Entries by TF3JB

,

DXCC STAÐA TF KALLMERKJA.

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja miðast við 7. nóvember 2025. Að þessu sinni hefur staða sex kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista, þ.e. TF1A, TF2LL, TF3EO, TF3JB, TF3MH og TF3VS. Samtals er um að ræða 36 uppfærslur frá 13. október s.l. Egill Ibsen, TF3EO kemur nýr inn á DXCC listann með 3 nýjar DXCC viðurkenningar, […]

,

TF3VS FÆR 5BDXCC VIÐURKENNINGU.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS hefur fengið staðfestingu þess efnis, að búið sé að samþykkja umsókn hans um 5 banda DXCC (5BDXCC) viðurkenningu hjá ARRL. Viðurkenningin er veitt þeim leyfishöfum, sem hafa staðfest sambönd við a.m.k. 100 DXCC einingar á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Að auki hefur hann staðfest sambönd við 100 DXCC […]

,

TF1A Í SKELJANESI LAUGARDAG 8. NÓVEMBER.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mun standa fyrir „Dótadegi Ara“ í Skeljanesi laugardaginn 8. nóvember. Félagsaðstaðan verður opin frá kl. 13 til 16. Þetta verður 4. dótadagurinn í haust og er þema laugardagsins „endurvarpar“. Skoðað verður m.a. hvernig endurvarpi virkar, hvaða stillingar þarf og hvers vegna. Ari mætir á staðinn með Icom VHF endurvarpa af gerðinni […]

,

NIÐURSTAÐA ÚR PRÓFI TIL AMATÖRLEYFIS.

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis fór fram í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. nóvember 2025. Próftakar í prófinu um raffræði og radíótækni voru 20 og í prófinu um reglur og viðskipti voru 19. Alls náðu 19 árangri til amatörleyfis, þ.e. 14 til G-leyfis og 5 til N-leyfis. Árangur þeirra á prófunum, að lokinni yfirferð fulltrúa Fjarskiptastofu […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 6. NÓVEMBER.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 6. nóvember á milli kl. 20 og 22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 8.-9. NÓVEMBER.

WAE DX CONTEST, RTTY.Keppnin hefst á laugardag 8. nóvember kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 9. nóvember kl. 23:59.Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RST + raðnúmer.https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/wae-dx-contest/en FISTS SATURDAY SPRINT CONTEST. Keppnin hefst á laugardag 8. nóvember kl. 00:00 og lýkur sama dag kl. 23:59.Keppnin fer fram á […]

,

PRÓF FST TIL AMATÖRLEYFIS 1. NÓVEMBER.

Próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis var haldið í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. nóvember 2025 kl. 10:00 árdegis. Alls þreyttu 20 prófið. Niðurstöður verða birtar á þessum vettvangi strax og þær liggja fyrir. Af alls 21 þátttakanda mættu 20 aðilar til prófs. Skipulag prófdagsins var eftirfarandi: (1) Kl. 10-12 Skriflegt próf í raffræði og radíótækni. […]

,

CQ WW DX SSB KEPPNIN 2025.

Stærsta SSB keppni ársins, CQ WW DX SSB keppnin 2025 fór fram um síðustu helgi, 25.-26. október. Frestur til að skila inn keppnisdagbókum rann út á miðnætti í gær (föstudag). Skilað var gögnum fyrir 9 TF kallmerki í 6 mismunandi keppnisflokkum, sbr. meðfylgjandi töflu. Stjórn ÍRA.

,

UPPSKERUHÁTÍÐ Í SKELJANESI.

„Uppskeruhátið“ ÍRA haustið 2025 fór fram í félagsaðstöðunni Skeljanesi fimmtudaginn 30. október. Til afhendingar voru viðurkenningaskjöl fyrir bestan árangur í fjarskiptaleikum félagsins á árinu; Vorleikum, Sumarleikum og TF útileikum. Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður setti dagskrána stundvíslega kl. 20:30 og bauð félagsmenn velkomna. Að því búnu fluttu þeir Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikana og Hrafnkell […]

,

PRÓF TIL LEYFIS RADÍÓAMATÖRA LAUGARDAGINN 1. NÓVEMBER.

Próf fyrir leyfi radíóamatöra fara fram laugardaginn 1. nóvember 2025 í Háskólanum í Reykjavík, kennslustofu M106. Væntanlegir þátttakendur skrái sig í próf ekki síðar en við lok miðvikudags 29. október, með því að senda tölvupóst með fullu nafni og símanúmeri á netfang landsfélags radíóamatöra ÍRA, ira@ira.is  eða hafi samband við félagið með öðrum hætti. Ef […]