,

TF1VHF QRV Í FJÖGUR ÁR

Stórvirki var unnið á vettvangi áhugamáls okkar fyrir fjórum árum þegar tveir nýir radíóvitar voru settir í loftið þann 12. maí 2018. Þeir vinna á 50.457 MHz á 6 metrum og  70.057 MHz á 4 metrum. QTH er Álftanes á Mýrum. Til hagræðis er notað sama kallmerki, TF1VHF. Merki heyrast vel í Reykjavík, um Suðurnes, austur fyrir fjall, um Snæfellsnes og um Vesturland og til útlanda.

Mikill áhugi varð strax á vitunum bæði innanlands sem utan. Verkefnið var í raun eitthvað sem hafði verið beðið eftir lengi. Nú voru í fyrsta skipti í boði stöðug merki á 6 metrum og 4 metrum (allan sólarhringinn) þegar menn gerðu tilraunir í þessum tíðnisviðum.

Ólafur B. Ólafsson, TF3ML annaðist uppsetningu búnaðar, fjármagnaði verkefnið og stóð straum af öllum kostnaði. Ólafur hefur, eins og kunnugt er, einnig unnið frábært starf undanfarin ár við uppbyggingu endurvarpa í VHF og UHF tíðnisviðunum í Bláfjöllum, á Skálafelli og á Mýrum.

Þakkir til Ólafs fyrir frábært framlag til áhugamálsins.

Stjórn ÍRA.

Loftnetsturninn í Álftanesi á Mýrum sem hýsir loftnetin fyrir TF1VHF. Loftnetið fyrir 50 MHz er í 26 metra hæð og fyrir 70 MHz er í 16 metra hæð. TF3ML, TF3SUT, TF1A og TF3-Ø33 önnuðust frágang búnaðar ásamt TF3ML. Ef vel er að gáð má sjá Samúel, TF3SUT, uppi í turninum. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen − eight =