Flóamarkaður ÍRA að vori 2025 verður haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 11. maí kl. 13-17.
Húsið opnar kl. 13:00 fyrir félaga sem óska að selja/gefa/kaupa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp.
Uppboðið hefst síðan stundvíslega kl. 14:00. Stefnt er að því að félagsmenn sem ekki eiga heimangengt geti fylgst með uppboðinu yfir netið (á sama hátt og félagar í sal). Vefslóð verður gefin upp síðar.
Stjórn ÍRA.
.
Frá flóamarkaði 2024: M.a. margir borðhljóðnemar (Yaesu, Kenwood). Einnig Kenwood R-1000 viðtæki fyrir 0.1-30 MHz, W3DZZ loftnet fyrir 10-80 m. og Kenwood R-599D og T-599S + S-599 borðhátalariFrá flóamarkaði 2024.Meira dót, þ.á.m. endurvarpi frá Zodiac fyrir 450 MHz, Motorola 100W bílstöð fyrir 450 MHz, Kenwood R-1000 viðtæki o.fl.Frá flóamarkaði 2024. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Þröstur Ingi Antonsson TF1TX (bak í myndavél), Jón E. Guðmundsson TF8KW, Benedikt Guðnason TF3TNT (bak í myndavél) og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.
FISTS SATURDAY SPRINT, CW. Keppnin er haldin laugardaginn 10. maí frá kl. 00:00 til kl. 23:59. Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð FISTS félaga: RST + FISTS nr. + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). Skilaboð annarra: RST + nafn + „0“ + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). FISTS Operating Activities
VOLTA WW RTTY CONTEST. Keppnin er haldin laugardag 10. maí frá kl. 12:00 til sunnudags kl. 12:00. Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RST + raðnúmer + CQ svæði. http://www.contestvolta.it/rules.pdf
CQ-M INTERNATIONAL DX CONTEST. Keppnin er haldin laugardag 10. maí frá kl. 12:00 til sunnudags kl. 11:59. Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS(T) + raðnúmer. http://cqm.srr.ru/rules/
SKCC WEEKEND SPRINTATHON. Keppnin er haldin laugardag 10. maí frá kl. 12:00 til sunnudags kl. 24:00. Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 OG 6 metrum. Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn+ (SKCC nr./”NONE”). https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon
Vorleikar ÍRA 2025 voru haldnir 2.-4. maí. Mikil ánægja ríkti meðal félaganna, en alls voru 26 kallmerki skráð en skilað var inn gögnum fyrir 24 kallmerki.
Georg Kulp, TF3GZ er sigurvegari Vorleika ÍRA 2025. Vel útbúinn bifreið, fjöldi virkjaðra reita, þátttökutími og gott skipulag tryggði Georg 1. sætið og 254.670 heildarpunkta.
Jón Atli Magnússon, TF2AC er í 2. sæti með 164.662 heildarpunkta og Andrés Þórarinsson, TF1AM í 3. sæti með 157.760 heildarpunkta. Niðurstöðurnar kunna eitthvað að breytast eftir því sem þeir sem logguðu á pappír setja niðurstöðurnar inn á leikjavefinn í vikunni.
Hamingjuóskir til Georgs, Jóns Atla og Andrésar með glæsilegar niðurstöður!
Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna. Sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY umsjónarmanns Páskaleikanna fyrir vel heppnaðan viðburð, frábæran gagnagrunn og framúrskarandi gott utanumhald.
Stjórn ÍRA.
Georg Kulp TF3GZ náði bestum árangri í Vorleikum ÍRA 2025.Loftnet á öllum böndum. Vel útbúinn fararskjóti Georgs TF3GZ staddur á Reykjanesi. Ljósmynd:TF3GZ.
Vorleikarnir hefjast á föstudag 2. maí kl. 18:00 og standa yfir fram á sunnudag kl. 18:00. Hægt er að skrá sig strax. Vefslóðin er: http://leikar.ira.is
Hrafnkell, TF8KY mælir með „copy-paste“ til að forðast að hann opnist innaní Facebook.
Stjórn ÍRA.
Andrés Þórarinsson TF1AM við vel útbúna bifreið sína í leikunum 2024.Mynd: TF2MSN.
Bent er á, að heimild til notkunar á 4 m. bandi (70.000-70.250 MHz) rann út um s.l. áramót. Sækja má um heimild til næstu 2 ára (2025 og 2026) til Fjarskiptastofu.
Á þetta er minnt nú, þar sem styttist í vorleika ÍRA helgina 2.-4. maí n.k. og 4 metrarnir er eitt af þeim böndum sem þar verða í boði.
Ætli menn að taka þátt á 4 metrum er nauðsynlegt að sækja um nýja heimild til Fjarskiptastofu sem mun gilda til næstu 2 ára (2025 og 2026).
Fleiri sérheimildir eru í boði fyrir árið 2025 og árin 2025 og 2026 eins og fram hefur komið áður. Í raun nægir að senda einn póst fyrir allar fjórar. Tölvupóstur: hrh@fjarskiptastofa.is
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-04-29 10:55:022025-04-29 10:55:35ÁBENDING TIL FÉLAGSMANNA.
VORLEIKAR ÍRA. Leikarnir eru haldnir föstudag kl. 18:00 til sunnudags kl. 18:00. Þeir fara fram á 23cm, 70cm, 2M, 4M, 6M, endurvörpum og 80M. Allar tegundir útgeislunar (mótanir) sem eru heimilaðar skv. leyfisbréfi. Reglur: Smella má á myndina.
10-10 INT. SPRING CONTEST, CW. Keppnin er haldin laugardag 3. maí kl 00:01 til sunnudags 4. maí kl. 23:59. Keppnin fer fram á CW á 10 metrum. Skilaboð 10-10 félaga: RST + nafn + 10-10 númer + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). Skilaboð annarra: RST + nafn + 0 + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). https://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-rules
RCC CUP. Keppnin er haldin laugardag 3. maí kl 03:00 til 08:59. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð RCC félaga: RS(T) + „RCC“ númer. Skilaboð annarra: RS(T) + ITU svæði.
ARI INTERNATIONAL DX CONTEST. Keppnin er haldin laugardag 3. maí kl 12:00 til sunnudags 4. maí kl. 23:59. Keppnin fer fram á SSB, CW OG RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð ítalskra stöðva: RS(T) + 2 bókstafir fyrir hérað (e. province). Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. https://www.ari.it
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-04-27 11:46:232025-04-27 12:42:34NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT.
Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 24. apríl.
Benedikt Sveinsson, TF3T mætti með erindi kvöldsins sem fjallaði um „EME (Earth-Moon-Earth) tilraunir á 50 MHz og ofar í tíðnisviðinu“. Þetta var sjötta erindið á vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025.
Benedikt fjallaði um fjarskipti með hjálp endurvarps frá tunglinu svo og loftsteinajónun, og öðrum fyrirbrigðum ýmsum. Þessi hlið fjarskipta er auðvitað sérstök en krefst fyrst og fremst áhuga og elju. Stór loftnet og mikið sendiafl hjálpa en er ekki nauðsynlegt.
Benedikt er fróður vel um þessi mál öll og sagði þægilega frá. Það hjálpaði að hann hefur reynt flest af þessu og hann og bróðir hans Guðmundur, TF3SG hafa smíðað allan búnað og sett upp stöð og fengið endurvarp af tunglinu, svo dæmi sé tekið.
Erindi Benedikts var vel tekið. Á eftir var fjöldi fyrirspurna, og rætt um kW magana fyrir 2 metra bandið sem Benedikt smíðaði fyrir nokkrum árum og svo var sest í leðursófasettið og spjalli haldið áfram. Þetta var vel lukkuð kvöldstund.
Sérstakar þakkir til Benedikts Sveinssonar, TF3T fyrir fróðlegt og áhugavert erindi. Þess má geta að erindið var tekið upp og hér er vefslóð á það: https://youtu.be/5Gxb2pgtd9M
Alls mættu 21 félagi og 1 gestur þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Benedikt hóf erindið stundvíslega kl. 20:30.Úr fundarsal. Fremst frá vinstri: Valdimar Óskar Jónasson TF1LTog Benedikt Sveinsson TF3T.Aftar: Hrafnkell Eiríksson TF3HR, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Garðar Valberg Sveinsson TF8YY. Aftar: Ríkharður Þórsson TF8RIX, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, gestur og Elín Sigurðardóttir TF2EQ.Aftast: Mathías Hagvaag TF3MA, Valtýr Einarsson TF3VG og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.Benedikt kom með og sýndi heimasmíðaðan lkW RF magnara fyrir EME fjarskipti í 144 MHz tíðnisviðinu. Frá vinstri: Hrafnkell Eiríksson TF3HR, Ólafur Örn Ólafssn TF1OL, Benedikt Sveinsson og Valdimar Óskar Jónasson TF1LTUmræður í leðursófasettinu yfir kaffi eftir erindið. Frá vinstri: Gestur, Ríkharður Þórsson TF8RIX, Elín Sigurðardóttir TF2EQ, Mathías Hagvaag TF3MH, Hrafnkell Eiríksson TF3HR, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Einar Sandoz TF3ES, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Benedikt Sveinsson TF3T og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA. Elín Sigurðardóttir TF2EQ og gestur sem var að kynna sér amatör radíó. Ljósmyndir: TF1AM.
Var að koma niður af Perlunni í Öskjuhlíð rétt í þessu (24.4.2025), lagaði þar loksins SDR móttakarann http://sdr.ekkert.org í tæka tíð fyrir vorleika ÍRA en viðtækið hefur verið QRT um nokkurn tíma.
Þetta er RX only, þannig að gáttin dreifir þeim merkjum sem það nær inn á „APRS.f Europe server‘ana“
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-04-24 15:45:102025-04-24 15:53:30VIÐTÆKIÐ Í PERLUNNI KOMIÐ Í LAG.
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) á tímabilinu 6.-24. apríl.
Alls fengu 14 TF kallmerki skráningar. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4), en einnig á morsi (CW) og tali (SSB). Bönd: 10, 15, 20, 40 metrum og um QO-100 gervitunglið.
Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.
Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-04-24 11:10:522025-04-24 11:10:53VÍSBENDING UM VIRKNI.
FLÓAMARKAÐUR ÍRA Á SUNNUDAG 11. MAÍ.
Flóamarkaður ÍRA að vori 2025 verður haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 11. maí kl. 13-17.
Húsið opnar kl. 13:00 fyrir félaga sem óska að selja/gefa/kaupa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp.
Uppboðið hefst síðan stundvíslega kl. 14:00. Stefnt er að því að félagsmenn sem ekki eiga heimangengt geti fylgst með uppboðinu yfir netið (á sama hátt og félagar í sal). Vefslóð verður gefin upp síðar.
Stjórn ÍRA.
.
ERINDI TF3TNT Í SKELJANESI 8. MAÍ.
Vordagskrá ÍRA heldur áfram fimmtudag 8. maí í Skeljanesi.
Þá mætir Benedikt Guðnason, TF3TNT með erindið „Frekari uppbygging og framtíðarsýn endurvarpamála“. Húsið opnar kl. 20:00 og byrjar Benedikt stundvíslega kl. 20:30.
QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.
Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 10.-11. MAÍ
FISTS SATURDAY SPRINT, CW.
Keppnin er haldin laugardaginn 10. maí frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð FISTS félaga: RST + FISTS nr. + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
Skilaboð annarra: RST + nafn + „0“ + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
FISTS Operating Activities
VOLTA WW RTTY CONTEST.
Keppnin er haldin laugardag 10. maí frá kl. 12:00 til sunnudags kl. 12:00.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer + CQ svæði.
http://www.contestvolta.it/rules.pdf
CQ-M INTERNATIONAL DX CONTEST.
Keppnin er haldin laugardag 10. maí frá kl. 12:00 til sunnudags kl. 11:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer.
http://cqm.srr.ru/rules/
SKCC WEEKEND SPRINTATHON.
Keppnin er haldin laugardag 10. maí frá kl. 12:00 til sunnudags kl. 24:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 OG 6 metrum.
Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn+ (SKCC nr./”NONE”).
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon
VEL HEPPNAÐIR VORLEIKAR ÍRA.
Vorleikar ÍRA 2025 voru haldnir 2.-4. maí. Mikil ánægja ríkti meðal félaganna, en alls voru 26 kallmerki skráð en skilað var inn gögnum fyrir 24 kallmerki.
Georg Kulp, TF3GZ er sigurvegari Vorleika ÍRA 2025. Vel útbúinn bifreið, fjöldi virkjaðra reita, þátttökutími og gott skipulag tryggði Georg 1. sætið og 254.670 heildarpunkta.
Jón Atli Magnússon, TF2AC er í 2. sæti með 164.662 heildarpunkta og Andrés Þórarinsson, TF1AM í 3. sæti með 157.760 heildarpunkta. Niðurstöðurnar kunna eitthvað að breytast eftir því sem þeir sem logguðu á pappír setja niðurstöðurnar inn á leikjavefinn í vikunni.
Hamingjuóskir til Georgs, Jóns Atla og Andrésar með glæsilegar niðurstöður!
Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna. Sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY umsjónarmanns Páskaleikanna fyrir vel heppnaðan viðburð, frábæran gagnagrunn og framúrskarandi gott utanumhald.
Stjórn ÍRA.
LOKAÐ Í SKELJANESI 1. MAÍ.
Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 1. maí sem er almennur frídagur á Íslandi.
Næst verður opið í Skeljanesi fimmtudaginn 8. maí. n.k.
Þá mætir Benedikt Guðnason, TF3TNT í félagsaðstöðuna með erindið: „Frekari uppbygging og framtíðarsýn endurvarpamála“.
Stjórn ÍRA.
SKRÁNING HAFIN Í VORLEIKA ÍRA 2025.
Vorleikarnir hefjast á föstudag 2. maí kl. 18:00 og standa yfir fram á sunnudag kl. 18:00. Hægt er að skrá sig strax. Vefslóðin er: http://leikar.ira.is
Hrafnkell, TF8KY mælir með „copy-paste“ til að forðast að hann opnist innaní Facebook.
Stjórn ÍRA.
ÁBENDING TIL FÉLAGSMANNA.
Bent er á, að heimild til notkunar á 4 m. bandi (70.000-70.250 MHz) rann út um s.l. áramót. Sækja má um heimild til næstu 2 ára (2025 og 2026) til Fjarskiptastofu.
Á þetta er minnt nú, þar sem styttist í vorleika ÍRA helgina 2.-4. maí n.k. og 4 metrarnir er eitt af þeim böndum sem þar verða í boði.
Ætli menn að taka þátt á 4 metrum er nauðsynlegt að sækja um nýja heimild til Fjarskiptastofu sem mun gilda til næstu 2 ára (2025 og 2026).
Fleiri sérheimildir eru í boði fyrir árið 2025 og árin 2025 og 2026 eins og fram hefur komið áður. Í raun nægir að senda einn póst fyrir allar fjórar. Tölvupóstur: hrh@fjarskiptastofa.is
Stjórn ÍRA.
KEPPNIR HELGINA 2.-4. MAÍ.
VORLEIKAR ÍRA.
Leikarnir eru haldnir föstudag kl. 18:00 til sunnudags kl. 18:00.
Þeir fara fram á 23cm, 70cm, 2M, 4M, 6M, endurvörpum og 80M.
Allar tegundir útgeislunar (mótanir) sem eru heimilaðar skv. leyfisbréfi.
Reglur: Smella má á myndina.
10-10 INT. SPRING CONTEST, CW.
Keppnin er haldin laugardag 3. maí kl 00:01 til sunnudags 4. maí kl. 23:59.
Keppnin fer fram á CW á 10 metrum.
Skilaboð 10-10 félaga: RST + nafn + 10-10 númer + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
Skilaboð annarra: RST + nafn + 0 + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
https://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-rules
RCC CUP.
Keppnin er haldin laugardag 3. maí kl 03:00 til 08:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð RCC félaga: RS(T) + „RCC“ númer.
Skilaboð annarra: RS(T) + ITU svæði.
ARI INTERNATIONAL DX CONTEST.
Keppnin er haldin laugardag 3. maí kl 12:00 til sunnudags 4. maí kl. 23:59.
Keppnin fer fram á SSB, CW OG RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð ítalskra stöðva: RS(T) + 2 bókstafir fyrir hérað (e. province).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://www.ari.it
F9AA CUP, PSK.
Keppnin er haldin laugardag 3. maí kl 12:00 til sunnudags 4. maí kl. 12:00.
Keppnin fer fram á PSK á 80, 40, 20, 15, 10 og 2 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://www.site.urc.asso.fr/index.php/om-yl/concours/trophee-f9aa
NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT.
Ágætu félagsmenn!
Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar CQ TF, 2. tbl. 2025 í dag, 27. apríl.
Blaðið er vistað á stafrænu formi á heimasíðu félagsins og má sækja það af vefslóðinni hér að neðan.
Vefslóð: https://tinyurl.com/CQTF-2025-2
73 – Sæmi, TF3UA
ritstjóri CQ TF
VEL HEPPNAÐ ERINDI HJÁ TF3T.
Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 24. apríl.
Benedikt Sveinsson, TF3T mætti með erindi kvöldsins sem fjallaði um „EME (Earth-Moon-Earth) tilraunir á 50 MHz og ofar í tíðnisviðinu“. Þetta var sjötta erindið á vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025.
Benedikt fjallaði um fjarskipti með hjálp endurvarps frá tunglinu svo og loftsteinajónun, og öðrum fyrirbrigðum ýmsum. Þessi hlið fjarskipta er auðvitað sérstök en krefst fyrst og fremst áhuga og elju. Stór loftnet og mikið sendiafl hjálpa en er ekki nauðsynlegt.
Benedikt er fróður vel um þessi mál öll og sagði þægilega frá. Það hjálpaði að hann hefur reynt flest af þessu og hann og bróðir hans Guðmundur, TF3SG hafa smíðað allan búnað og sett upp stöð og fengið endurvarp af tunglinu, svo dæmi sé tekið.
Erindi Benedikts var vel tekið. Á eftir var fjöldi fyrirspurna, og rætt um kW magana fyrir 2 metra bandið sem Benedikt smíðaði fyrir nokkrum árum og svo var sest í leðursófasettið og spjalli haldið áfram. Þetta var vel lukkuð kvöldstund.
Sérstakar þakkir til Benedikts Sveinssonar, TF3T fyrir fróðlegt og áhugavert erindi. Þess má geta að erindið var tekið upp og hér er vefslóð á það: https://youtu.be/5Gxb2pgtd9M
Alls mættu 21 félagi og 1 gestur þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
(Texti: Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA).
VIÐTÆKIÐ Í PERLUNNI KOMIÐ Í LAG.
Var að koma niður af Perlunni í Öskjuhlíð rétt í þessu (24.4.2025), lagaði þar loksins SDR móttakarann http://sdr.ekkert.org í tæka tíð fyrir vorleika ÍRA en viðtækið hefur verið QRT um nokkurn tíma.
Þetta er RX only, þannig að gáttin dreifir þeim merkjum sem það nær inn á „APRS.f Europe server‘ana“
73,
TF3CZ.
(Ljósmyndir: TF3CZ).
.
VÍSBENDING UM VIRKNI.
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) á tímabilinu 6.-24. apríl.
Alls fengu 14 TF kallmerki skráningar. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4), en einnig á morsi (CW) og tali (SSB). Bönd: 10, 15, 20, 40 metrum og um QO-100 gervitunglið.
Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.
Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
Stjórn ÍRA.
TF1A 15M FT8, 20M FT4, 40M FT4 og 2,4 GHz (QO-100 Sat.).
TF1EIN 17M FT8.
TF1EM 17M FT8.
TF1PA 20M SSB.
TF1SS 10M SSB.
TF2LL 20M SSB.
TF3AK 17M FT8.
TF3IG 15M FT8.
TF3IRA 15M CW.
TF3VP 20M SSB.
TF3WARD 20M CW.
TF5B 15M FT8.
TF8KW 15M FT8.
TF8SM 17M FT8.