FÉLAGSAÐSTAÐAN Í SKELJANESI 19. ÁGÚST
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 19. ágúst fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22. Tillaga að umræðuþema: Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin helgina 21.-22. ágúst n.k. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð veða opin. Sendingar af QSL kortum hafa borist frá Evrópu og verið flokkaðar í hólf félagsmanna. […]
