,

Efni í CQ TF

Næsta hefti CQ TF fer í vinnslu í vikunni og gefinn hafði verið skilafrestur efnis til loka þessara helgar, 24. júní. Ef félagar ÍRA hafa efni til að senda í blaðið má senda ritstjóra það, eða láta vita að efni sé væntanlegt á næstu dögum.

Eins og venjulega aðstoðar ritstjóri við að skrifa texta ef þess er óskað, nóg er að senda nokkrar línur eða slá á þráðinn með hugmyndir og ábendingar sem hægt er svo að vinna með.

Blaðið verður í vinnslu núna í vikunni og félagsmenn eru hvattir til að leggja því lið með frásögnum, myndum, eða ábendingum um áhugavert efni.

73 – Kiddi, TF3KX, ritstjóri CQ TF
Netfang: cqtf@ira.is
GSM: 825-8130

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × three =