GLEÐILEGT NÝTT ÁR 2011
Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra farsældar á nýju ári.
This author has not written his bio yet.
But we are proud to say that TF3JB contributed 2391 entries already.
Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra farsældar á nýju ári.
Stjórn Í.R.A. sendi erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar í dag, 30. desember, með ósk um framlengingu á núgildandi heimild til handa íslenskum leyfishöfum um aðgang að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum radíóamatöra, en núgildandi heimild frá 25. janúar s.l. rennur út 31. desember. Í annan stað, fer félagið þess á leit við stofnunina, […]
Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári.
Líkt og fram kom á þessum vettvangi 13. desember s.l., hefur Póst- og fjarskiptastofnunin (PFS) ákveðið að framlengja núverandi tímabundnar heimildir íslenskra leyfishafa í 500 kHz og 70 MHz tíðnisviðunum til tveggja ára, þ.e. út árið 2012. Heimildin á 5 MHz bandinu er jafnframt framlengd um tvö ár, en í stað 8 fastra tíðna áður, […]
Fjórir félagsmenn, sem mönnuðu TF3IRA í CQ WW DX Phone keppninni árið 1980, færðu félaginu að gjöf, innrammaða ljósmynd af hópnum sem tekin var af TF3AC (sk) eftir keppnina í þáverandi fjarskiptaherbergi félagsins við Dugguvog í Reykjavík. Í grein um niðurstöður keppninnar, sem birtist í CQ tímaritinu árið 1981, birtist ljósmynd af fjórmenningunum á forsíðu. […]
Bjarni Sverrisson, TF3GB, flutti síðasta fimmtudagserindið á vetrardagskrá félagsins á þessu ári, fimmtudagskvöldið 16. desember. Erindið nefndist “QSL kort; hönnun, framleiðsla, notkun o.fl.”. Bjarni kynnti m.a. áhugaverðar nýjungar í framleiðslu QSL korta, en tiltölulega auðvelt er nú orðið að framleiða eigin kort eftir að sérhönnuð forrit komu til sögunnar (sem m.a. eru fáanleg á netinu). […]
Áður auglýst sunnudagsopnun á morgun, 19. desember, fellur niður. Opið verður fimmtudagskvöldið 30. desember n.k. frá kl. 20:00 eins og venjulega.
Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, hefur ákveðið að hætta í stjórn Í.R.A. Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, hefur tekið sæti hans í stjórn sem meðstjórnandi. Frá þessu var gengið á stjórnarfundi í félaginu í gær, 17. desember. Sveinn Bragi hefur jafnframt, frá sama tíma, látið af störfum hvað varðar önnur verkefni sem hann hafði umsjón með. Í […]
Í desemberhefti CQ tímaritsins 2010 eru birtar niðurstöður úr CQ WW DX 160 metra keppninni árið 2010, en CW-hluti keppninnar fór fram helgina 23.-25. janúar s.l. og SSB-hlutinn helgina 26.-28. febrúar s.l. Alls sendu 7 TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu sinni, þ.e. 6 í CW-hlutanum og 1 í SSB-hlutanum, sbr. eftirfarandi skiptingu: CW Einmenningsflokkur, hámarksafl: […]
Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 16. desember kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Bjarni Sverrisson, TF3GB. Erindið nefnist “QSL kort; hönnun, framleiðsla, notkun o.fl.”. Bjarni mun m.a. kynna áhugaverðar nýjungar í framleiðslu QSL korta. Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í fundarhléi kl. 21:15. Meðlæti verður í boði Geirabakarís í Borgarnesi.
