,

AUKNAR AFLHEIMILDIR Á 50 MHZ

Póst- og fjarskiptastofnun veitir íslenskum radíóamatörum auknar aflheimildir í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu á 6 metrum, frá og með 1. júní 2021. Gildistími er 3 mánuðir eða til 31. ágúst n.k. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að 1kW og N-leyfishafar allt að 100W.

Eftirfarandi skilyrði eru lögð til grundvallar:

(1) Hámarks bandbreidd sendinga er 18 kHz; (2) Engin skilyrði hvað varðar mótun; (3) Heimild er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi verður að hætta sendingum strax; (4) Æskilegt er að sendingar fari fram utan byggðar; og (5) Ákvörðun um framlengingu verður tekin síðar.

Leyfishafar þurfa að sækja sérstaklega um heimild hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Póstfang er: hrh hjá pfs.is  Tilgreina skal að sótt sé um aukið afl á 50 MHz.

Stjórn ÍRA fagnar þessari heimild.


Fyrir áhugasama, er bent á ítarlega greinargerð um 6 metra bandið hér á landi í nýrri Ársskýrslu ÍRA 2020/21; bls. 97-100. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/03/20210313-arsskyrsla_ira-tf3jb.pdf

.

Á myndinni má m.a. sjá Icom IC-7410 HF/50 MHz sendi-/móttökustöð, stillta á tíðnina 50.456 MHz. Radíóvitinn TF1VHF sendir merki á þeirri tíðni allan sólarhringinn frá Mýrum í Borgarfjarðarsýslu. Lesa má grein um vitana á 50 MHz og 70 MHz í 2. tbl. CQ TF 2021, bls. 39. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/04/cqtf_35arg_2021_02tbl.pdf

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen − fifteen =