,

ERINDI TF1A VERÐUR Á FIMMTUDAG 7. FEBRÚAR

Fyrsta erindi á nýrri vetrardagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí verður í boði fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20:30.

Þá mætir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A í Skeljanes með erindi um D-STAR fjarskiptakerfið (e. Digital Smart Technologies for Amateur Radio).

D-STAR fjarskiptastöðvar eru fáanlegar fyrir HF, VHF og UHF tíðnisviðin. Stafrænn D-STAR endurvarpi er starfræktur í Bláfjöllum á UHF (TF3RPI). Hann hefur gátt yfir netið út í heim.

Stjórn ÍRA hvetur félaga til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.

Slegið á létta strengi við mælingar í Skeljanesi 8. september 2018. Frá vinstri: Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Jón Björnsson TF3PW. Þórður Adolfsson TF3DT og Jón G. Guðmundsson TF3LM snúa baki í myndavél. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eleven + 12 =