Entries by TF3JB

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT.

Undirrituðum er ánægja að tilkynna félagsmönnum um að nýtt tölublað CQ TF, 1. tbl. 2026 er komið út. Vefslóð: https://www.ira.is/wp-content/uploads/2026/01/CQTF-2026-1.pdf Þakkir til allra sem komu að útgáfunni. Félagskveðjur og 73, Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UAritstjóri

,

AÐALFUNDUR ÍRA 2026 – FUNDARBOÐ

Ágæti félagsmaður! Með tilvísan til 17. gr. félagslaga, er hér með boðað til aðalfundar ÍRA sunnudaginn 15. febrúar 2026. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 14:00. Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga. Reykjavík 25. janúar 2026, f.h. stjórnar ÍRA, Jónas Bjarnason, TF3JBformaður

,

AUKNAR HEIMILDIR LEYFISHAFA Í USA Á 60 METRUM.

Þann 13. febrúar n.k. fá bandarískir leyfishafar (General Class og hærri) heimild til fjarskipta í tíðnisviðinu 5351.5 til 5366.5 kHz. Mest leyfilegt sendiafl er 9.15 W ERP (e. Effective Radiated Power). Vefslóð: https://www.arrl.org/news/new-60-meter-frequencies-available-as-of-february-13 Fyrir hafa þeir heimild til að nota [föstu] tíðnirnar 5332, 5348, 5373 og 5405 kHz þar sem mest leyfilegt afl er 100 […]

,

DXCC STAÐA TF KALLMERKJA.

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja miðast við 20. janúar 2026. Að þessu sinni hefur staða fjögurra kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista, þ.e. TF1OL, TF3G, TF3JB og TF3T. Samtals er um að ræða 19 uppfærslur frá 14. desember s.l. Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL kemur nýr inn á DXCC listann með 2 DXCC viðurkenningar, þ.e. MIXED […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 22. JANÚAR.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 22. janúar. Húsið verður opið frá kl. 20:00-22.00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 23.-25. JANÚAR.

CQ WW 160 METER CONTEST, CW.Keppnin er haldin frá föstudegi 23. janúar kl. 22:00 til sunnudags 25. janúar kl. 22:00.Keppnin fer fram á CW á 160 metrum.Skilaboð W/VE stöðva: RST + ríki í USA/fylki í Kanada.Skilaboð annarra: RST + CQ svæði.https://cq160.com/rules/index.htm KAWANUA DX CONTEST.Keppnin er haldinn laugardaginn 24. janúar frá kl. 00:00 til kl. 23:59.Keppnin […]

,

TF3VS FÆR DXCC CHALLENGE VIÐURKENNINGU.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS hefur fengið í hendur DXCC Challenge viðurkenningu frá ARRL. Viðurkenningin var gefin út 14. ágúst 2025. DXCC Challenge er glæsilegur viðurkenningarplatti. Þegar lágmarskfjöldi staðfestra DXCC eininga hefur náðst, eru í boði gullmerki ”medallions” til uppfærslu, þegar náðst hafa 1500, 2000 og 2500 bandpunktar. Hafa þarf að lágmarki 1.000 DXCC bandpunkta á […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 15. JANÚAR.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 15. janúar. Húsið verður opið frá kl. 20:00-22.00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 17.-18. JANÚAR.

HUNGARIAN DX CONTEST.Keppnin stendur yfir frá laugardegi 17. janúar kl. 12:00 til sunnudags 18. janúar kl. 11:59.Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð stöðva í Ungverjalandi: RS(T) + 2 bókstafir fyrir sýslu í landinu.Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.https://ha-dx.com/en/contest-rules PRO DIGI CONTEST.Keppnin stendur yfir frá laugardegi 17. […]