,

GÓÐ SKILYRÐI Á HF BÖNDUM

Skilyrðin á HF byrjuðu að batna upp úr miðjum síðasta mánuði (september) og hafa verið góð síðustu daga. Í morgun (5. október) voru böndin t.d. vel opin alveg upp á 24 MHz.

Í byrjun október eru tæp 2 ár frá því við vorum á botni 11 ára sólblettasveiflunnar, þannig að búast má við batnandi skilyrðum.

27 daga spá NOAA (4.10.-30.10.) er nokkuð góð. Flux‘inn helst að mestu í 88 út mánuðinn og spáin gerir t.d. ráð fyrir gildinu 100 þann 26. október. Það lofar góðu, m.a. fyrir þá sem ráðgera þátttöku í CQ WW DX SSB keppninni sem fer fram nokkrum dögum síðar, þ.e. helgina 30.-31. október.

Vefslóð á síðu NOAA: https://www.swpc.noaa.gov/products/27-day-outlook-107-cm-radio-flux-and-geomagnetic-indices

Fjöldi sólbletta stendur í 29 í dag (5. október) sem er heldur lægri tala en í gær, sem fjöldi sólbletta var 38. Samkvæmt spánni mun fjöldi sólbletta sveiflast fram eftir mánuðinum

Líkt og gjarnan gerist þegar sólin er þetta virk koma truflanir (segulstormar) vegna þess að meiri virkni sólar þýðir meiri norðurljós og óstöðugleika sbr. stöplaritið frá NOAA fyrir K-gildið vikuna 17.-23. nóvember.

Myndin er fengin að láni hjá ElectronicNotes á netinu. Bent er á fróðleg erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar TF3DX á heimasíðu ÍRA, m.a. um sólbletti og skilyrðin; samhengi sólbletta og skilyrða til radíósambanda. Vefslóð: http://www.ira.is/itarefni/
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 + 1 =