OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 15. JANÚAR.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 15. janúar. Húsið verður opið frá kl. 20:00-22.00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. […]
