,

VHF/UHF LEIKARNIR 2022 BYRJA

VHF/UHF leikar ÍRA verða haldnir helgina 1.-3. júlí.

Leikarnir hefjast í dag, föstudaginn 15. apríl kl. 18:00 og lýkur eftir tvo sólarhringa, sunnudaginn 17. apríl kl. 18:00. Leikjavefur TF8KY (on-line) er opinn fyrir skráningu og verður opinn alla helgina. Slóð:  http://leikar.ira.is/2022/

Þrír vandaðir verðlaunagripir verða í boði. Nýjung er í ár er, að einnig verða veitt þrjú viðurkenningaskjöl fyrir 1. 2. og 3. sæti í QSO fjölda, óháð stigum.

Félagsstöðin TF3IRA verður QRV á laugardag frá kl. 10-16. Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin á sama tíma fyrir félagsmenn og gesti. Það verður heitt á könnunni.

Endilega skráið ykkur til leiks og tökum þátt í leikunum…jafnvel þótt aðeins 1-2 klst. séu til ráðstöfunar!

Stjórn ÍRA.

.

.

.

.

.

.

.

Myndin til vinstri:
TF3IRA notar Diamond X-700HN VHF/UHF húsloftnet
í VHF/UHF leikunum 2022. Það er 7.20 metrar á hæð.
Ávinningur er  9.3 dBi á VHF og 13 dBi á UHF.
Myndin er af Georg Kulp TF3GZ þegar hann setti netið upp
í Skeljanesi í hitteðfyrra (2020).

..

Glæsilegir verðlaunagripir eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin, auk viðurkenningaskjala fyrir fyrstu þrjú sætin í QSO fjölda, óháð stigum. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × three =