ÁRAMÓTASENDING – NÝR SKILADAGUR.
Fjölmargir félagsmenn hafa óskað eftir meiri tíma til að ganga frá QSL kortum. Í ljósi þess verður síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar fimmtudagurinn 11. mars 2021.
Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi það kvöld verða örugg með að komast í flokkun og til útsendingar fyrir páska. Þá verða öll kort sem borist hafa til QSL stofunnar (þ.á.m. til smærri staða) póstlögð til kortastofa systurfélaganna. Gjaldskrá er óbreytt, 10 krónur á kort, sama verð hvert sem er í heiminum.
Fyrirvari er gerður ef aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 hamla því að þessi áætlun gangi eftir.
Ofangreindu til staðfestingar,
Mathías Hagvaag, TF3MH,
QSL stjóri ÍRA.
Vefslóð á skilagrein til útprentunar: Skilagrein-form.pdf
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!