,

IARU keppnin 2011 fer fram um helgina, keppnisreglur

IARU HF Championship keppnin fer fram dagana 9. og 10. júlí 2011. Þetta er sólarhringskeppni sem hefst á hádegi á laugardegi og lýkur á hádegi á sunnudegi. Þetta er aðgengileg keppni (t.d. án ákvæðis um hvíldartíma o.fl.) og tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að stíga sín fyrstu skref á þessu sviði. Hér á eftir er gerð grein fyrir keppnisreglum og er vert að kynna sér þær vel.

  • Keppnin er opin öllum radíóamatörum.
  • Markmiðið er að hafa sambönd við eins margar stöðvar radíóamatöra eins og frekast er unnt um allan heim á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndunum.
  • Keppnin er sólarhringskeppni og hefst kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 9. júlí og lýkur kl. 12:00 á hádegi sunnudaginn 10. júlí. Þátttaka er heimil allt tímabil keppninnar og hvorki er áskilið að einmenningsstöðvar né fjölskipaðar stöðvar geri hvíldarhlé á þátttöku. Flokkar þátttöku eru þrír: „Einmenningsstöðvar”, „Fjölskipaðar stöðvar með einn sendi” og „Flokkur stöðva landsfélaga í IARU – „HQ” stöðvar”.

I. EINMENNINGSSTÖÐVAR

  • Tal (SSB) einvörðungu. Velja má um þátttöku í 3 flokkum: Háafli, lágafli eða QRP.
  • Mors (CW) einvörðungu. Velja má um þátttöku í 3 flokkum: Háafli, lágafli eða QRP.
  • Tal og mors (SSB/CW)i. Velja má um þátttöku í 3 flokkum: Háafli, lágafli eða QRP.
  • Háafl: Yfir 150W útgangsafl; lágafl allt að 150W útgangsafl; og QRP allt að 5W útgangsafl.

a. Einn aðili hefur öll QSO og skráir allar upplýsingar í keppnisdagbók.
b. Óheimilt er að nota upplýsingar á þyrpingu (e. spotting nets), “packet” eða fjölrása afruglara (e. multi-channel decoders) s.s. “CW skimmers”. Einmenningsstöðvar sem uppvísar verða af slíkri notkun verða skráðar í keppnisflokk með fjölskipuðum stöðvum með einn sendi.
c. Ætíð ber að starfa innan heimilda sem radíóamatörum eru veittar í reglugerðum um starfsemi þeirra í hverju þjóðlandi.
d. Aðeins er heimilt að hafa eitt merki í loftinu á hverjum tíma.

II. FJÖLSKIPAÐRAR STÖÐVAR MEÐ EINN SENDI

  • Einn flokkur er í boði, tal og mors (SSB/CW).

a. Dvelja verður að lágmarki í 10 mínútur á tilteknu bandi og á tiltekinni tegund útgeislunar, áður en skipt er um band eða tegund útgeislunar.
b. Aðeins er heimilt að hafa eitt merki í loftinu á hverjum tíma.
c. Óheimilt er að nota aðra sendi-/móttökustöð sem einvörðungu safnar margföldurum.
d. Ætíð ber að starfa innan heimilda sem radíóamatörum eru veittar í reglugerðum um starfsemi þeirra í hverju þjóðlandi.
e. Stöðvar sem virða ekki reglu um lágmarksdvöl á bandi og/eða á tiltekinni tegund útgeislunar, verða skráðar úr keppni og keppnisdagbækur þeirra notaðar eru til samanburðar (e. checklog).

III. FLOKKUR STÖÐVA LANDSFÉLAGA IARU

a. Slíkum stöðvum er heimilt að hafa eitt merki í loftinu á tiltekinni tegund útgeislunar á tilteknu bandi, samtímis. Það er, á 160m CW, 160m SSB; 80m CW, 80m SSB; 40m CW, 40m SSB; 20m CW, 20m SSB; 15m CW, 15m SSB; 10m CW, 10m SSB).
b. Allar „HQ” stöðvar skulu starfa innan sama ITU svæðis (e. zone).
c. Landsfélögunum er aðeins heimilt að nota eitt „HQ” kallmerki á hverju framangreindra banda.
d. Ætíð ber að starfa innan heimilda sem radíóamatörum eru veittar í reglugerðum um starfsemi þeirra í hverju þjóðlandi.

Samskiptin
a. „HQ” stöðvar aðildarfélaga IARU senda RS(T) skilaboð ásamt bókstöfum sem er skammstöfun fyrir viðkomandi aðildarfélag (skammstöfunin fyrir TF3HQ er t.d. „IRA”). Klúbbstöð alþjóðaskrifstofu IARU (NU1AW) telst til flokks “HQ” stöðva. Stjórnarmenn í IARU og stjórnarmenn í stjórnarnefndum hinna þriggja svæða IARU (I, II og III) senda “AC” og „R1″, „R2″ eða „R3″ (í stað skammstöfunarkóða), eftir því sem við á.
b. Allar aðrar stöðvar í keppninni senda RS(T) skilaboð ásamt númeri fyrir viðkomandi ITU svæði (Ísland er í ITU svæði 17).
c. Til að QSO teljist fullgilt fyrir QSO punkta, þarf að skrá allar upplýsingar í keppnisdagbók.

Gild sambönd
a. Heimilt er að hafa samband við sömu stöð einu sinni á tiltekinni tegund útgeislunar á tilteknu bandi.
b. Stöðvar sem keppa í flokki þar sem bæði tal og mors eru í boði (SSB/CW) er heimilt að hafa samband við sömu stöð einu sinni á tilteknu bandi og tiltekinni tegund útgeislunar.
c. Aðeins þau sambönd sem fara fram innan þeirra tíðnisviða sem almennt eru skilgreind til notkunar fyrir viðkomandi tegund útgeislunar á tilteknu bandi, veita QSO punkta.
d. Á sérhverju bandi er heimilt að hafa samband við sömu stöð einu sinni á tali (innan tilgreinds tíðnisviðs) og einu sinni á morsi (innan tilgreinds tíðnisviðs).
e. Sambönd sem ekki eru höfð á sömu tegund útgeislunar eða á sama bandi (e. cross mode og cross band) veita ekki QSO punkta. Það sama gildir um sambönd um endurvarpsstöðvar.
f. Í þeim þjóðlöndum, þar sem svo háttar að keppnisstöðvum er úthlutað tilgreindu tíðnisviði í bandskipulagi, ber að virða slíkt skipulag.
g. Notkun talsíma, internets eða hjálparmiðla af því tagi, í því skyni að auðvelda eða koma á sambandi við tiltekna stöð/stöðvar, stríðir gegn keppnisreglum og markmiði keppninnar.
h. Það sama gildir um: “self-spotting techniques on packet or other mediums”.

QSO stig
a. Sambönd sem höfð eru við stöðvar innan eigin ITU svæðis (hjá TF innan ITU svæðis 17) þ.m.t. sambönd við „HQ” stöðvar aðildarfélaga landsfélaga í IARU eða við stjórnarmenn í IARU og í stjórnarnefndum IARU svæðanna þriggja, veita 1 stig.
b. Sambönd við stöð í sama ITU svæði en á öðru meginlandi veita 1 stig.
c. Sambönd innan eigin meginlands (en við stöð á öðru ITU svæði) veita 3 stig.
d. Sambönd við annað meginland og annað ITU svæði veita 5 stig.

Margfaldarar
a. Heildarfjöldi ITU svæða og heildarfjöldi klúbbstöðva aðildarfélaga IARU sem haft hefur verið samband við er lagður saman á hverju bandi (ath. ekki eftir tegund útgeislunar). Sambönd við stjórnarmenn í IARU (og svæðunum) geta gefið mest 4 margfaldara á bandi („AC”; „R1″; „R2″; og „R3″).
b. Sambönd við IARU klúbbstöðvar og stjórnarmenn í IARU gilda ekki sem margfaldarar.
c. Sambönd við stjórnarmenn í IARU og sambönd við stjórnarmenn í stjórnarnefndum IARU svæðanna, gilda aðeins sem margfaldari ef þær stöðvar eru starfræktar af viðkomandi leyfishafa og þær keppa í flokki einmenningsstöðva.

Niðurstaða
Samanlagður fjöldi QSO stiga er margfaldaður með samanlögðum fjölda margfaldara.

Innsending keppnisgagna
a. Keppnisgögn þurfa að vera póststimpluð eða send í tölvupósti eigi síðar en 30 dögum eftir lok keppninnar.
b. Keppnisdagbækur á rafrænu formi þurfa að vera á svokölluðu „Cabrillo” formi.
c. Keppnisdagbækur á rafrænu formi, sem sendar eru í tölvupósti, ber að setja í viðhengi.
d. Keppnisdagbækur sem skilað er á rafrænu formi þurfa að hafa kallmerki (sem notað var í keppninni) í skráarheiti.
e. Keppnisdagbók skal færð í tímaröð en ekki skipt upp eftir böndum eða tegund útgeislunar.
f. Keppnisdagbækur sem sendar eru í tölvupósti skal senda sem viðhengi á IARUH@iaru.org.
g. Keppnisdagbækur sem skilað er á rafrænu formi þurfa að hafa kallmerki sem notað var í keppninni skráð í innihaldslínu tölvupósts (e. subject line of the email).
h. Keppnisdagbækur sem eru sendar á disklingi í pósti, skulu sendar á eftirfarandi póstfang: IARU HF Championship, IARU International Secretariat, Box 310905, Newington, CT 06111-0905 U.S.A.
i. Keppnisdagbækur sem eru sendar á disklingi í pósti, þarf að merkja greinilega með kallmerki stöðvar, nafni keppni, þátttökuflokki og dagsetningu.
j. Þátttakendum er heimilt að umskrá dagbækur sem færðar hafa verið á pappír á „Cabrillo” form. Þá skal slá inn upplýsingar um eitt QSO í einu og nota hjálparforrit sem sækja má á vefsíðuna: www.b4h.net/cabforms.
k. Keppnisdagbækur færðar á pappír, skulu færðar í tímaröð en ekki skipt upp eftir böndum eða tegund útgeislunar. Þær þurfa að veita greinilegar upplýsingar um sérhvert QSO samkvæmt eftirfarandi: Band, tegund útgeislunar, dagsetningu, tíma (GMT), kallmerki, upplýsingar um keppnisskilaboð (send og móttekin), margfaldara og QSO punkta.
l. Í keppnisdagbók á pappír skal merkja við margfaldara í fyrsta skipti sem þeim er náð á hverju bandi.
m. Keppnisdagbókum, sem færðar eru á pappír, og innihalda yfir 500 QSO, skulu fylgja sérstök yfirlitsblöð keppninnar eða ljósrit af þeim (þau má sækja á heimasíðu keppninnar) og gera grein fyrir tvíteknum samböndum (e. dups). Slík sambönd skulu skráð í stafrófsröð og skipt eftir böndum og tegund útgeislunar.
n. Öll sambönd sem skráð eru í keppnisdagbækur á pappír, skulu færðar í tímaröð en ekki skipt eftir böndum eða tegund útgeislunar.
o. Keppnisdagbækur á pappír ber að póstleggja til IARU International Secretariat, Box 310905, Newington CT 061111-0905, U.S.A.
p. Keppnisdagbókum á pappír skal fylgja sérstakt yfirlitsblað frá keppninni (eða gott ljósrit) þar sem skráðar eru nauðsynlegar upplýsingar um keppnina.

Viðurkenningarskjöl
a. Viðurkenningarskjöl verða veitt fyrir bestan árangur í hverjum keppnisflokki á sérhverju ITU svæði, sérhverri DXCC einingu og í sérhverri deild ARRL.
b. Landsfélögum IARU verða veitt viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku klúbbstöðva þeirra svo og stjórnarmönnum í IRAU og stjórnarmönnum í stjórnarnefndum svæða IRAU.
c. Viðurkenningarskjöl þeirra þátttakenda sem hafa a.m.k. 250 QSO og 75 margfaldara verða sérgreind, því til staðfestingar.

Skilyrði þátttöku
a. Þeir leyfishafar sem senda inn keppnisdagbækur veita sjálfvirkt heimild fyrir því að dagbækur þeirra megi gera opinberar sé það ákvörðun keppnishaldara.
b. Sérhver leyfishafi skuldbindur sig að fara eftir keppnisreglum og að starfa innan heimilda sem þeim eru veittar í reglugerðum um starfsemi radíóamatöra í viðkomandi þjóðlandi. Ennfremur samþykkja þátttakendur að hlíta niðurstöðum viðurkenningarnefndar ARRL sem starfar í umboði alþjóðaskrifstofu IARU.

Frávísun úr keppni
a. Þátttakendum sem senda inn keppnisdagbækur með reiknaðri heildarniðurstöðu punkta, sem við yfirferð er skert um meir en 2%, kann að verða vísað úr keppni.
b. Þátttakendum sem senda inn keppnisdagbækur á pappír með reiknaðri heildarniðurstöðu punkta, sem við yfirferð er skert m meir en 2%, kann að verða vísað úr keppni.
c. Refsing fyrir sérhvert tvítekið samband og fyrir sérhvert kallmerki sem ekki er rétt móttekið/skráð í keppnisdagbók, hefur í för með sér frádrátt á 3 samböndum.
d. Refsing fyrir sérhvert kallmerki sem ekki er rétt móttekið/skráð í keppnisdagbók á rafrænu formi, er metið til frádráttar á einu sambandi.

Hlekkur heimasíðu keppninnar og keppnisreglur á ensku: http://www.arrl.org/iaru-hf-championship
Hlekkur fyrir keppnisdagbók á pappír: http://www.arrl.org/files/file/Contest%20Logs/iarulog.pdf
Hlekkur fyrir samantektarblað á pappír: http://www.arrl.org/files/file/Contest%20Logs/iaruhf.pdf


Fyrirspurnum má beina til TF2JB (tölvupóstfang: jonas hjá hag.is).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − 3 =