,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS FRESTAST

ÍRA auglýsti 6. janúar s.l. eftir áhuga á að taka þátt í námskeiði til amatörprófs í febrúar-maí 2019. Frestur var gefinn til 20. janúar, en síðar framlengdur til 31. janúar. Fyrirspurnir bárust, en aðeins fjórir skráðu sig.

Í ljósi þessa hefur verið ákveðið í samráði við prófnefnd og umsjónarmann námskeiða, að falla frá námskeiðshaldi nú, en stefna þess í stað að námskeiði í október-desember n.k.

Til greina kemur að félagið fari þess á leit við Póst- og fjarskiptastofnun að efnt verði til prófs til amatörleyfis  í maí n.k. (án undangengins námskeiðs).

Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst til félagsins á „ira hjá ira.is“ fyrir 15. febrúar n.k.  Slíkum pósti fylgir engin skuldbinding, en veitir félaginu mikilvægar upplýsingar um áhuga á prófi.


0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 + sixteen =