,

Aðalfundur Í.R.A. verður haldinn laugardaginn 21. maí n.k.

Aðalfundur Í.R.A. 2011 verður haldinn laugardaginn 21. maí n.k. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Radisson Blu hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00.
Dagskrá er eftirfarandi:
1. Kosinn fundarstjóri.
2. Kosinn fundarritari.
3. Könnuð umboð.
4. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði.
5. Formaður gefur skýrslu um stafsemi félagsins.
6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.
7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.
8. Lagabreytingar.
9. Stjórnarkjör.
10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
11. Ákvörðun árgjalds.
12. Önnur mál.
a. Inntaka nýs félagsmanns með tilvísan til ákvæðis í 7. gr. félagslaga.
Einungis skuldlausir félagar hafa kosningarrétt og kjörgengi. Skylt er að veita árgjöldum viðtöku við upphaf fundar sé þess óskað. Félagslögum verður aðeins breytt á aðalfundi, enda hafi frumvarp að nýjum eða breyttum greinum borist stjórn félagsins fyrir 15. apríl og verið dreift með aðalfundarboði. Sjá nánar ákvæði í 10., 11., 12., 13. og 26. gr. félagslaga hvað varðar framangreind atriði. Félagslög Í.R.A. eru birt á heimasíðunni, sbr. meðfylgjandi hlekk: http://www.ira.is/log-og-reglugerdir/

F.h. stjórnar Í.R.A.,
Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 + 11 =