,

Loksins auðvelt að panta prentun á QSL kortum

Ársæll Óskarsson, TF3AO.

Ársæll Óskarsson, TF3AO, gerðist fyrir nokkru fulltrúi UX5UO Print prentsmiðjunnar í Úkraínu hér á landi. Prentsmiðjan er í eigu Gennady V. Treus, UX5UO, sem hefur verið leyfishafi frá 1967. Gennady segir á heimasíðu fyrirtækisins http://www.ux5uoqsl.com/ að hann hafi prentað QSL kort fyrir alls 11.830 mismunandi kallmerki í 300 DXCC löndum (m.v. 1.11. s.l.).

Í nýlegu símtali við Sæla kom fram, að hann mun bjóða mönnum að panta hjá sér kort og greiða í íslenskum krónum. Dæmi úr verðlista:

Teg. Bureau: Framhlið: 2 litir: rauður/svartur, blár/svartur eða grænn/ svartur. Bakhlið: Auð. Verð: 36 EUR/1000; ca. pr. stk. 7,85 IKR.
Teg. Ecomic: Framhlið: Litur með mattri áferð. Bakhlið: Grátt letur eða auð. Verð: 49 EUR/1000; ca. pr. stk. 10,51 IKR
Teg. Luxury: Framhlið: Litur með glans áferð. Bakhlið: Grátt letur eða auð. Verð: 59 EUR/1000; ca. pr. stk. 12,55 IKR.

Innifalið í áætluðu verði er 25,5% virðisaukaskattur og flutningur til Íslands. Verð er miðað við gengi EUR kr: 155.

Þetta er þjónusta sem hefur vantað hér á landi og á Sæli þakkir skildar fyrir framtakið.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eight − two =