,

FRÉTTIR ÚR SKELJANESI

Í gær, 17. mars, barst félaginu heimild frá Póst- og fjarskiptastofnun fyrir notkun á kallmerkinu TF3WARD. Viðskeytið er óvanalegt, því það er fjórir bókstafir sem standa fyrir World Amateur Radio Day. Kallmerkið verður eingöngu starfrækt einn dag á ári (18. apríl), en þann dag voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra stofnuð í París, árið 1925.

Með þessu kallmerki, fetum við í fótspor systurfélaganna á Norðurlöndum (og víðar), sem starfrækja félagsstöðvar þennan mánaðardag ár hvert, með sérstökum kallmerkjum sem hafa hliðstæð viðskeyti. TF3WARD verður virkjað í fyrsta skipti frá Skeljanesi laugardaginn 18. apríl n.k. Það verður kynnt þegar nær dregur.

Í gær, 17. mars, færði Ársæll Óskarsson TF3AO, Mathíasi Hagvaag TF3MH QSL stjóra félagsins, sendingu QSL korta fyrir TF3YOTA. Kortin voru prentuð hjá Gennady, UX5UO, og hafði Ársæll milligöngu um verkefnið.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA, annaðist hönnun kortsins og fékk leyfi listamannsins, Tómasar Freys Kristjánssonar, til að nota þessa sérstöku ljósmynd af Kirkjufellinu við Grundarfjörð, með norðurljósin í bakgrunni. Þess má geta, að bæði Elín og listamaðurinn eru Grundfirðingar.

Fyrir viku, 12. mars, færði Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, félaginu radíódót með kveðju frá Bjarna Magnússyni TF3BM, samanber meðfylgjandi ljósmyndir.

Bestu þakkir til allra viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

Kallmerkið TF3WARD verður virkjað í Skeljanesi á Alþjóðadag Radíóamatöra 18. apríl n.k.
Mathías Hagvaag TF3MH, var mjög ánægður með prentgæði nýja TF3YOTA QSL kortsins frá UX5UO.
Hluti af radíódótinu sem TF3FG færði félaginu frá Bjarna Magnússyni TF3BM í síðustu viku.
Hluti af radiódótinu sem TF3FG færði félaginu frá Bjarna Magnússyni TF3BM í síðustu viku. (Ljósmyndir: TF3JB).
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × five =