,

Stólar í Skeljanes, höfðingleg gjöf til ÍRA

Félaginu hefur borist að gjöf, 25 stólar til notkunar í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Það var Haukur Þór Haraldsson TF3NA sem færði félaginu þessa nytsömu gjöf í dag, miðvikudaginn 6. mars.

Stólarnir eru af Stacco gerð, á krómaðri stálgrind og bólstraðir í bak og setu. Þeim fylgir sérhannaður geymslupallur á hjólum, sem sjá má á meðfylgjandi ljósmynd. Stólarnir eru notaðir en afar vel með farnir.

Eftir endurhönnun og enduruppröðun í fundarsal félagsins sem nú rúmar þægilega 40 manns í sæti, vantaði okkur sárlega fleiri stóla. Gjöfin kemur sér því einkar vel.

Stjórn ÍRA þakkar Hauki Þór höfðinglega gjöf.

Skeljanesi 6. mars 2019. Haukur Þór Haraldsson TF3NA færir ÍRA 20 vandaða fundarstóla að gjöf. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − nine =