Entries by TF3JB

,

HAM RADIO SÝNINGIN 2025.

HAM RADIO sýningin 2025 í Friedrichshafen nálgast og verður haldin helgina 27.-29. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi. Vegna fyrirspurnar. Friedrichshafen er borg með um 60 þúsund íbúa við Bodensee vatnið í suður Þýskalandi. Borgin er með eigin flugvöll, en ekki er reglulegt flug til og frá Frankfurt. Hins […]

,

ERINDI TF3Y Í SKELJANESI 22. MAÍ.

Síðasta erindið á vordagskrá ÍRA 2025 verður á fimmtudag 22. maí í Skeljanesi. Þá mætir Yngvi Harðarson, TF3Y með erindið „Fjarskipti fyrir tilstilli loftsteinaskúra“. Húsið opnar kl. 20:00 og Yngvi byrjar stundvíslega kl. 20:30. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi […]

,

AFBRAGÐSGOTT ERINDI TF1OL.

Vordagskrá ÍRA hélt áfram 15. maí í Skeljanesi. Þá mætti Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL með erindið „Með stöð og búnað umhverfis jörðina á 75 dögum“ en Ólafur og XYL lögðu upp í ævintýraferðalag 15. janúar og komu aftur til landsins 1. apríl. Þau hjón heimsóttu Singapore, Ástralíu (Sydney, Brisbane, Tasmania VK7/TF1OL, Melbourne VK3/TF1OL, Adelaide VK5/TF1OL […]

,

CQ WW WPX KEPPNIN Á MORSI 2025.

Ein stærsta morskeppni árisins, CQ WW WPX á morsi verður haldin á laugardag 24. maí kl. 00:00 til sunnudags 25. maí kl. 23:59.Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RST + raðnúmer.https://www.cqwpx.com/rules Markmiðið er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörg forskeyti (e. prefixes) og mögulegt er […]

,

DAYTON HAMVENTION 2025

Dayton Hamvention 2025 fer fram á sýningarsvæði Greene County Fair and Expo Center í borginni Xenia í Ohio í Bandaríkjunum þessa helgi 16.-18. maí. Búist er við mikilli aðsókn, en nýtt aðsóknarmet var slegið í fyrra 2024. Alltaf eru spennandi nýjungar til kynningar á sýningunni. Í ár kynnir FlexRadio t.d. nýja Aurora línu SDR 500W […]

,

TF2EQ Í QSO VIÐ 4U0ITU

Alþjóðafjarskiptasambandið (ITU) fagnar 160 ára afmæli á þessu ári. Það var upphaflega stofnað 1865 sem alþjóða ritsímasambandið, en breyttist í sérstaka stofnun Sameinuðu þjóðanna árið 1947. Í tilefni afmælis ITU var kallmerkið 4U1ØØOQO sett í loftið í vikunni og verður það virkt á HF frá útibúi Sameinuðu þjóðanna í Austurríki út árið. Í dag, 16. […]

,

TF1VHF QRV Í SJÖ ÁR

Stórvirki var unnið á vettvangi áhugamáls okkar fyrir 7 árum þegar tveir nýir radíóvitar voru settir í loftið 12. maí 2018. Þeir vinna á 50.457 MHz á 6 metrum og  70.057 MHz á 4 metrum. QTH er Álftanes á Mýrum. Til hagræðis er notað sama kallmerki, TF1VHF. Merki heyrast vel í Reykjavík, um Suðurnes, austur […]

,

MEÐ STÖÐ UMHVERFIS JÖRÐINA Á 75 DÖGUM.

Vordagskrá ÍRA heldur áfram fimmtudag 15. maí í Skeljanesi. Húsið opnar kl. 20:00 og flutningur erindis hefst stundvíslega kl. 20:30. Það er Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL sem mætir með erindið „Með stöð og búnað umhverfis jörðina á 75 dögum“ en Ólafur og XYL lögðu upp ævintýraferðalag 15. janúar og komu aftur heim 1. apríl. Þau […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 17.-18. MAÍ.

UN DX CONTESTKeppnin er haldin á laugardag 17. maí frá kl. 06:00 til kl. 21:00.Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð stöðva í Kazakhstan: RS(T) + kóði fyrir fylki (e. district code).Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.https://undxc.kz/rules-eng HIS MAJ. KING OF SPAIN CONTEST, CW.Keppnin er haldin á laugardag […]

,

AFBRAGÐSGOTT ERINDI TF3TNT.

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 8. maí. Benedikt Guðnason, TF3TNT mætti með erindi kvöldsins sem fjallaði um „Frekari uppbyggingu og framtíðarsýn endurvarpamála“. Þetta var sjöunda erindið á vordagskrá ÍRA 2025 og var mjög vel sótt.  Erindið var nokkurskonar framhald á fyrra erindi Benedikts frá því í nóvember 2023 sem kallaðist „VHF/UHF endurvarpar; […]