TF3JA verður með fimmtudagserindið 1. desember
Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins er erindi Jóns Þórodds Jónssonar TF3JA neyðarfjarskiptastjóra Í.R.A. fimmtudaginn 1. desember n.k. kl. 20:30 í félagsaðstöðunni við Skeljanes. Erindið fjallar um neyðarfjarskipti radíóamatöra. Sérstakir gestir Jóns Þórodds á fundinum verða Rögnvaldur Ólafsson lögreglufulltrúi og verkefna- stjóri og Víðir Reynisson deildarstjóri, báðir starfsmenn Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra (RLR). […]
