisdagar eru á ári og er hver keppni 12 klst. Annar hluti hluti keppninnar […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS

Haustnámskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið 25. september til 7. nóvember n.k. Námskeiðið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík og samtímis í boði í staðnámi og fjarnámi. Hægt verður að mæta í kennslustofu í HR þegar það hentar og/eða taka þátt yfir netið þegar það hentar. Miðað er við próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis laugardag 11. […]

,

OPIÐ HÚS VAR Í SKELJANESI 13. JÚLÍ

Opið hús var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 13. júlí. Sérstakir gestir okkar voru þeir Stefán Sæmundsson, TF3SE og Ásgeir H. Sigurðsson, TF3TV. Stefán er búsettur á Spáni og Ásgeir að nokkru leyti – en þeir eru í heimsókn á landinu um þessar mundir. Ennfremur var  John W. Woo, WA6CR frá Novato í Kaliforníu gestur […]

,

VHF/UHF LEIKAR 2023; ÚRSLIT

Kæru félagar! Lokatölur VHF-UHF leika 2023. TF1AM (Andrés) fór á kostum og sigrar með yfirburðum. Vel gert Andrés 👏👏 Þetta var verðskuldaður sigur. Andrés var víðförull og var þvílíkt á ferðinni þótt það hálfa hefði verið nóg!! Ók yfir 1000km fyrir leikinn held ég að hann hafi sagt. Já hann tók þetta alla leið!! Virkjaði […]

,

YOTA SUMARBÚÐIR Í KANADA

Ágætu félagar! Mig langar til að vekja athygli á Youth on the Air Camp (Region 2) sumarbúðunum sem verða haldnar 16.-21. júlí n.k. þar sem krakkar frá norður-, suður- og mið Ameríku virkja kallmerkið VE3YOTA frá búðunum í Ottawa í Kanada. Þau munu virkja kallmerkið inn á milli vinnustofa eða svefntíma og eru með setta […]

,

Viðtæki yfir netið að Galtastöðum.

KiwiSDR viðtækið yfir netið með staðsetningu á Galtastöðum í Flóa, var tekið niður í lok júnímánaðar. Georg Kulp, TF3GZ leitar að nýju QTH fyrir viðtækið. Þakkir til Georgs fyrir að reka KiwiSDR viðtækin yfir netið, en hann er jafnframt eigandi og rekstraraðili KiwiSDR viðtækisins á Raufarhöfn og annars KiwiSDR viðtækjanna á Bjargtöngum. Það er vaskur […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 13. JÚLÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 13. júlí fyrir félagsmenn og gesti og verður opið á milli kl. 20-22. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthóf félagsins og raða innkomnum kortum í hólf félagsmanna. Nýjustu tímarit landsfélaga radíóamatöra í nágrannalöndunum liggja frammi. Kaffiveitingar. Töluvert liggur frammi af radíódóti, bæði niðri og í fundarsal. Verið […]

,

TF3W Í IARU HF KEPPNINNI 2023

Félagsstöðin TF3W var QRV á morsi í IARU HF Championship keppninni helgina 8.-9. júlí. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkjaði stöðina frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Notuð voru þrjú bönd: 20, 15 og 10 metrar og var þetta frumraun á nýju Yagi loftneti félagsins fyrir 18-28 MHz, sem sett var upp í síðustu viku og kom glimrandi […]

,

NÝR TURN OG NÝTT YAGI LOFTNET

Nýtt Yagi loftnet fyrir TF3IRA var reist í Skeljanesi þann 2. júlí kl. 15:44. Tengingum og stillingum var lokið í gær, 5. júlí og reyndist standbylgjuhlutfall vera 1.3 eða betra á öllum böndum. Mannvirkið er staðsett í austurhluta portsins í Skeljanesi (við enda gömlu skemmunnar). Nýja loftnetið er 9 staka Yagi frá OptiBeam, gerð OBDYA9-4, […]