Entries by TF3JB

,

STÆRSTA MORSKEPPNI ÁRSINS

CQ WORLD WIDE DX CW keppnin 2020 er framundan, helgina 28.-29. nóvember n.k. Þetta er stærsta morskeppni ársins. Batnandi skilyrði og aukin þátttaka fyrir áhrif COVID-19 gefa von um spennandi viðburð. Um er að ræða 48 klst. keppni sem sem hefst kl. 00:00 laugardaginn 28. nóvember og lýkur kl. 23:59 á sunnudaginn 29. nóvember. Keppnin […]

,

QSL KORT TF3S BÁRUST TIL ÍRA

Aðstandendur Stefáns Þórhallssonar, TF3S komu kassa með QSL kortum á framfæri við stjórn félagins 21. nóvember. Um er að ræða nokkur hundruð DX kort og 12 kort frá íslenskum leyfishöfum; staðfest sambönd frá 1950-2015 eða í 65 ár. Stefán lést 2015. Um er að ræða sambönd á tali (AM, SSB) og á morsi (CW). Töluvert […]

,

TF3IRA FÆR VIÐURKENNINGAR

Nýlega voru kynntar uppfærðar niðurstöður fyrir TF kallmerki hér á síðunni hvað varðar nokkrar af eftirsóttustu viðurkenningum radíóamatöra. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins hefur upplýst, að félagsstöðin TF3IRA geti nú sótt um tvær af þessum viðurkenningum. Það eru: 5 banda DXCC frá ARRL (5BDXCC);5 banda WORKED ALL ZONES frá CQ; 5BWAZ (167 svæði). Til […]

,

VEL HEPPNAÐ NETSPJALL

Ágúst H. Bjarnason, TF3OM efndi til óformlegs „netstpjalls“ meðal félagsmanna ÍRA fimmtudaginn 19. nóvember. Hann ræddi hugmyndina fyrst 7. þ.m. á FB síðu félagsins og svo á ný 10 dögum síðar þegar hann skrifaði: „Ég stefni á að boða til óformlegs hittings eða spjalls næsta fimmtudag 19/11 klukkan 20:00“. Í stuttu máli sagt, fór viðburðurinn […]

,

VÍSBENDINGAR UM OPNUN 3. DESEMBER

. . Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð áfram næstu tvo fimmtudaga, þ.e. 19. og 26. nóvember vegna Covid-19 faraldursins. Góðar vísbendingar eru um að sóttvarnalæknir muni slaka á kröfum vegna farsóttarinnar í nýrri umsögn til heilbrigðisráðherra í lok mánaðarins (eða fyrr). Gangi mál á besta veg, ættum við að geta […]

,

VERÐUR LOTA 25 RISASTÓR?

Dr. Scott McInthoch, aðstoðarforstjóri National Center for Athmospheric Research; High Altitude Observeratory, flutti erindi yfir netið á vegum Front Range 6 Meter Group í Bandaríkjunum þann 11. nóvember s.l. Yfirskrift erindis hans er: “Solar Cycle 25 Prediction and Why It Will Be Huge!” Efnið er mjög áhugavert og sérstaklega, að nýbyrjuð lota 25 verði ein […]

,

ÁHUGAVERÐ SKILYRÐI Á 160M

Síðustu vikur hefur Fux og sólblettafjöldi verið með því mesta sem hefur sést í meir en 3 ár. Góð skilyrði hafa verið á HF allt upp í 28 MHz. Árstíðabundin skilyrði á lægri böndunum eru að auki farin að skila sér. Góð skilyrði hafa verið á 160 metrum að undanförnu og TF stöðvar hafa m.a. […]

,

WAE RTTY KEPPNIN ER UM HELGINA

Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. RTTY hlutinn verður haldinn 14.-15. nóvember. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð í mest 36 klst. Keppnin fer fram á 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Þótt markmiðið sé að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, er gerð undantekning í […]

,

VIÐTÆKIÐ Í BLÁFJÖLLUM KOMIÐ Í LAG

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A  tilkynnti á FB síðum í kvöld 10. nóvember að KiwiSDR viðtækið í Bláfjöllum væri komið í lag. Viðtækið var upphaflega sett upp 27. júní s.l. með bráðabirgðaloftneti . Þann 8. október því skipt út fyrir nýtt LW loftnet en þá komu upp truflanir þar sem mikið RF svið er á fjallinu. […]

,

JOHN ON4UN ER LÁTINN

Íslandsvinurinn John Devoldere, ON4UN hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Claude, ON4CK, formaður landsfélags radíóamatöra í Belgíu (UBA) tilkynnti um lát hans í dag, þriðjudaginn 10. nóvember. John var á 80. aldursári. Margir íslenskir leyfishafar þekktu John og höfðu sambönd við hann í gegnum áratugina en John var mikill CW maður, auk […]