,

26. júní 1905 barst fyrsta loftskeytið til Íslands

… móttökustöðin var við Rauðará.

Orðrómur komst á kreik um að eitt skeytið hefði borist upp á Mýrar og verið nærri búið að drepa þar mann

Í bókinni Nýjustu fréttir! segir Guðjón Friðriksson að Jón Ólafsson hafi hleypt af stað þessu fréttastríði á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar og það hafi verið undanfari þess að loftskeytastöð var sett upp við Rauðará í júní 1905 og komu ritsímans ári seinna. “Þetta tvennt olli byltingu í samskiptum Íslands við umheiminn og íslenskri blaðamennsku.”

Loftskeytin ollu umróti og heilabrotum!

“Margir Íslendingar trúðu ekki sínum eigin augum er þeir lásu um atburði sem áttu að hafa gerst daginn áður, jafnvel í Varsjá eða austur við Odessa. Einn maður fullyrti að fréttirnar, sem skeytin fluttu, mundu hafa komið með skipi til Hafnarfjarðar nóttina áður og því væri logið til að þau hefðu borist í loftinu frá Englandi. Annar sagði að ef skip yrðu í leið fyrir skeytunum hingað mundu þau lenda á þeim og komast ekki lengra. Lífsháski gat orðið af þeim ef eitthvað kvikt yrði á vegi þeirra. Orðrómur komst á kreik um að eitt skeytið hefði borist upp á Mýrar og verið nærri búið að drepa þar mann.”

Haustið 1906 var ritsíminn til útlanda opnaður og símasamband komst á milli Reykjavíkur og Seyðisfjarðar og Marconi-stöðinni var lokað.

Marconi-loftskeytin bárust frá Poldhu í Cornwall á Englandi og réðu Íslendingar engu um, hvað þaðan barst, auk þess sem Rauðarárstöðin var eingöngu móttökustöð. Með tilkomu ritsímans gátu menn hins vegar “talað saman” með því að skiptast á skeytum og það voru Íslendingar sem sendu fréttaskeytin frá útlöndum.

En ritsímaskeytin kostuðu sitt. Guðjón A. Friðriksson segir, að líklega hafi Marconi-skeytin verið ódýr eða jafnvel ókeypis, en fyrir ritsímaskeytin þurfti að greiða fullt verð.

Íslenzku blöðin höfðu ekki efni til þess að vera í stöðugu símskeytasambandi við útlönd og stofnuðu því til tveggja blaðskeytasamlaga.

Blaðskeytabandalagið var stofnað 4. október 1906

Ritsíminn

Símamerki með fálkamerki

Fyrsti íslenski ráðherrann, Hannes Hafstein , reyndist framtakssamari í flestum efnum en dönsku stjórnvöldin höfðu verið. Hann var áhugsamur um verklegar umbætur og beitti sér fyrir því strax eftir að hann tók við embætti að ritsími yrði lagður til landsins. Gerði hann að fengu samþykki Alþingis um það samning við danskt símafélag að lagður yrði sæstrengur til Seyðisfjarðar, en þaðan landlína um Akureyri til Reykjavíkur. Komst á ritsímasamband tveimur árum seinna, 1906. Lagning ritsímans var gífurlega kostnaðarsöm fyrir landssjóð, enda unnu við verkið nær 300 manns, 220 Norðmenn, 18 Danir og 60 Íslendingar. En ábatinn varð líka mikill.

Gamall sími

Sælínan greiddi mjög fyrir viðskiptum Íslendinga við útlönd og varð m.a. til þess að innlend heildverslun leysti á fáum árum hina dönsku af hólmi. Þá varð auðveldara en áður að selja íslenskar afurðir til útlanda.

Fréttir af viðburðum utan landsteinanna bárust nú samdægurs í stað þess að margar vikur eða mánuðir liðu frá stóratburðum utanlands þar til Íslendingar höfðu um þá vitneskju. Landlínan varð ekki síður lyftistöng atvinnulífinu en hún kom á sambandi milli fjarlægra landshluta til mikils gagns fyrir viðskipti og framkvæmdir.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five + 5 =