,

UNNIÐ UTANDYRA Í SKELJANESI

Georg Kulp, TF3GZ gerði góða ferð í Skeljanes í dag, 6. september.

Verkefni dagsins var að festa upp á ný fæðilínur og stýrikapla fyrir M2  VHF og UHF Yagi loftnet félagsins, formagnarana frá SSB-Electronic og Yaesu G-5400B rótorinn.

Þessir kaplar hafa samám saman verið að losna úr festingunum við þakrennuna á húsinu og lágu undir skemmdum ef ekkert hefði verið að gert, en flutningslínurnar voru settar upp fyrir 12 árum þannig að í raun hafa festingarnar staðið sig vel.

Georg mætti með stóran stiga á staðinn síðdegis í dag. Veður var eins og best verður á kostið, logn og 14°C hiti og tókst að ljúka verkefninu skömmu fyrir kl. 18. Í leiðinni var skipt um plastpoka sem er utan um LNB á gervihnattadiski félagsins til bráðabirgða, en þessi hluti búnaðarins verður uppfærður fljótlega.

Bestu þakkir til Georgs fyrir vel unnið verk.

Stjórn ÍRA.

Verkið u.þ.b. hálfnað. Kaplarnir voru skoðaðir gaumgæfilega áður en þeir voru festir upp á ný og var ekki annað að sjá en þeir væru óskemmdir.
Verkið nánast í höfn. Sjá má á myndinni hvar kaplarnir eru teknir inn í fjarskiptaherbergi TF3IRA á hæðinni fyrir ofan.
Í leiðinni var skipt um plastpoka sem er til verndar LNB búnaðinum við gervihnattadiskinn. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 4 =