,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3ZA

Jón Ágúst, TF3ZA, sagði að flest sambönd frá JX50 hafi verið höfð á 30, 20 og 17m böndunum.

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, flutti afar fróðlegt erindi félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi þann 20. október í máli og myndum
um 10 daga DX-leiðangur sem farinn var til Jan Mayen fyrri hluta júlímánaðar í sumar (2011). Jón var í hópi átta leyfishafa frá
alls sex þjóðlöndum, Bandaríkjunum, Grikklandi, Íslandi, Póllandi, Sviss og Svíþjóð. Kallmerkið JX5O var starfrækt og þrátt
fyrir tiltölulega óhagstæð skilyrði náðu leiðangursmenn alls 17.844 samböndum.

Erindið var vel sótt (28 félagar) líkt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Margt fróðlegt kom fram, m.a. að meðalhitinn
var um 2°C og kaldara að nóttu til. Veður var yfirleitt rólegt og rakt, en gat verið það rysjótt sem hvorutveggja hafði í för með
sér sandrok og kulda. Tjöldin fuku t.d. ofan af leiðangursmönnum þrisvar sinnum. Jón Ágúst sýndi mikinn fjölda mynda og
fengu fundarmenn góða hugmynd um náttúru eyjarinnar og vakti athygli hversu “æpandi” gróðursnauð hún er. Leiðangurinn
tók sér far með skútu frá Íslandi og tók siglingin um 50 klukkustundir. Aðspurður um hvort hvítabirnir væru ekki algengir á
Jan Mayen, svaraði Jón því til að svo hafi ekki verið undanfarna áratugi. Á hinn bóginn væri ekki hægt að útiloka neitt og
kvaðst hann hafa verið feginn að leiðangurinn hafi verið laus við slíka gesti á meðan dvalið var á eyjunni.

Líkt og áður segir, voru skilyrði fremur léleg, sbr. að aðeins náðust 4 QSO á 6m, ekkert á 10m, 1 QSO á 12m (við TF3EE),
auk þess sem lægri böndin (80 og 160m voru lokuð). 20m bandið gaf bestan árangur, svo og 30m og 17m, auk nokkurra
opnana síðdegis á 15m. Leiðangurinn tók með sér 4 Icom sendistöðvar og 2 Yaesu sendistöðvar, auk 400W RF magnara.
Einnig 2 ljósavélar og 300 lítra af eldsneyti. Loftnet voru 2 HexBeam og lóðrétt stangarloftnet (e. verticals).

Stjórn Í.R.A. þakkar Jóni Ágúst TF3ZA fyrir ánægjulega og fróðlega kvöldstund í Skeljanesi.

Fram kom m.a. að alls náðust 35 QSO við TF-stöðvar, þar af eina sambandið sem náðist á 12 metra bandinu.

Fram kom m.a. að tjöld fuku ofan af leiðangursmönnum í þrígang í miklu hvassviðri og kulda, en hitastig var 2°C.

Erindið var vel sótt og ekki voru til sæti handa öllum líkt og greinilega má sjá á myndinni.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 5 =