,

STÆRRA LOFTNET VIÐ APRS STÖÐ ÍRA

TF3IRA-1Ø, APRS stöð félagsins, hefur fengið stærra loftnet til afnota. Það er Diamond X-700HN VHF/UHF húsloftnet sem er 7.20 metrar á hæð, samsett úr fjórum “stökkuðum” 5/8 netum, með 9.3 dBi ávinning á VHF.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A annaðist breytinguna í samráði við Guðmund Sigurðsson, TF3GS VHF stjóra ÍRA í dag, 20. desember. Hugmyndin er að prófa þetta fyrirkomulag á meðan félagsaðstaðan er lokuð vegna Covid-19 faraldursins, a.m.k. til 14. janúar n.k. þegar líkur eru á að hægt verði að opna á ný í Skeljanesi.

Spennandi verður að fylgjast með APRS merkjum á 2 metra bandinu eftir þessa breytingu. Rétt eftir uppsetningu, kl. 17:56 (20.12) kom t.d. inn merki í Skeljanes frá TF1MT í 106 km fjarlægð (yfir Hellisheiðina) sem lofar góðu.

Bestu þakkir til þeirra Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A og Guðmundar Sigurðssonar, TF3GS.

Stjórn ÍRA.

APRS stöð félagsins, TF3IRA-1Ø,  er fyrir miðju á myndinni. Stöðin er Icom IC-208H, 5-55W VHF/UHF FM stöð. APRS búnaður: GW-1000 (APRS Total Solution) frá CG-Antenna og aflgjafi frá MW. Ljósmynd: TF3JB.
Diamond X-700HN VHF/UHF loftnet TF3IRA var sett upp 16. ágúst í sumar. Það var Geoerg Kulp TF3GZ sem annaðist uppsetningu og frágang. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 1 =