,

QSL KORT FYRIR TF3WARD

Í byrjun mánaðarins hannaði Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS nýtt QSL kort fyrir kallmerki ÍRA, TF3WARD og var Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins með í ráðum.

Ákveðið var að prenta upplag af kortinu til bráðabirgða til að afgreiða fyrirliggjandi beiðnir og fékk Mathías kortin afhent í dag, 28. október. Ársæll Óskarsson, TF3AO mun síðan hafa milligöngu um prentun kortsins hjá Gennady, UX5UO í vor.

Kallmerkið verður næst virkjað 18. apríl 2021 á Alþjóðadag radíóamatöra og er til skoðunar að félagsstöðin verði jafnvel QRV fleiri daga heldur en eingöngu á afmælisdaginn sjálfan.

Mathías Hagvaag TF3MH QSL stjóri ÍRA var ánægður með kortin og sagði þau væru vel nothæf til að byrja með. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

six + 12 =