,

Vilhjálmur TF3DX fór á kostum í Skeljanesi

Frá erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar TF3DX. Með honum á myndinni er Höskuldur Elíasson TF3RF.

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, flutti erindið Hvernig reiknar IARU forritið sviðsstyrk og öryggismörk amatörsendinga? þann 15. mars í félagsaðstöðunni við Skeljanes.

Erindið var mjög áhugavert, vel flutt og veitti framúrskarandi góða innsýn í umfjöllunarefnið út frá fræðilegum forsendum og beitingu í reynd. Um 30 félagsmenn og gestir sóttu erindið og stóðu umræður fram undir kl. 23.

Stjórn Í.R.A. þakkar Vilhjálmi Þór Kjartanssyni, TF3DX, fyrir vel heppnað og áhugavert erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna.

Frá vinstri: Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, Höskuldur Elíasson TF3RF, Benedikt Guðnason TF3TNT, Bjarni Sverrisson TF3GB og Gísli G. Ófeigsson TF3G.

ICNIPRcalc forrit IARU Svæðis 1 nefnist ICNIRPcalc V1.01. Auðvelt er að setja ýmsar breytur inn í forritið, m.a. tíðni, tegund loftnets, mismunandi afl og láta forritið reikna örugga fjarlægð frá loftneti í sendingu. Forritið veitir leyfishöfum dýrmæta vísbendingu hvað varðar útgeislunarhættu.

ICNIRPcalc V1.01 má sækja á eftirfarandi vefslóð: http://www.iaru-r1.org/index.php?option=com_content&view=article&id=860:new-version-of-icnirpcalc-now-for-download-&catid=43:emc&Itemid=95

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eleven − 1 =