Kæru félagar, nú er komið að árlegri hreinsun kortastofu ÍRA hjá Mathías Hagvaag (TF3MH) QSL stjóra enda er kortaárinu að ljúka. Síðasti skiladagur er 5. janúar 2017.

TF3MH

TF3MH

Tíu mættu til prófs í dag sem haldið var í HR að loknu hálfs mánaðar námskeiði. Fimm N-leyfishafar mættu til að ná sér í hærra leyfi og tókst það hjá fjórum úr þeim hópi. Fimm nýjir þreyttu prófið og náðu þrír úr þeim hópi tilskilinni einkun til G-leyfis en tveir til N-leyfis.

Nýju radíóamatörarnir eru, Árni, Garðar, Karl, Sveinn og Rene.

Nýju radíóamatörarnir eru, Árni, Garðar, Karl, Sveinn og Rene.

Við þökkum öllum sem komu að kennslu og prófinu sjálfu fyrir þeirra framlag um leið og við óskum öllum próftökum með þann árangur sem þeir náðu.

Stjórn ÍRA.

TF3GB gerði við Fritzel loftnet félagsins í gær. Tveir álvinklar sem mynda krossfestingu greiðunnar við mastrið höfðu brotnað og voru endurnýjaðir. Í vetur setti Heimir, TF1EIN, upp spil til að fella mastrið sem auðveldar mikið allt viðhald.

TF3GB gerir við loftnet ÍRA

TF3GB gerir við loftnet ÍRA

Til aðstoðar voru TF3EK og TF3JA sem tók myndirnar.

Til aðstoðar voru TF3EK og TF3JA sem tók myndirnar.

Til hamingju Jónas, TF3JB með VUCC 50 MHz viðurkenninguna.

VUCC Viðurkenning TF3JB

VUCC Viðurkenning TF3JB

TF3JB er fyrsti íslenski leyfishafinn sem hlýtur þessa viðurkenningu sem er staðfesting á samböndum við stöðvar í a.m.k. 100 staðarreitum/hnitum (e. Maidenhead Grid Squares) á 50 MHz; en 133 hnit lágu til grundvallar umsóknar TF3JB.

Trúnaðarmaður vegna VUCC-umsókna og annarra viðurkenningaskjala ARRL hér á landi er Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX.

 

Krækja á tíðniskipulag á svæði 1.

https://en.wikipedia.org/wiki/Amateur_radio_frequency_allocations

Rafsegulsvið

Rafsegulsvið

Amatörpróf verður haldið eftir viku, 26. nóvember klukkan 13 kennslustofu V110 í Háskólanum í Reykjavík.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í prófinu en hafa ekki tekið þátt í yfirstandandi námskeiði er bent á að tilkynna þáttöku sem fyrst til Póst- og fjarskiptastofnunar eða senda tölvupóst á ira@ira.is.

Breadboard of Elecraft KX3, PX3 portable station.

Breadboard of Elecraft KX3, PX3 portable station.

http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/stefnumot/20161117

 

Tom Gallagher NY2RF tók við formennsku í ARRL fyrr á þessu ári. Tom skrifar áhugaverða forystugrein í nýjasta hefti QST um amatörradíó í amerískum framhaldsskólum. Á kynningu sem ARRL hélt nýlega í einum framhaldskóla kom í ljós mikill og útbreiddur áhugi á amatörradíó þrátt fyrir dvínandi þáttöku. Í ljós kom við skoðun að þáttakan og virkni amatörklúbba í framhaldskólunum virðist fara eftir einhverskonar sínuskúrfu. Á einhverju árabili er virknin mikil en svo virðist sem stjórnendur klúbbanna hugi ekki nægilega vel að samfellu í starfi þeirra innan skólans þannig að þegar virkur forystumaður útskrifast er enginn tilbúinn til að taka við.

QST Desember 2016

QST Desember 2016

Er þetta draumabúnaður allra radíóamatöra?

Er þetta draumabúnaður allra radíóamatöra?