Kæru félagar!

Eins og áður hefur komið fram hefjast Sumarleikar félagsins 2025 kl. 18:00 föstudag 4. júlí og standa til kl. 18:00 sunnudag 6. júlí.

Þetta verður fjör !!! Leikjasíðan er komin upp og þátttakendur eru hvattir til að skrá sig til leiks. Það er hægt að skrá sig til leiks núna og alveg til enda leika sunnudag 6. júlí.

Leikjasíðan: http://leikar.ira.is  (mæli með að opna vafra (helst „Chrome“) sérstaklega og setja inn slóðina, annars opnast síðan innan í Facebook).

Nýjung:  Í fyrsta skipti verður hægt að skrá sig í sérstakan flokk, Handstöðvarflokk. Þessi flokkur er fyrir þá þátttakendur sem ætla að taka öll sín sambönd á handstöð (handstöðvum) og þá bara á 2m og 70sm + endurvarpar.

Sérstaklega verður haldið utanum stigatöflu þátttakanda í handstöðvaflokki og það verða veitt verðlaun fyrir efstu sætin. Nánar um handstöðvarflokk í athugasemdum á leikjasíðu. Skilyrði handstöðvarflokks er að öll sambönd séu tekin með handstöð en loftnet eru frjáls.

Heyrumst í Sumarleikum, gangi ykkur vel!

73 de TF8KY.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 3. Júlí frá kl. 20:00 til 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Úr félagsstarfinu í Skeljanesi. Heimir Konráðsson TF1EIN og Baldvin Þórarinsson TF3-033 á góðri stundu.

SUMARLEIKAR ÍRA.
Keppnin hefst á föstudag 4. júlí kl. 18:00 og lýkur á sunnudag 6. júlí kl. 18:00.
Keppnin fer fram á CW, SSB, FM og FT8 á 23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, endurvörpum og 10m.
Skilaboð: RS(T), QSO númer og reitur.
Umsjónarmaður setur fljótlega inn á netið vefslóð á leikjavef og reglur.

VENEZUELAN IND. DAY CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardaginn 5. júlí frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Keppnin fer fram á CW, SSB og PSK á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer.
http://radioclubvenezolano.org/

NZART MEMORIAL CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 5. júlí og sunnudag 6. júlí; sjá tímasetningar í reglum.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer.
http://nzart.org.nz/activities/contests/memorial-contest/

MARCONI MEMORIAL HF CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 5. júlí kl. 14:00 til sunnudags 6. júlí kl. 14:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer.
https://www.arifano.it/contest_marconi.html

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

.

Félagsstöðin TF3IRA verður virkjuð í sumarleikunum 4.-6. júlí n.k.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudag 26. júní. 20 félagar og 1 gestur mættu á staðinn. Þar á meðal voru tveir félagar sem eru búsettir úti á landi, þeir Jón Óskar Ingvarsson, TF1JI sem býr nærri Skógum og Daggeir Pálsson, TF7DHP sem býr á Akureyri.

Mikið var rætt um sumarleika félagsins sem eru rétt handan við hornið og verða haldnir 4.-6. júlí n.k. Fram kom m.a. hjá Hrafnkeli, TF8KY umsjónarmanni leikanna að hann stefni að því að kynna nýjan keppnisflokk í ár fyrir þá sem taka þátt og nota handstöðvar á 2 metrum og 70 sentímetrum (og endurvörpum). Aðspurður kvaðst hann gera ráð fyrir því að veittur verði sérstakur verðlaunagripur til þess sem nær bestum árangri. Keli áætlar að verða tilbúinn með nýjan leikjavef og allar upplýsingar um helgina.

Þá eru margir að huga að því að endurnýja tæki og búnað um þessar mundir, enda gengi dollars mjög hagstætt og komið niður undir 121 krónu samkvæmt meðalgengi Seðlabankans 27. júní. Evra og Pund hafa líka lækkað, en ekki eins og dollar. Sem dæmi, er ódýrasta 100W HF stöðin, Yaesu FT-891, komin í um 100 þúsund krónur með öllum gjöldum til landsins.

Menn ræddu einnig léleg skilyrði á HF undanfarnar vikur og að 6 metra bandið hafi verið opið á þriðjudag (24. júní) til Norðurlanda, niður í Evrópu allt til EA8 og Sahara. Margar TF stöðvar höfðu t.d. samband við SØ1WS í Vestur Sahara. D2UY í Angóla kom einnig inn, en í stuttan tíma en ekki er ljóst hvort einhverjir héðan náðu sambandi við hann. 4 metra bandið hefur hins vegar nánast ekkert opnast það sem af er.

Sérstakar þakkir til Daggeirs Pálssonar, TF7DHP sem færði félaginu 1m Channel Master gervihnattadisk. Sem og þakkir til Guðjóns Más Gíslasonar, TF3GMG fyrir að laga kaffi og taka til meðlæti og til Einars Sandoz, TF3ES fyrir ljósmyndir.

Stjórn ÍRA.

Sumarleikar félagsins nálgast og hefjast föstudaginn 4. júlí kl. 18:00 og lýkur sunnudaginn 6. júlí kl. 18:00. Leikarnir fara fram á 23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, endurvörpum og síðast en ekki síst, á 10 metra bandinu.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður leikanna stefnir að því að kynna nýjan keppnisflokk í ár fyrir þá sem taka þátt og nota handstöðvar á 2 metrum og 70 sentímetrum (og endurvörpum). Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Alls voru 24 þátttakendur í fyrra (2024) sem sendu inn gögn. Vefslóð á heimasíðu TK5EP þar sem finna má Maidenhead reiti (e. grid square): https://www.fun-funk.net/aprs4web/locator/?qth=JO30CU02XK

Eins og venjulega verður “online” leikjavefur TF8KY í boði þar sem þátttakendur skrá sig til leiks.

Umsjónarmaður stefnir að því að setja leikjavefinn (og sumarleikjasíðuna) um um helgina.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Mynd frá verðlaunaafhendingu í sumarleikunum 2024. Frá vinstri: Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN (1. sæti); Eiður Kristinn Magnússon TF1EM (2.sæti); og Hrafnkell Sigurðsson TF8KY (3. sæti). Ljósmynd: TF3JON.

Næsta tölublað CQ TF, 3. tölublað ársins 2025, kemur út 20. júlí.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 6. júlí n.k. Netfang: ira@ira.is

Sumarkveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF

TF3UA í heimsókn hjá ARRL í Connecticut í Bandaríkjunum þegar hann setti klúbbstöðina W1AW í loftið.

Georg Kulp, TF3GZ gerði ferð í Skeljanes í gær (sunnudag) með sláttuorf og sló blettinn fyrir framan húsið og gróðurinn áleiðis með löngu bárujárnsgirðingunnis. Glæsilega að verki staðið.

Sérstakar þakkir til Georgs fyrir þetta góða framtak! Þakkir einnig til Georgs fyrir fínar ljósmyndir.

Stjórn ÍRA.

.

Samkvæmt tilkynningu frá ARRL í dag, 23. júní verður aðgangur að Logbook of The World lokaður dagana 27. júní til 2. júlí n.k. (eða fyrr) vegna uppfærsu á gagnagrunni.

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 26. júní á milli kl. 20:00 og 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin og Guðjón Már Gíslason, TF3GMG lagar kaffið og setur fram meðlæti.

Meðal gesta verður Daggeir Pálsson, TF7DHP frá Akureyri.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Á góðri stundu í Skeljanesi. Sigurður Harðarson TF3WS og Andrés Þórarinsson TF1AM varaformaður ÍRA. Ljósmynd: TF3JB.

HIS MAJ. KING OF SPAIN CONTEST, SSB.
Keppnin er haldin laugardag 28. júní kl. 12:00 til sunnudags 29. júní kl. 12:00.
Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð EA stöðva: RS + hérað (e. province).
Skilaboð annarra. RS + raðnúmer.
https://concursos.ure.es/en/s-m-el-rey-de-espana-ssb/bases

UFT QRP CONTEST.
Keppnin er haldin laugardag 28. júní kl. 06:00-09:00 og kl. 14:00-17:00.
Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð UFT félaga: RST + QRP/QRT + UFT félagsnúmer.
Skilaboð annarra: RST + QRP/QRO + NM.
http://www.uft.net/activites-et-concours/concours-qrp-uft/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

.

Það er kominn 17. júní!
Gleðilega þjóðhátíð til félagsmanna og fjölskyldna þeirra.

Um allt land eru hátíðarhöld í tilefni dagsins. Hér í Reykjavík mun borgin bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Skrúðganga verður frá Hallgrímskirkju, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, matarvagnar og fornbílasýningar í Hljómskálagarði og á Klambratúni svo fátt eitt sé nefnt. 

Stjórn ÍRA.

.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 19. júní á milli kl. 20:00 og 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA og félagsstöðin TF3IRA hafa aðsetur við Skeljanes í Reykjavík. Ljósmynd: TF3CW.