Entries by TF3JB

,

TF3IRA Í SAMBAND Á NÝ UM OSCAR 100

Fyrr í sumar, þegar fjarskiptaherbergi TF3IRA var tekið í notkun eftir lokun vegna faraldursins kom í ljós, að gervihnattastöð félagsins sendi út of lítið afl á 2.4 GHz. Allsherjar bilanagreining var framkvæmd og líklegast talið að um bilun væri að ræða í SMA-tengi við GHz loftnetið (úti við loftnetsdiskinn). Þar sem 75 ára afmæli félagsins […]

,

TF ÚTILEIKAR ÍRA 2021

TF útileikarnir 2021 fara fram um verslunarmannahelgina, 31. júlí til 2. ágúst næstkomandi. Höfð eru sambönd á 160-10 metrum á tali og morsi (SSB og CW) – en áhersla er lögð á lægri böndin; 160m (t.d. 1845 kHz) 80m (t.d. 3637 kHz), 60m (t.d. 5363 kHz) og 40m (t.d. 7.120 kHz). Þess má geta, að […]

,

LJÓSMYNDIR OG VIÐURKENNINGAR

Stjórn ÍRA vinnur að undirbúningi 75 ára afmælis félagsins þann 14. ágúst n.k. Meðal verkefna var innrömmun svart/hvítra ljósmynda úr sögu félagsins sem á ný hafa verið hengdar upp í fundarsal í Skeljanesi og innrömmun DXCC og WAS viðurkenninga í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Ljósmyndirnar úr safni ÍRA í fundarsalnum eru níu talsins og voru upphaflega límdar […]

,

SNYRT TIL VIÐ SKELJANES

Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 og Mathías Hagvaag, TF3MH mættu í Skeljanes upp úr hádeginu þann 22. júlí. Á dagskrá var að árlegt sumarverkefni á staðnum, að slá, hreinsa til og gera snyrtilegt við húsið og innganginn. Verkið gekk hratt og fljótt fyrir sig og síðdegis var orðið boðlegt fyrir félagsmenn og gesti að heimsækja staðinn. Leigumarkaður […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI 22. JÚLÍ

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 22. júlí frá kl. 20 til 22. Tillaga að umræðutema: TF útileikarnir um verslunarmannahelgina, 31. júlí til 2. ágúst. n.k     Kaffi og meðlæti í fundarsal. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð veða opin. Sendingar af QSL kortum hafa borist frá Evrópu og verið […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 3. tbl. CQ TF 2021 sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. 73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF. Vefslóð á nýja blaðið:  http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/07/CQTF2021-3.pdf

,

STEFNT AÐ NÁMSKEIÐI Í OKTÓBER

Fram kemur í nýju tölublaði CQ TF (3. tbl. 2021) að stefnt verði að námskeiði ÍRA til amatörleyfis í október n.k. Nýja blaðið kemur út á sunnudag 18. júlí hér á heimasíðunni. Stjórn ÍRA gerði eftirfarandi samþykkt á fundi sínum 22. júní s.l.: „Finna þarf heppilegra fyrirkomulag á námskeiðshaldi. Stefna skal að fundi með prófnefnd. […]

,

SKELJANES FIMMTUDAG 15. JÚLÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 15. júlí frá kl. 20-22. Fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin og fundarsalur á 1. hæð. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Ennfremur verður kaffi og meðlæti ásamt því að félagsmönnum býðst að skoða gott framboð af radíódóti sem stendur til boða. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn […]

,

VEL HEPPNAÐIR SUMARLEIKAR

VHF/UHF leikum ÍRA lauk í dag, 11. júlí, kl. 18:00. Samkvæmt gagnagrunni leikanna voru 24 skráðir, en tveir til viðbótar höfðu QSO og eiga eftir að skrá sig inn og senda gögn, sem gerir alls 26 skráða sem er met skráningarfjöldi frá upphafi árið 2012. Félagsstöðin TF3IRA var virk hluta tímans frá Skeljanesi og hafði […]

,

TF3IRA í VHF/UHF LEIKUNUM

TF3IRA var QRV í VHF/UHF leikunum í dag, laugardag. Mörg skemmtileg sambönd, m.a. við TF1OL á Kleifaheiði, beint á 145.500 MHz (FM). Fjarlægðin er 173 km. Styrkbreytingar voru á merkjum í báðar áttir. Aðrir töluðu einnig við Ólaf á föstudag beint á 2 metrum þegar hann var staddur á Látrabjargi. Einnig QSO við TF1MT beint […]