,

Fundargerðin frá Varna er komin

Fundargerð frá Varna ráðstefnunni er kominn á heimasíðuna undir CEPT – NRAU – IARU á flipa hér til vinstri.

Úrdráttur á íslensku úr fundargerðinni er í vinnslu og verður settur hér (fundargerðir alþjóðasamtaka) inn jafnóðum og þýðingin vinnst.

Starfsemi IARU-R1, IARU svæði 1 fer fram í sex nefndum C1 – C6, C1 framkvæmdanefnd, C2 fjárhagsnefnd, C3 stjórnskipulagsnefnd, C4 HF-fastanefnd, C5 örbylgju-fastanefnd, C6 kosninganefnd

Á ráðstefnunni var ákveðið að setja inná fjárhagsáætlun næstu þriggja ára nýja liði, verkefni sem miða að því að vekja áhuga ungs fólks á radíóamatöráhugamálinu og ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp til að stýra verkefninu. Einng var ákveðið að setja inn áætlun um kostnað við að marka stefnu og kortleggja “Framtíð amatöráhugamálsins” á næstu þremur árum.

Margir hafa beðið eftir að sjá hvernig ráðstefnan tók á fjarstýringarmálum og skemmst er frá að segja að tillagan sem lá fyrir og vinnuhópur um fjaraðgang benti á í sumar var samþykkt óbreytt og er hér á eftir á ensku, íslenskan kemur síðar. Leturbreyting og undirstrikanir voru ekki í upprunalegum texta. Ekki er að sjá að tillagan um að bæta /R við kallmerkið sem notað er við fjarstýringu hafi verið samþykkt og því liggur beinast við að fara að 8. gr. gildandi amatörreglugerðar:

Þegar leyfishafi notar búnað sinn tímabundið á nýjum stað skal hann bæta við kallmerki sitt skástriki og tölustaf sem gefur til kynna svæðið sem hann er fluttur til “.

eins og vinnuhópur um fjaraðgang benti á í sinni skýrslu til aðalfundar ÍRA 2014. Með öðrum orðum, staðsetning búnaðarins ræður kallmerkinu. En samkvæmt tilmælum IARU gildir annað um fjarstýringu stöðvar sem staðsett er í öðru landi en heimalandi, þá skal notað kallmerki stöðvarinnar en ekki miðað við CEPT-samkomulag um erlenda ferðamenn. Fjarstýring stöðvar yfir landamæri er háð gildandi reglum í hverju landi og veltur á því hvort yfirvöld þess lands hafa leyft eða ekki bannað fjarstýringu stöðva erlendis frá. Í öllum tilfellum ber umráðamaður stöðvar fulla ábyrgð á notkun stöðvarinnar og því sem frá henni fer.

Recommendation VA14_C4_REC_04:

That the following text be published in the VHF and HF Managers Handbook:

Remote Controlled Operation

Remote controlled operation is defined to mean operation where a licensed operator controls an amateur radio station from a remote control terminal. Where a station is operated remotely, the following conditions shall apply:

1. Remote operation must be permitted, or not objected to, by the Regulatory Authority of the country where the station is located.

2. The call sign to be used should be the call sign issued by the Regulatory Authority of the country in which the station is located. This applies irrespective of the location of the operator.

3. It should be noted that Recommendation SC11_C4_07 states that member societies bring to their members attention that the T/R 61-01 agreement only applies to people using their own call sign, with the appropriate country prefix, when the operator is actually visiting that country, not for remote operation.

4. Any further requirements regarding the participation of remotely controlled stations in contests or award programmes are a matter for the various contest or award programme organisers.

Proposed by: CRC Seconded by: HRS The motion was carried with one vote against and two abstentions

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 3 =