Glæsilegur árangur TF2RR, 11. sæti í Evrópu
Þrjár íslenskar stöðvar skiluðu gögnum til keppnisnefndar CQ tímaritsins vegna þátttöku í CQ World-Wide DX RTTY keppninni 2012, sem haldin var helgina 29.-30. september síðastliðinn. Í marshefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr keppninni. Samkvæmt þeim, náði TF2RR 11. sæti yfir Evrópu og 14. sæti yfir heiminn í sínum keppnisflokki. Að baki þessum árangri voru 2.968 QSO og 3,382,323 heildarstig. […]
