Entries by TF3JB

,

TF3AM í Skeljanesi á fimmtudagskvöld

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður haldið i fimmtudaginn 1. nóvember. Þá mætir Andrés Þórarinsson, TF3AM í Skeljanes og nefnist erindi hans „Ferðaloftnet á stuttbylgjuböndum“. Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Stjórn ÍRA hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Veglegar kaffiveitingar.

,

Áhugaverðar niðurstöður mælinga

Jón G. Guðmundsson TF3LM mætti í Skeljanes fimmtudaginn 25. október og fór yfir niðurstöður mælinga alls 19 VHF og VHF/UHF handstöðva, auk 2 VHF bílstöðva, sem gerðar voru á laugardagsopnum í félagsaðstöðunni þann 1. september s.l. Um var að ræða sameiginlegt verkefni þeirra TF1A. Skýrt var frá helstu niðurstöðum í máli og myndum. Athyglisvert var […]

,

CQ World Wide SSB keppnin 2018 um helgina

CQ World Wide SSB keppnin 2018 verður haldin 27.-28. október. Keppnin er 48 klst. keppni og hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. CQ WW fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings- og fleirmenningsþáttöku (sjá reglur). Þátttaka var góð […]

,

TF3LM Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Jón G. Guðmundsson, TF3LM, heimsækir okkur í Skeljanes fimmtudaginn 25. október. Hann segir m.a. frá niðurstöðum mælinga á yfirsveiflum VHF/UHF stöðva sem gerðar voru nokkra laugardaga í sumar í félagsaðstöðunni. Félagsmenn fjölmennið, dagskráin hefst stundvíslega kl. 20:30. Vandaðar kaffiveitingar. Stjórn ÍRA.

,

Formaður SRAL í heimsókn hjá ÍRA

Merja „Memma“ Koivaara, OH1EG, heimsótti ÍRA 20. október ásamt dóttur sinni Sini Koivaara, OH1KDT. Memma er formaður Suomen Radioamatooriliitto, SRAL, systurfélags ÍRA í Finnlandi. Þær mæðgur komu einmitt í Skeljanes síðdegis laugardaginn 20. október, þegar JOTA viðburðurinn stóð sem hæst og voru yfir sig hrifnar af því hve mikið var um að vera. TF3JB og […]

,

JOTA 2018 – LÍF OG FJÖR Í SKELJANESI

Líf og fjör var í Skeljanesi laugardaginn 20. október þegar skátar fjölmenntu á staðinn. Tilefnið var JOTA „Jamboree-On-The-Air“. JOTA er, þegar skátar tala við aðra skáta í heiminum um fjarskiptastöðvar í tíðnisviðum radíóamatöra undir eftirliti og með aðstoð þeirra. Skilyrði til fjarskipta voru ágæt enda voru höfð sambönd um allan heim, þ.á.m. við Ástralíu. Samhliða […]

,

Frábær ferðasaga á fimmtudegi

Anna Henriksdóttir, TF3VB, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 18. október og sagði ferðasögu þeirra Völu Drafnar Hauksdóttur, TF3VD, með YL-leiðangri til eyjunnar Noirmoutier í Frakklandi 25.-31. ágúst. Þær stöllur voru hluti af 14 kvenna hópi frá Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Íslandi sem virkjuðu kallmerkið TM65YL (IOTA EU-064). Hópurinn hafði alls yfir 5000 QSO þrátt fyrir óhagstæð […]

,

Laugardagur: Skátar koma í Skeljanes

Skátar koma í Skeljanes laugardaginn 20. október. Húsið verður opið frá kl. 10 árdegis. Það er JOTA „Jamboree-On-The-Air“ viðburðurinn sem verður haldinn í 61. sinn þessa helgi. JOTA er, þegar skátar tala við aðra skáta í heiminum um fjarskiptastöðvar í tíðnisviðum radíóamatöra undir eftirliti og með aðstoð þeirra. Búist er við þátttöku um einnar milljónar […]

,

Ferðasaga frá Frakklandi – 18. október

Anna Henriksdóttir TF3VA og Vala Dröfn Hauksdóttir TF3VD heimsækja okkur í Skeljanes fimmtudaginn 18. október. Þær segja okkur ferðasöguna frá DX-leiðangri til L´Île de Noirmoutier í Frakklandi 25. – 31. ágúst 2018 í máli og myndum. Þar voru þær stöllur í hópi 12 annarra YL‘s sem virkjuðu kallmerkið TM64YL. Félagsmenn fjölmennið, dagskráin hefst stundvíslega kl. […]

,

Vetrardagskrá ÍRA hófst 11. október 2018

Vetrardagskrá ÍRA hófst 11. október með því að Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður félagsins bauð viðstadda velkomna. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður TF útileikanna kynnti úrslit 2018 og Óskar Sverrisson, TF3DC, varaformaður félagsins, afhenti viðurkenningar. Niðurstöður fyrir þrjú efstu sætin: 1. Georg Magnússon, TF2LL, 728 heildarstig. 2. Einar Kjartansson, TF3EK, 320 heildarstig. 3. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, 294 […]