,

TF3CW í 2. sæti yfir heiminn í WPX SSB 2011

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, starfrækti TF3W frá félagsstöð Í.R.A. 18.-19. september. Ljósmynd: TF3LMN.

Úrslitin í CQ WW WPX SSB keppninni 2011 hafa verið kunngerð. Samkvæmt upplýsingum frá keppnisnefnd CQ tímaritsins varð Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, í 2. sæti yfir heiminn og í 1. sæti í Evrópu.

Heildarstig voru 7.473.415. Hann keppti í einmenningsflokki á 20 metrum, hámarksafli. Sigurður varð vel fyrir ofan árangur þeirra stöðva sem næstar komu, t.d. OH4A sem var með 6.886.168 heildarstig og S55T sem var með 6.763.484 heildarstig.

Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði til hamingju með glæsilegan árangur.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 + thirteen =