,

TF3IRA OG ES’HAIL-2/P4A / OSCAR 100

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins og Georg Kulp, TF3GZ, mættu í Skeljanes fimmtudaginn 8. ágúst eftir vinnu og settu upp loftnetsbúnað fyrir Es’Hail-2/P4A/ Oscar 100 gervitunglið. Veðuraðstæður voru eins góðar og hugsast getur, sólskin, 18°C hiti og passleg gola.

Sett var upp öflug veggfesting og 85cm loftnetsdiskur á austurhlið hússins í Skeljanesi. Verkið gekk vel og tókst að ganga frá köplum og stilla loftnetið áður en kom að opnun félagsaðstöðunnar kl. 20.

Þegar tími gefst á næstunni, er hugmyndin að ljúka tengingum og frágangi innanhúss, en Kenwood TS-2000 stöð félagsins mun notast við sértækan búnað frá PE1CMO sem kom til landsins í síðasta mánuði. Það styttist því í að TF3IRA verði QRV um nýja gervitunglið.

Stjórn félagsins þakkar þeim félögum gott framlag.

Georg Kulp TF3GZ borar fyrir múrboltum fyrir veggfestinguna fyrir loftnetsdiskinn. LJósmynd: TF3JB.
Georg Kulp TF3GZ og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A ganga frá köplum og LNB. Ljósmynd TF3JB.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A stillir loftnetsdiskinn. Slíkt getur verið vandasamt og tímafrekt, en Ari kom með vandað mælitæki og því kláraðist verkefnið á tiltölulega skömmum tíma. Ljósmynd: TF3JB.
Afstöðumyndin sýnir staðsetningu gervihnattadisksins á húsinu. Fjarskiptaherbergi TF3IRA er í hornkvistinum beint fyrir ofan diskinn. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen − 12 =