Entries by TF3JB

,

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs er hafið

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs var formlega sett þriðjudaginn 12. febrúar í Háskólanum í Reykjavík. Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður félagsins flutti stutt ávarp þar sem hann vék m.a. að mikilvægi amatör radíós sem vísindalegs áhugamáls, hvorutveggja fyrir þátttakendur og samfélagið í heild. Að því loknu hófst fyrsta kennslustundin sem var í höndum Kristins Andersen, TF3KX. Námskeiðið stendur yfir til 3. […]

,

TF1RPB í Bláfjöllum QRV á nýrri tíðni

Endurvarpinn TF1RPB varð QRV á ný í dag, fimmtudaginn 14. febrúar, kl. 12:20. Þær breytingar hafa verið gerðar, að “Páll” hefur fengið nýjar vinnutíðnir. Nýja tíðnin til að lykla Pál er nú 145.050 MHz og nýja tíðnin sem endurvarpinn sendir út á, er 145.650 MHz. Breytingin hefur verið tilkynnt til Póst- og fjarskiptastofnunar. Sama tónlæsing er notuð og áður, þ.e. […]

,

Safnað fyrir RF magnara fyrir TF3IRA

Eins og fram kom nýlega, er áhugi er fyrir að félagsstöðin, TF3IRA, eignist nýjan magnara. Nokkrir félagar hafa tekið sig saman og ákveðið að hrinda af stað söfnun sem geti létt undir með félagssjóði og hjálpað til við að fjármagna kaupin. Markmiðið er að safna allt að 300 þúsund krónum og þá geti félagssjóður brúað bilið upp á […]

,

TF1RPB í Bláfjöllum í hvíld – uppfærð frétt

Slökkt var á TF1RPB í Bláfjöllum í morgun, 13. febrúar, kl. 10:30. Endurvarpinn verður hafður í hvíld þar til gengið hefur verið úr skugga um að hann trufli örugglega ekki aðrar þjónustur. Á meðan Bláfjöll verða úti, er TF3RPI sem er staðsettur í Ljósheimum í Reykjavík,til þjónustu. Hann notar tíðnirnar: 145.075 MHz (RX) og 145.675 MHz (TX). Notuð […]

,

TF3CW QRV frá TF3W í ARRL DX morskeppninni

Morshluti ARRL International DX keppninnar 2013 verður haldinn um komandi helgi, 16.-17. febrúar n.k. ARRL keppnin er tveggja sólarhringa keppni og hefst á miðnætti á laugardag (kl. 00:00) og lýkur á sunnudagskvöld kl. 23:59. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, verður QRV frá félagsstöðinni TF3W í keppninni, og hóf hann undirbúninginn þegar fyrir rúmri viku. Markmið keppninnar er að hafa eins […]

,

TF3DX verður með fimmtudagserindið

Næsti viðburður á yfirstandandi vetrardagskrá Í.R.A. verður haldinn í félagsaðstöðuinni í Skeljanesi,  fimmtudaginn 14. febrúar kl. 20:30. Þá flytur Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX,erindi sitt, sem hann nefnir: “Sögur úr bílnum” í máli og myndum. Sjá nánar neðar. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að láta þennan viðburð ekki fram hjá sér fara og mæta stundvíslega. Vilhjálmur Þór hefur náð […]

,

Örfá sæti laus á námskeiði Í.R.A. til amatörprófs

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs hefst þriðjudaginn 12. febrúar í Háskólanum í Reykjavík. Kennt verður í stofu V108 sem er staðsett á 1. hæð byggingarinnar. Kennt verður á þriðjudögum og föstudögum til og með 3. maí. Kennsla hefst (öll 23 skiptin) kl. 18:30 og lýkur kl. 20:30, en þátttakendur eru beðnir um að reikna með að í einstaka tilvikum fari […]

,

CQ World-Wide RTTY WPX keppnin 2013

CQ World-Wide RTTY WPX keppnin 2013 verður haldin um helgina 9.-10. febrúar. Keppnin er tveggja sólarhringa keppni og er markmiðið að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heim- inn með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt. Keppnin hefst á 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. RTTY keppnin sker […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3VS

Vetrardagskrá Í.R.A. var haldið áfram í félagsaðstöðunni fimmtudagskvöldið 7. febrúar. Að þessu sinni kom Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, í Skeljanes með erindi sem hann nefndi: PSK-31 og aðrar tegundir stafrænnar mótunar fyrir byrjendur. Erindið var bæði fróðlegt og áhugavert. Vilhjálmur er vel heima í þessari tegund mótunar (sem og öðrum stafrænum tegundum) þar sem hann var með fyrstu radíóamatörum í heiminum sem varð […]

, ,

Morsæfingar TF3SA hefjast þann 11. febrúar

Stefán Arndal, TF3SA, byrjar útsendingar morsæfinga á 3540 kHz mánudaginn 11. febrúar n.k. Æfingarnar verða í boði alla mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga til og með 15. mars n.k. og hefjast stundvíslega kl. 21:00. Sendingarkvöld verða alls tuttugu, sbr. töflu. Hugmyndin með æfingunum er að aðstoða félagsmenn við að ná upp leikni í viðtöku morsmerkja fyrir stöðutöku í morsi sem […]