,

Flóamarkaður Í.R.A. verður á sunnudag

TF2WIN gerði góð kaup í þessu stuttbylgjuviðtæki á flóamarkaði félagsins.

Flóamarkaður Í.R.A. 2012 verður haldinn í félagsaðstöðunni sunnudaginn 21. október, á milli kl. 13-15. Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, mun stjórna sérstöku haustuppboði sem hefst kl. 14:00 stundvíslega.

Húsið verður opnað nokkru fyrr, eða kl. 12:00 fyrir þá félaga sem óska að selja/gefa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp.

Verulegt magn af dóti er í boði gefins fyrir félagsmenn Í.R.A. að þessu sinni og hefur því verið raðað upp við gönguleið í inngangssal á 1. hæð (sjá myndir). Þetta dót verður aukið að magni fyrir sunnudaginn.

Stjón Í.R.A. hvetur félagsmenn til að koma í Skeljanes á sunnudag og gera góð kaup.

Þessi fallega lína frá Yaesu, FT-107M, er meðal tækja sem boðin verða upp á sunnudag.

Nokkrar Yaesu FT-180A 100W stöðvar verða boðnar upp. Þær eru fyrir tíðnisviðið 1,6-18 MHz, SSB/AM.

Flóamarkaðurinn undirbúinn; dót fært úr geymslum félagsins. TF3TNT, TF3EE og TF3BJ.

Verulegur hluti dótsins var gefinn félaginu um s.l. páska og er nú gefins til félaganna. TF3SB skoðar.

Mikið af dótinu sem verður í boði gefins frá félaginu er vel nýtanlegt og heillegt.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 3 =