Entries by TF3JB

,

Rýmkun tíðniheimildar á 70 MHz í höfn

ÍRA hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun í dag 9. október 2018 þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt heimild til notkunar á tíðnisviðinu 70.000-70.250 MHz. Fyrri heimild frá 19.2.2010 var fyrir 70.000-70.200 MHz. Þessi breyting kemur í kjölfar beiðni félagsins um rýmkun tíðniheimildar. Þá er almenn heimild til okkar  á 70 MHz framlengd […]

,

3. tölublað CQ TF komið út

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 3. tölublaðs CQ TF 2018, sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. Margir hafa lagt hönd á plóg og mörgum ber að þakka, en sér í lagi TF3VS sem annaðist umbrotsvinnu. CQ TF er að þessu sinni 57 blaðsíður að stærð. Blaðið má […]

,

TF3EK verður í Skeljanesi 11. október

Fyrsti viðburður á nýrri vetrardagskrá ÍRA verður haldinn í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 11. október. Þá mætir Einar Kjartansson TF3EK á staðinn  og kynnir úrslit í TF útileikunum 2018 og veitir viðurkenningar félagsins. Síðan er hugmyndin að ræða stuttlega hvort menn vilja eitthvað breyta núverandi fyrirkomulagi eða keppnisreglum fyrir leikana 2019, en þá verða liðin 40 ár […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS FRESTAST

ÍRA auglýsti eftir áhuga á að taka þátt í námskeiði til amatörprófs þann 17. september. Tíu dögum síðar var fresturinn framlengdur til 2. október. Fyrirspurnir voru nokkrar, en aðeins tveir skráðu sig. Þetta kemur ekki á óvart þar sem námskeiðshald hefur verið mjög þétt undanfarin misseri. Í ljósi þessa hefur verið ákveðið, í samráði við […]

,

“Fínn óformlegur laugardagur…”

Það var TF1A sem tók svona til orða þegar við yfirgáfum félagsaðstöðuna í Skeljanesi í gær, laugardag, rétt fyrir kl. 18. Alls höfðu 19 félagar mætt á staðinn þegar yfir lauk. Eftirfarandi var komið í verk: Nýtt Diamond VHF/UHF loftnet félagsins var sett upp og staðfest (með mælingum) að RG-8/U fæðilínan var í lagi. TF3CE […]

,

SKELJANES Á MORGUN, LAUGARDAG

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Jón G. Guðmundsson, TF3LM, verða með viðburð í Skeljanesi á morgun, laugardaginn 29. september, frá kl. 14. Hugmyndin er m.a. að setja upp VHF loftnet á staðnum og gera mælingar. Vandaðir loftnetsgreinar verða á staðnum og önnur mælitæki. Nýtt stangarloftnet TF3IRA (sem kom til landsins í síðustu viku) verður til […]

,

Reidar J. Óskarsson, TF8RO, er látinn

Reidar J. Óskarsson, TF8RO, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Sveinbjörn Jónsson, TF8V, hefur sent erindi til félagsins þess efnis, að Reidar hafi orðið bráðkvaddur. Hann var á 75. aldursári, leyfishafi nr. 278. Um leið og við minnumst Reidars með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar, […]

,

Skráning framlengd til 2. október.

Skráning á námskeið ÍRA til amatörprófs sem átti að ljúka 25. september hefur verið framlengd til 2. október n.k. Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Ath. að skráningu fylgir engin skuldbinding, en veitir félaginu mikilvægar upplýsingar um fyrirhugaðan fjölda nemenda. Félagið setur þann fyrirvara um námskeiðshald, að […]

,

Tiltekt lokið í Skeljanesi

Það tókst að ljúka stórum áfanga skömmu fyrir opnun félagsaðstöðunnar í Skeljanesi þann 20. september. Fyrr um daginn lauk vinnu við uppröðun húsgagna og tækja í fjarskiptaherbergi félagstöðvarinnar, TF3IRA, samkvæmt nýju skipulagi. Þessi dagur, 20. september, markar á vissan hátt tímamót því þar með er lokið vinnu á vegum nýrrar stjórnar ÍRA við þrif, tiltekt, […]

,

Námskeið til amatörprófs

Í samræmi við starfsáætlun stjórnar ÍRA og að höfðu samráði við Prófnefnd og Umsjónarmann námskeiða, hefur verið ákveðið að kanna áhuga á þátttöku í námskeiði til amatörprófs. Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist 12. október og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar 15. desember. Kennt verður tvo daga í viku í húsnæði Háskólans í Reykjavík, kl. […]