Entries by TF3JB

,

ARRL 160M KEPPNIN Á MORSI

ARRL 160 metra keppnin á morsi hefst föstudag 4. desember kl. 22:00 og lýkur sunnudag 6. desember kl. 16:00. Þetta er 42 klst. keppni þar sem markmiðið er að hafa sambönd við sem flestar stöðvar í Norður-Ameríku (W/VE). Einvörðungu sambönd við stöðvar í Norður-Ameríku gilda til stiga og sem margfaldarar. Undantekningar eru stöðvar í Alaska […]

,

TF3YOTA QRV UM OSCAR 100

Kallmerkið TF3YOTA var virkjað í gær (1. desember) um gervihnöttinn ES‘hail-2 / Oscar 100. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA setti stöðina í loftið frá Skeljanesi. Viðburðurinn gekk með ágætum og náðust sambönd við alls 55 stöðvar í 19 þjóðlöndum. Lengstu samböndin voru við radíóamatöra í Suður-Afríku (ZS6), Brasilíu (PS8), Indlandi (VU2), Ísrael (4Z4) og Asíu-Rússlandi […]

,

LÍKUR Á OPNUN 10. DESEMBER

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð næsta fimmtudag, 3. desember vegna Covid-19 faraldursins. Líkur aukast á að slakað verði á kröfum vegna faraldursins eftir að framlengingu reglugerðar heilbrigðisráðherra lýkur þann 9. desember. Gangi mál á besta veg, bindum við vonir við að geta opnað á ný 10. desember n.k. Það er […]

,

CQ WW DX CW KEPPNIN 2020

Stærsta morskeppni ársins, CQ WORLD WIDE DX keppnin fór fram helgina 28.-29. nóvember. Um er að ræða 48 klst. keppni á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndunum. A.m.k. 10 TF kallmerki voru á meðal þátttakenda: TF1AM, TF3AO, TF3DC, TF3EO, TF3JB, TF3SG, TF3VS, TF3W, TF3Y og TF8KY. Fjölmargir keppnisriðlar voru í boði og […]

,

KIWISDR VIÐTÆKIÐ Í BLÁFJÖLLUM

KiwiSDR viðtækið í Bláfjöllum hefur verið úti síðan á miðvikudag (25.11.). Þeir félagar, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Georg Kulp TF3GZ gerðu ferð á fjallið í dag (29.11.) í erfiðum veðurskilyrðum til að kanna með stöðu mála. Í ljós kom, að kassinn sem hýsir viðtækið heldur ekki frá raka (þrátt fyrir búnað til þess). Ekki […]

,

NÁMSKEIÐ ÍRA TIL AMATÖRPRÓFS

Stjórn ÍRA samþykkti á fundi 24. þ.m., að fara þess á leit við prófnefnd félagsins að gengist verði fyrir námskeiði til amatörprófs á vori komanda. Miðað er við að námskeiðið verði haldið í húsnæði Háskólans í Reykjavík líkt og verið hefur frá árinu 2013. Verði kórónaveiran COVID-19 hins vegar enn hamlandi á þeim tíma, verður […]

,

GÓÐ MÆTING Á NETSPJALL KVÖLDSINS

Jón Björnsson, TF3PW bauð til netspjalls 26. nóvember kl. 20:00. Notað var vefforritið Zoom sem sækja má frítt á netið. Góð mæting var og skráðu sig alls níu félagsmenn á fundinn sem stóð í rúmlega 1 klst. og 45 mínútur. Eins og við var að búast var umfjöllunarefnið margvíslegt þótt engin sérstök dagskrá hafi verið […]

,

NETSPJALL FIMMTUDAG 26. NÓVEMBER

Ágúst H. Bjarnason, TF3OM opnaði og stjórnaði netspjalli fyrir félagsmenn s.l. fimmtudag sem gekk prýðilega vel. Jón Björnsson, TF3PW ætlar að opna netspjall í kvöld kl. 20:00 fimmtudaginn 26. nóvember. Notað veður vefforritið Zoom sem má sækja frítt á netið. Þátttaka er möguleg frá tölvu eða GSM síma. Engin sérstök dagskrá er fyrirhuguð, en hugmyndin […]

,

TF3YOTA Í LOFTINU Í DESEMBER

Kallmerki með viðskeytið „YOTA“ verða áberandi á böndunum í desembermánuði. ÍRA hefur tekið þátt í viðburðinum frá upphafi (2018) með starfrækslu kallmerkisins TF3YOTA. Elín Sigurðardóttir TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA, mun setja TF3YOTA í loftið frá Skeljanesi þegar 1. desember og byrjar með samböndum í gegnum OSCAR-100 gervihnöttinn. Hún verður jafnframt QRV á 20 metrum SSB í […]

,

GÓÐ SKILYRÐI NÆSTU DAGA

Skilyrðin á HF byrjuðu að batna í byrjun október s.l. Aðeins er tæpt 1 ár síðan við vorum í botni 11 ára sólblettasveiflunnar, þannig að ekki var búist við batnandi skilyrðum þetta fljótt. Síðustu daga féllu skilyrðin nokkuð en eru á uppleið. Í dag (23.11.) stendur Flux‘inn í 94 og sólblettafjöldi í 35. Líkt og […]