,

Aukin húsnæðisaðstaða Í.R.A. í Skeljanesi

Fimmtudaginn 24. nóvember var vígt nýtt húsnæði félagsins á 2. hæð í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Um er að ræða flutning á sameiginlegri aðstöðu QSL Bureau’sins og smíðaaðstöðunnar í hornherbergi á hæðinni (þar sem fjarskiptaherbergi félagsins var til ársins 2008). Það sem gerst hefur í millitíðinni er, að nýlega náðust samningar um makaskipti á herbergjunum á milli Í.R.A. og ORG Ættfræðiþjónustunnar.

Myndin sýnir innlit í nýja herbergið frá hurðaropi við gang (sjá má í hurðarhúninn sem er lengst niður til hægri á myndinni).

Ávinningur félagsins af þessum skiptum er hentugra herbergi fyrir QSL Bureau félagsins og smíðaaðstöðuna, auk þess sem rými fæst til ráðstöfunar fyrir aðstöðu sérhæfðs búnaðar fyrir fyrirhugaðan fjarskiptahóp innan félagsins um svokölluð “veik fjarskipti” (e. weak signal communications).

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum með hamingju með aukna húsnæðisaðstöðu félagsins. Bestu þakkir til Jóns Svavarssonar, TF3LMN, fyrir myndatökuna.

Rúmgott er um smíðaaðstöðuna í nýja herberginu. Þrátt fyrir að lofthæð sé nokkru minni þar sem veggurinn er tekinn inn (vegna kvistarins) finnst ekkert fyrir því þegar sest er niður við 180 cm langt vinnuborðið. Stöðin á smíðaborðinu er Heathkit HW-101 sendi-/móttökustöð fyrir 10-80 metra böndin.

QSL skápurinn á nýja staðnum. QSL skilagreinarnar og tilheyrandi umslög eru vel staðsett vinstra megin við skápinn. Hægra megin, neðarlega, má sjá nýjan kassa fyrir móttöku á QSL kortum til útsendingar. Eftir er að setja uppleiðbeiningar fyrir ofan hann.

Nýja bókahillan kemur vel út. Bæði er, að hún rúmar fleiri bækur en sú eldri (þ.e. hillur ná niður í gólfhæð) og að hún er fyrirferðarminni (nettari) en sú eldri, sem er mikilvægt þegar komið er inn í herbergið, þar sem inngangur er nokkuð mjór (sbr. fyrstu mynd).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

7 + 13 =