Entries by TF3JB

,

Vetrardagskrá Í.R.A. tímabilið janúar-maí 2013

Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið janúar-maí 2013 liggur fyrir. Hún hefst að þessu sinni fimmtudaginn 24. janúar og lýkur fimmtudaginn 2. maí. Samkvæmt dagskránni verða alls í boði 20 viðburðir, þ.e. erindi, sunnudagsopnanir, hraðnámskeið, opið hús, sérstakur fimmtudagsfundur, DVD heimildarmynd og stöðutaka í morsi. Sunnudagsopnanir félagsaðstöðunnar hefjast á ný um miðjan febrúar og lýkur í byrjun apríl. Ánægjulegt er að geta […]

,

Sérstakar heimildir á 4, 60 og 160 metrum

Að gefnu tilefni er vakin athygli leyfishafa á að sækja þarf sérstaklega um heimild(ir) til notkunar á neðangreindum tíðnisviðum, sem Póst- og fjarskiptastofnuni hefur nýlega úthlutað til tímabundinnar notkunar hér á landi: 1850-1900 kHz (á 160 metrum) í tilgreindum alþjóðlegum keppnum. Heimild dags. 9.11.12 gildir fyrir almanaksárið 2013. 5260-5410 kHz (á 60 metrum). Heimild dags. 13.11.12 gildir […]

,

Skilafrestur í CQ TF er sunnudagur 30. desember

Skilafrestur efnis í janúarhefti félagsblaðsins okkar, CQ TF, 1. tbl. 2013 er nk. sunnudag, 30. desember. Félagsmenn eru hvattir til að leggja til efni, annaðhvort með því að skrifa sjálfir, senda ritstjóra línu eða slá á þráðinn. Hér eru dæmi um nokkur atriði sem áhugavert væri að heyra um frá félögum okkar… Áhugavert samband í loftinu nýlega? […]

,

Jóla- og nýárskveðjur.

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudaginn 3. janúar 2013.

,

Skráningu lýkur föstudaginn 28. desember

Fyrirhugað er að Í.R.A. bjóði upp á námskeiðið til amatörprófs, sem standi yfir frá febrúar til apríl n.k. og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar laugardaginn 4. maí 2013. Námskeiðið verður kvöldnámskeið og verður kennt tvö kvöld í viku, 2 kennslustundir í senn. Það verður opið öllum og ekki eru gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. […]

,

Orðsending frá gjaldkera.

Gjaldkeri minnir á að eindagi félagsgjalda var þann 1. september s.l. og brátt er árið á enda. Innheimt er samkvæmt tvennskonar félagsaðild, þ.e. fyrir félagsmenn á aldrinum 16-66 ára og fyrir félagsmenn á aldrinum 67 ára og eldri, maka félagsmanna og yngra fólk en 16 ára. Fyrrnefndi hópurinn greiðir fullt gjald, 6000 krónur og síðarnefndi hópurinn hálft gjald, 3000 […]

,

Endurnýjun tímabundinna sérheimilda

Athygli leyfishafa er vakin á því að sækja þarf sérstaklega um heimild(ir) til notkunar á eftirtöldum tíðnisviðum sem eru til tímabundinnar úthlutunar, ýmist á árinu 2013 eða á árunum 2013-2014. Leyfishöfum sem hafa heimildir Póst- og fjarskiptastofnunar til að vinna í einhverju eða öllum þessara tíðnisviða (sem renna út þann 31. desemeber n.k.) er góðfúslega […]

,

Skráning opin til 28. desember n.k.

Stjórn Í.R.A. samþykkti nýlega á fundi sínum, að félagið bjóði á næstunni upp á námskeið til undirbúnings amatörprófs. Fyrirhugað er að námskeiðið standi yfir um 10 vikna skeið, frá febrúar til apríl n.k. og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar laugardaginn 4. maí 2013. Námskeiðið verður kvöldnámskeið og verður kennt tvö kvöld í viku, 2 […]

,

Jólakaffi Í.R.A. verður á fimmtudag

Síðasti viðburður á yfirstandandi vetrardagskrá er jólakaffi Í.R.A. sem haldið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 13. desember næstkomandi. Húsið verður opnað kl. 20:00 að venju. Þetta verður jafnframt síðasta opnun félagsaðstöðunnar á þessu ári en hún verður næst opin fimmtudaginn 3. janúar 2013. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.