Entries by TF3JB

,

FÉLAGSMERKI ÍRA ERU KOMIN AFTUR.

Límmiðar með félagsmerkinu eru aftur fáanlegir. Stærð er 11,5cm á hæð og 6,5cm á beidd. Hvorttveggja eru fáanleg merki til límingar innaná (t.d. á bílglugga) og til límingar utaná. Samkvæmt ákvörðun stjórnar verða límmiðarnir afhentir frítt tveir saman (þ.e. einn af hvorri tegund) á opnunarkvöldum í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Stjórn ÍRA.

,

ALLS ERU KOMIN 16 NÝ KALLMERKI.

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið Í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. nóvember 2025. Alls hafa 16 af þeim 19 sem stóðust prófið þegar sótt um og fengið úthlutað kallmerki hjá Fjarskiptastofu þann 18. nóvember 2025, samkvæmt neðangreindum lista: Ástvaldur Hjartarson, Reykjavík, TF3ASH.Bjarni Freyr Þórðarson, Hafnarfjörður, TF4IR.Björn Bjarnason, Hafnarfjörður, TF3OSO.Gísli Freyr Þórðarson, Reykjavík, TF1TF.Guðmundur Freyr […]

,

90 ÁRA AFMÆLI NRAU.

NRAU er sameiginlegur vettvangur landsfélaga radíóamatöra á Norðurlöndunum. Aðildarfélög eru: Experimenterende Danske Radioamatører, EDR (Danmörku), Føroyskir Radio-amatørar FRA (Færeyjum), Íslenskir radíóamatörar ÍRA (Íslandi), Norsk Radio Relæ Liga NRRL (Noregi), Suomen Radioamatööriliitto SRAL (Finnlandi) og Föreningen Sveriges Sändareamatörer, SSA (Svíþjóð). Samtökin voru stofnuð árið 1935 af Norðurlandafélögunum fjórum, EDR, NRRL, SRAL og SSA. ÍRA og FRA […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 20. NÓVEMBER.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 20. nóvember  á milli kl. 20 og 22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri TF-ÍRA Bureau verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða […]

,

APRS STÖÐ ÍRA QRV Á NÝ.

APRS stöð félagsins, TF3IRA-1 varð QRV á ný í hádeginu í dag (15. nóvember) en hún hafði verið úti um 2 vikna skeið vegna bilaðs loftnets, auk þess sem vatn hafði komist í fæðilínuna. Georg Kulp, TF3GZ gerði góða ferð í Skeljanes í morgun, 15. nóvember og setti upp Diamond SX-200N lofnetið á nýjum stað, […]

,

VEL HEPPNAÐ ERINDI TF3T Í SKELJANENSI.

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 13. október. Á dagskrá var 4. erindið á fræðsludagskrá félagsins haustið 2025 sem var í umsjá Benedikts Sveinssonar, TF3T: „Keppnisstöðin TF3D á Stokkseyri; endurbætur og keppnir”. Benedikt sagði frá fjarskiptastöð þeirra bræðra, Benedikts, TF3T og Guðmundar Sveinssonar, TF3SG sem er rétt fyrir norðan Eyrarbakka og kallast Mýri. […]

,

ERINDI TF3T Í SKELJANESI 13. NÓVEMBER.

Fræðsludagskrá ÍRA fyrir tímabilið ágúst-desember heldur áfram fimmtudaginn 13. nóvember í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Benedikt Sveinsson, TF3T mætir með erindið „ Keppnisstöðin TF3D á Stokkseyri; endurbætur og keppnir”. Húsið opnar kl. 20:00 og Benedikt byrjar stundvíslega kl. 20:30. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 15.-16. NÓVEMBER.

ALL AUSTRIAN 160-METER CONTEST.Keppnin er haldin laugardag 15. nóvember; hefst kl. 16:00 og lýkur kl. 23:59.Keppnin fer fram á CW á 160 metrum.Skilaboð OE stöðva: RST + raðnúmer + kóði fyrir hérað.Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.https://www.oevsv.at/export/shared/.content/.galleries/Downloads_Referate/HF-Referat-Downloads/Rules_AOEC_160m.pdf REF 160-METER CONTEST.Keppnin er haldin laugardag 15. nóvember; hefst kl. 17:00 og lýkur kl. 24:00.Keppnin fer fram á CW […]

,

VEL HEPPNAÐUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A stóð fyrir „Dótadegi“ í Skeljanesi laugardaginn 8. nóvember. Þetta var 4. dótadagurinn á fræðsludagskrá ÍRA haustið 2025 og var þema laugardagsins „endurvarpar“. Ari kom á staðinn með Icom IC-FR5100 VHF endurvarpa, sem var tengdur við aflgjafa í gegnum Daiwa CN-801 [V-type] sambyggðan afl/standbylgjumæli í gerviálag. Einnig mætti hann með nokkrar VHF/UHF […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 6. NÓVEMBER.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 6. nóvember. Að venju voru málefni líðandi stundar á dagskrá ásamt áhugamálinu, sem eðlilega var í fyrirrúmi. Rætt var m.a. um skilyrðin á HF sem hafa ekki verið sérstök að undanförnu, þótt batnað hafi inn á milli. Einnig var rætt um loftnet, m.a. að tiltölulega ódýr […]