,

Vel heppnuð erindi 25. nóvember og 2. desember

TF3JA, TF3AO og TF3HP héldu erindi um APRS 2. desember s.l. Ljósmynd: TF3LMN.

TF3DX flutti erindi um sólbletti og radíóbylgjur 25. nóvember s.l. Ljósmynd: TF3LMN.

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Ársæll Óskarsson, TF3AO; og Haraldur Þórðarson, TF3HP sameinuðust um að flytja erindi um APRS kerfið og reynsluna af því hér á landi fimmtudagskvöldið 2. desember s.l. Umfjöllunarefnið er áhugavert og kom m.a. fram hjá þeim félögum að APRS kerfið verður að fullu uppsett alveg á næstunni – a.m.k. fyrir áramót.

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, flutti áhugavert erindi um sólbletti og útbreiðslu radíóbylgna fimmtudagskvöldið 25. nóvember s.l. Margt áhugavert kom fram, m.a. að búast megi við bættum DX skilyrðum á hærri böndunum í stuttbylgjusviðinu á næstu mánuðum. Vilhjálmur fjallaði jafnframt um skilyrðin á lægri böndunum.

Um 20 félagsmenn sóttu hvort erindi um sig.

Stjórn Í.R.A. þakkar ofangreindum aðilum fyrir framlag þeirra.

 TF3JB
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten − one =