TF3AM verður með fimmtudagserindið 12. janúar
Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 12. janúar. Þá kemur Andrés Þórarinsson, TF3AM, í Skeljanesið og nefnist erindi hans: Heimasmíði tvípóla fyrir HF í bílskúrnum (láréttra og lóðréttra). Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Andrés mun m.a. fjalla um smíði tvípóla fyrir 10m, 15m og 20m böndin úr álrörum sem keypt eru hjá efnissölum hér heima, uppsetningu 12 […]
