Entries by TF3JB

,

Glæsilegur árangur TF2RR, 11. sæti í Evrópu

Þrjár íslenskar stöðvar skiluðu gögnum til keppnisnefndar CQ tímaritsins vegna þátttöku í CQ World-Wide DX RTTY keppninni 2012, sem haldin var helgina 29.-30. september síðastliðinn. Í marshefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr keppninni. Samkvæmt þeim, náði TF2RR 11. sæti yfir Evrópu og 14. sæti yfir heiminn í sínum keppnisflokki. Að baki þessum árangri voru 2.968 QSO og 3,382,323 heildarstig. […]

,

TF5RPD á Vaðlaheiði QRV á ný

Endurvarpi félagsins í Vaðlaheiði, TF5RPD, var gangsettur á ný þann 1. mars. Hann hafði þá verið úti um nokkurn tíma. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar, TF3GS,hafði aflgjafinn slegið út. Hann segir að allt virðist nú í góðu lagi, m.a. auðkenni á morsi. Endurvarpinn hefur annars gengið mjög vel eftir að hann var settur yfir á „stóra” loftnetið sem tengt var […]

,

Vel heppnaður sunnudagur í Skeljanesi

Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO, stýrði 1. sunnudagsopnun vetrarins í Skeljanesi þann 3. mars. Yfirskrift viðburðarins var kynning á Kenwood „Sky Command System II+”. Dagskráin var þrískipt. Fyrst greinargóð PowerPoint kynning, síðan fluttu viðstaddir sig upp í fjarskiptaherbergi TF3IRA og loks niður í stóra sófasettið á 1. hæð þar sem í boði var kaffi og meðlæti. Fram kom m.a., […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3HRY

Vetrardagskrá Í.R.A. var haldið áfram í félagsaðstöðunni fimmtudagskvöldið 18. febrúar. Að þessu sinni kom Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY, í Skeljanes með erindi sem hann nefndi: „Væntanlegt stafrænt sjónvarp á Íslandi”. Erindið var afar fróðlegt og áhugavert. Henry er hvorutveggja vel heima í fræðunum og áhugasamur um viðfangsefnið. Hann útskýrði vel tæknilegar forsendur og möguleika stafræns sjónvarps umfram hliðræntog þá möguleika sem […]

,

TF3JB verður með fimmtudagserindið

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 7. mars n.k. kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Fyrirlesari kvöldsins er Jónas Bjarnason, TF3JB og nefnist erindi hans: „Nýju böndin á 4, 60 og 630 metrum”. Sérstakar tímabundnar sérheimildir íslenskra radíóamatöra á 5 MHz (60 metrum) og á 70 MHz (4 metrum) voru nýverið endurnýjaðar af Póst- og fjarskiptastofnun fyrir almanaksárin 2013 og 2014. Ennfremur var […]

,

Safnað fyrir RF magnara fyrir TF3IRA

Eins og fram kom í síðasta mánuði, er áhugi fyrir að félagsstöðin, TF3IRA, eignist nýjan RF magnara. Nokkrir félagar hafa tekið sig saman og hrint af stað söfnun til að létta undir með félagssjóði og hjálpa til við að fjármagna kaupin. Markmiðið er að safna allt að 300 þúsund krónum og þá geti félagssjóður brúað […]

,

TF3WO verður á 1. sunnudagsopnun vetrarins

1. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 3. mars n.k. kl. 10:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO, mætir í sófaumræður og kynnir Skycommand System II+ frá Kenwood. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi. Kenwood kynnti SkyCommand kerfið árið 2005 í Bandaríkjunum. Það gerir notendum TS-2000/2000X/B2000 stöðva […]

,

ARRL SSB keppnin 2013 verður um helgina

SSB hluti ARRL International DX keppninnar 2013 verður haldinn um komandi helgi, 2.-3. mars n.k. Keppnin stendur í tvo sólarhringa, hefst á miðnætti á laugardag (kl. 00:00) og lýkur á sunnudagskvöld kl. 23:59. Markmiðið er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tveimur sólarhringum við aðrar amatörstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada. Mest er hægt […]

,

TF3HRY verður með fimmtudagserindið

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 28. febrúar n.k. kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Fyrirlesari kvöldsins er Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY og nefnist erindi hans: „Væntanlegt stafrænt sjónvarp á Íslandi”. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að taka frá næstkomandi fimmtudagskvöld og mæta stundvíslega í félagsaðstöðuna. Kaffiveitingar.

,

TF3IRA QRO á ný á 10-160 metrum

Í dag, 23. febrúar, fóru fram skipti á RF mögnurum við félagsstöðina TF3IRA. Harris RF-110A magnari félagsins sem hafði verið til skoðunar og yfirferðar hjá Bjarna Magnússyni, TF3BM að undanförnu, kom aftur í Skeljanes í dag. Á meðan magnarinn var til meðferðar hjá Bjarna, lánaði hann félaginu samskonar tæki. Bjarni segir, að magnarinn sé nú jafngóður og nýr og gefi […]