Entries by TF3JB

,

Gjöf til Í.R.A.

Félaginu hefur borist að gjöf endurinnrömmun á fyrsta QSO’i sem haft var á RTTY frá íslenskri radíóamatörstöð, TF3IRA, þann 29. mars 1974 kl. 19:14. Sá sem hafði sambandið frá félagsstöðinni var Kristján Benediktsson, TF3KB og var það við K3KV á 14 MHz. Móttekið RST var 579; nafnið var John; og QTH nærri Philadelphia í Bandaríkjunum. […]

,

Fimmtudagserindi 9. desember fellur niður

Áður auglýst fimmtudagserindi um viðurkenningarskjöl radíóamatöra sem fyrirhugað var að halda n.k. fimmtudag, 9. desember, fellur niður. Þess í stað verður opið hús í félagsaðstöðunni. Fyrirhugað er að erindið verði á vetrardagskrá-II á tímabilinu febrúar-apríl n.k. Vetrardagskrá-I er að öðru leyti óbreytt til áramóta. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.

,

Glæsilegur árangur hjá TF3CW á 7 MHz í CQWW CW keppninni 2010

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, tók þátt í CQ World Wide DX keppninni á CW helgina 27.-28. nóvember s.l. Siggi keppti að þessu sinni í einmenningsflokki á 7 MHz á fullu afli, nánar til tekið “með aðstoð” (sem m.a. þýðir að notkun á “cluster” upplýsingum er heimil). Niðurstaðan eftir helgina var þessi: 2.811 QSO / 38 […]

,

Vel heppnuð erindi 25. nóvember og 2. desember

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Ársæll Óskarsson, TF3AO; og Haraldur Þórðarson, TF3HP sameinuðust um að flytja erindi um APRS kerfið og reynsluna af því hér á landi fimmtudagskvöldið 2. desember s.l. Umfjöllunarefnið er áhugavert og kom m.a. fram hjá þeim félögum að APRS kerfið verður að fullu uppsett alveg á næstunni – a.m.k. fyrir áramót. Vilhjálmur […]

,

TF3JA verður með fimmtudagserindið 2. desember

Næsta fimmtudagserindi verður fimmtudaginn 2. desember n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, og nefnist erindið “APRS kerfið og reynsla af því á Íslandi”. Jón Þórodd þarf vart að kynna þar sem hann hefur mikið starfað innan félagsins s.l. áratugi. Hann starfar innan félagsins í dag sem neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. Félagar, mætum stundvíslega! […]

,

ARRL CW keppnin 2010 á 160 metrum nálgast

ARRL keppnin á morsi á 160 metrum fer fram helgina 3.-5. desember n.k. Gæta þarf að því, að tímasetningar eru óvanalegar, en keppnin hefst kl. 22:00 föstudagskvöldið 3. desember og lýkur sunnudaginn 5. desember kl. 16:00. Þannig er um að ræða alls 42 klst. keppni og eru engin hlé áskilin. Sjá keppnisreglur á þessum hlekk: […]

,

TF3DX verður með fimmtudagserindið 25. nóvember

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 25. nóvember n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX og nefnist erindið “Sólblettir og útbreiðsla radíóbylgna”. Vilhjálm þarf vart að kynna félagsmönnum, það mikið hefur hann starfað fyrir félagið s.l. áratugi. Hann starfar innan félagsins í dag sem formaður prófnefndar. Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar […]

,

Heimasíða, póstlisti og eldri fréttir

Að undanförnu hafa nokkrir félagsmenn lent í vandræðum við að sækja efni og/eða að tengjast vefum Í.R.A. Hér á eftir er stuttlega fjallað um: (1) Aðgang að þeim hluta heimasíðu félagsins sem er lokaður öðrum en félagsmönnum; (2) póstlista Í.R.A.; og (3) leiðbeiningar um hvernig kalla má fram eldri fréttir á heimasíðunni. Hvað varðar aðgangskóða, […]

,

CQWW DX CW keppnin 2010 nálgast

CQWW DX CW keppnin 2010 verður haldin helgina 27.-28. nóvember n.k. Líkt og fyrri ár hefur fjöldi DX-stöðva tilkynnt um þátttöku. Ein íslensk stöð er þar á meðal, TF3CW, sem hefur tilkynnt um þátttöku í keppninni á 20 metrum. Sjá nánar á heimasíðu NG3K; http://www.ng3k.com/Misc/cqc2010.html Keppnisreglurnar hafa verið þýddar á 15 tungumál og má sjá […]

,

Glæsilegur árangur hjá TF8GX í SAC SSB keppninni

Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX, náði glæsilegum árangri í SSB-hluta Scandinavian Activity Contest (SAC) sem haldin var 8.-9. október s.l. Samkvæmt niðurstöðum keppnisnefndar SAC, þann 10. nóvember s.l., er Gulli Norðurlandameistari í einmenningsriðli í “Multiband LP” flokki á SSB árið 2010. Niðurstöður fyrir fyrstu þrjú sætin eru þessi: 1. sæti: TF8GX – 1239 QSO – 2745 […]