,

OPIÐ HÚS FIMMTUDAGINN 9. JÚLÍ

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 9. júlí.

Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort.

Framundan eru m.a. VHF/UHF leikarnir um helgina, 11.-13. júlí, og því margt að ræða yfir kaffinu.

Áfram gilda þau tilmæli, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Vinsælar í gegnum tíðina. Tvær glæsilegar sendi-/móttökustöðvar fyrir HF tíðnisvið radíóamatöra: Yaesu FT-102; eigandi TF3WS og Yaesu FT-1000MP; eigandi ÍRA. Stöðvarnar eru frá mismunandi tímabilum. FT-102 var ein af síðustu stöðvunum í framleiðslu með lampaútgang (3×6146 og 12BY7A í knýstigi); sendiafl 100W. Hún var framleidd 1982-1984. Þetta eintak kom til landsins 1984.

FT-1000 MP er af annarri kynslóð FT-1000 stöðva og er búin transistorútgangi; sendiafl 100W. Hún var í framleiðslu 1996-1999. Þetta eintak kom til landsins 1997. Báðar stöðvarnar eru búnar innbyggðum aflgjafa. FT-102 stöðin verður yfirfarin fljótlega en FT-1000MP stöðin er nýkomin úr yfirferð og er sögð í fullkomnu lagi. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

11 + 8 =