Entries by TF3JB

,

STÆRRA LOFTNET VIÐ APRS STÖÐ ÍRA

TF3IRA-1Ø, APRS stöð félagsins, hefur fengið stærra loftnet til afnota. Það er Diamond X-700HN VHF/UHF húsloftnet sem er 7.20 metrar á hæð, samsett úr fjórum “stökkuðum” 5/8 netum, með 9.3 dBi ávinning á VHF. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A annaðist breytinguna í samráði við Guðmund Sigurðsson, TF3GS VHF stjóra ÍRA í dag, 20. desember. Hugmyndin er […]

,

GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári 2021. Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudaginn 14. janúar n.k. ef aðstæður leyfa. Stjórn ÍRA.

,

GÓÐ ÞÁTTTAKA Í VEFSPJALLI

Jón Björnsson, TF3PW bauð til síðasta netspjalls ársins 2020 fimmtudaginn 17. desember. Notað var vefforritið Zoom sem sækja má frítt á netið. Góð mæting var og skráðu sig 11 félagsmenn á fundinn sem stóð í rúmar 2,5 klst. Flestir voru Í Reykjavík, en einnig mættu félagar á Reykjanesi, Suðurlandi og Vesturlandi. Þótt ekki hafi verið […]

,

RADÍÓVITINN 7Z1AL/B QRV

Með batnandi skilyrðum á HF er spennandi að fylgjast með skilyrðunum á 10 metrum, t.d. með því að hlusta eftir merkjum frá þeim mörgu radíóvitum sem þar eru í boði. Einn þeirra er 7Z1AL/B sem nú hefur hefur verið gangsettur á ný. QRG er 28.212 MHz. Sendiafl er 10W og loftnet er ¼-λ stangar-loftnet. Lyklun: […]

,

NETSPJALL Í BOÐI 17. DESEMBER

Jón Björnsson, TF3PW býður upp á netspjall fimmtudaginn 17. desember kl. 20:00. Líkt og áður verður  vefforritið ZOOM notað sem sækja má frítt á netið. Þátttaka er möguleg frá tölvu eða GSM síma. Engin sérstök dagskrá er fyrirhuguð, en hugmyndin er að prófa samskiptin ef áhugi er fyrir hendi. Sjá upplýsingar neðar. Þetta verður fjórða […]

,

VIÐTÆKI YFIR NETIÐ Í SKELJANESI

Í dag, 12. desember, bættist við innanlandsviðtæki til hlustunar yfir netið. Um er að ræða KiwiSDR viðtækið sem tekið var niður í Bláfjöllum nýlega. Þar til fundið verður varanlegt QTH, er hugmyndin að vista tækið til bráðabirgða í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz til 30 MHz og er hægt er […]

,

VEL HEPPNAÐ VEFSPJALL

Jón Björnsson, TF3PW bauð til netspjalls fimmtudaginn 10. desember. Notað var vefforritið Zoom sem sækja má frítt á netið. Góð mæting var og skráðu sig 10 félagsmenn á fundinn sem stóð í 2 klst. Flestir voru Í Reykjavík, en einnig frá Hveragerði og Akranesi. Þótt ekki hafi verið sett upp dagskrá fyrirfram skorti ekki umræðuefni. […]

,

ARRL 10 METRA KEPPNIN 2020

ARRL 10 metra keppnin fer fram helgina 12.-13. desember. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er heimiluð í mest 36 klst. Þetta er keppni þar sem allir hafa samband við alla, hvar sem er í heiminum. Hafa má samband einu sinni við hverja stöð á hvorri tegund útgeislunar. Skilaboð eru RS(T) og raðnúmer. W/VE […]

,

NETSPJALL FIMMTUDAG 10. DESEMBER

Jón Björnsson, TF3PW býður upp á netspjall annað kvöld, fimmtudag 10. desember kl. 20:00. Notað verður vefforritið ZOOM sem sækja má frítt á netið. Þátttaka er möguleg frá tölvu eða GSM síma. Engin sérstök dagskrá er fyrirhuguð, en hugmyndin er að prófa samskiptin ef áhugi er fyrir hendi. Sjá upplýsingar neðar. Stjórn ÍRA. Zoom Meetinghttps://us05web.zoom.us/j/81199802254?pwd=OXpkZmcyMWYvWlBUaGFOdnQ5SHBwUT09 […]

,

STEFNAN SETT Á 14. JANÚAR

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð áfram vegna Covid-19 faraldursins. Ástæðan er ný reglugerð heilbrigðisráðherra um tímabundna takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi í dag 9. desember og gildir til 12. janúar n.k. Vonir eru bundnar við að slakað verði á kröfum vegna faraldursins með nýrri reglugerð ráðherra sem […]