,

FIMMTUDAG 27. JÚNÍ, OPIÐ HÚS Í SKELJANESI

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 27. júní kl. 20:00-22:00.

Opin málaskrá, nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Kaffi, te og meðlæti.

Flestir félagsmanna sem heimsóttu Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen í Þýskalandi um helgina eru aftur komnir til landsins og ekki ólíklegt að þeir muni mæta í kaffi í Skeljanes og segja nýjustu fréttir.

Íslenski hópurinn var að þessu sinni alls 17 manns, þ.e. 13 leyfishafar og 4 makar.

Stjórn ÍRA.

Myndin sýnir hluta sýningarsvæðisins sem hýsir flóamakað radíóamatöra í Friedrichshafen þar sem leyfishafar alls staðar að úr Evrópu koma með eldri (eða jafnvel nýjan búnað) og bjóða til sölu. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
Mikið magn af notuðum sendi-/móttökustöðvum er ætíð í boði í Friedrichshafen. Heilu Collins línurnar voru t.d. fáanlegar við góðu verði og voru margir sem stöldruðu til að skoða (og kaupa). Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
Mælitæki eru í boði (oft við ótrúlega hagstæðu verði) og sumir í íslenska hópnum gerðu mjög góð kaup. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five + seven =