Japanskir radíóamatörar hafa í dag heimildir á tíðnisviðunum
1810-1825 kHz á morsi og 1907.5-1912.5 á morsi og stafrænum tegundum
útgeislunar. Þeir fá nú uppfærða tíðniúthlutun á 160 metrum, þ.e. á 1800-1810
kHz og 1825-1875 kHz, auk þess sem talheimild (SSB) bætist við.
Fram að þessu hafa sambönd við Japan á FT8 samskiptahætti á 160 metrum farið fram á skiptri tíðni (e. split frequency). Þessi breyting mun hafa verulega einföldum í för með sér á þessu erfiða bandi. Nýjar heimildir þeirra taka gildi á næstunni.
Frá 4. desember 2018 á QRG 1840 kHz. Á skjánum á tölvunni má m.a. sjá japönsk kallmerki á FT8 samskiptahætti. Ljósmynd: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2020-04-01 18:44:352020-04-01 18:50:55160 METRA BANDIÐ Í JAPAN
Niðurstöður í CQ WW DX SSB keppninni 26.-27. október 2019 hafa verið birtar í marshefti CQ tímaritsins.
Níu TF kallmerki skiluðu inn gögnum, þar af fimm
keppnisdagbókum og skiptust íslensku stöðvarnar á fjóra keppnisflokka. Árangur:
EU=yfir Evrópu, AF=yfir Afríku og H=yfir
heiminn.
“Nordics on the air, NOTA” ungmennabúðir radíóamatöra sem
halda átti í Noregi 10.-13. apríl n.k. hefur verið aflýst vegna útbreiðslu
kórónaveiru sem veldur CONVID-19 sjúkdómi.
Að sögn Elínar Sigurðardóttur, TF2EQ, ungmennafulltrúa ÍRA, er hugsanlegt að viðburðurinn verði haldinn í haust eða frestist jafnvel um eitt ár. Hún segir, að framkvæmdanefnd NOTA mun taka ákvörðun um framhaldið þegar faraldinum linnir.
Sambærilegum viðburðum í Serbíu, Ungverjalandi, Króatíu, Spáni og í Thailandi hefur ennfremur verið aflýst/frestað af sömu ástæðum.
Til stóð að tveir félagsmenn ÍRA myndu sækja viðburðinn, þær
Elín Sigurðardóttir, TF2EQ og Oddný Þóra Konráðsdóttir.
Í kvöld, 26. mars, kl. 20, var kallað CQ TF á 3637 kHz. Þessir mættu: TF3JB, TF3OM, TF3VS og TF8SM. Þótt ekki hafi mætt fleiri á tíðnina, þá voru t.d. KiwiSDR viðtækin virk og sagðist TF3GZ hafa heyrt vel í öllum í gegnum þau upp í Borgarfjörð. Einnig var kallað CQ TF á endurvarpanum á 145.650 MHz. Þessir mættu: TF3GZ, TF3JB og TF8YY.
Hugmyndin er að hittast á 80 metrum (og VHF/UHF) á
fimmtudagskvöldum kl. 20, a.m.k. þar til hægt verður að opna félagsaðstöðuna í
Skeljanesi á ný.
Í kvöld var í gangi RSGB keppni á SSB á 80 metrunum, auk
þess sem DX skilyrði voru góð, þannig að það var mikið QRM…en það hjálpaði að
færa fjarskiptin 1 kHz niður frá 3637 kHz. Hugmyndin er annars, að vera einnig QRV
á 80 metrum á laugardags- og sunnudagsmorgnum frá kl. 11.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2020-03-26 21:24:462020-03-26 21:25:50OPIÐ Á 3637 kHz OG 145.650 MHz Í KVÖLD
Stjórn félagsins ákvað síðdegis í dag, 23. mars, að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð, frá og með deginum í dag, um óákveðinn tíma. Engin starfsemi verður því í húsnæðinu á okkar vegum, þar til annað verður ákveðið.
Ástæðan er ákvörðun heilbrigðisráðherra, sem er í
samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður,
vegna hraðari útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu. Ákvörðun ráðherra tekur gildi
á miðnætti í kvöld, mánudaginn 23. mars. Nánar er vísað í upplýsingar í
fjölmiðlum.
Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur
skilningur.
Sett er fram sú hugmynd, á meðan þetta ástand varir,
að félagar hittist í loftinu á fimmtudagskvöldum kl. 20:00 á 3637 kHz og um
helgar kl. 11:00 fyrir hádegi. Fyrir þá sem ekki hafa loftnet á 80 metrum, er
lagt til að hittast á hefðbundnum tíðnum á 2m og 70cm.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2020-03-23 19:57:492020-03-23 19:59:42ÁKVEÐIÐ AÐ LOKA Í SKELJANESI
CQ World-Wide WPX keppnin, SSB-hluti, fer fram eftir viku. Þetta
er tveggja sólahringa keppni sem hefst kl. 00:00 laugardag 28. mars og lýkur
kl. 23:59 sunnudag 29. mars. Hún fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.
Markmiðið er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörg
mismunandi forskeyti og frekast er unnt (VK1, VK2 o.s.frv.). Munur er gerður á
stigagjöf eftir böndum, þ.e. QSO á milli meginlanda (e. continents) á 28, 21 og 14 MHz gefa 3 stig en 6 stig á 7, 3.5 og
1.8 MHz. Hvert forskeyti telst til margfaldara einu sinni (burtséð frá böndum).
CQ WPX keppnirnar eru með vinsælli alþjóðlegum keppnum og frábært tækifæri til að bæta í DXCC og WPX söfnin!
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2020-03-19 17:44:332020-03-19 17:45:14LOKAÐ Í SKELJANESI 19. MARS
Í gær, 17. mars, barst félaginu heimild frá Póst- og fjarskiptastofnun fyrir notkun á kallmerkinu TF3WARD. Viðskeytið er óvanalegt, því það er fjórir bókstafir sem standa fyrir World Amateur Radio Day. Kallmerkið verður eingöngu starfrækt einn dag á ári (18. apríl), en þann dag voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra stofnuð í París, árið 1925.
Með þessu kallmerki, fetum við í fótspor systurfélaganna á Norðurlöndum (og víðar), sem starfrækja félagsstöðvar þennan mánaðardag ár hvert, með sérstökum kallmerkjum sem hafa hliðstæð viðskeyti. TF3WARD verður virkjað í fyrsta skipti frá Skeljanesi laugardaginn 18. apríl n.k. Það verður kynnt þegar nær dregur.
Í gær, 17. mars, færði Ársæll Óskarsson TF3AO, Mathíasi Hagvaag TF3MH QSL stjóra félagsins, sendingu QSL korta fyrir TF3YOTA. Kortin voru prentuð hjá Gennady, UX5UO, og hafði Ársæll milligöngu um verkefnið.
Elín Sigurðardóttir TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA, annaðist hönnun kortsins og fékk leyfi listamannsins, Tómasar Freys Kristjánssonar, til að nota þessa sérstöku ljósmynd af Kirkjufellinu við Grundarfjörð, með norðurljósin í bakgrunni. Þess má geta, að bæði Elín og listamaðurinn eru Grundfirðingar.
Fyrir viku, 12. mars, færði Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, félaginu radíódót með kveðju frá Bjarna Magnússyni TF3BM, samanber meðfylgjandi ljósmyndir.
Bestu þakkir til allra viðkomandi.
Stjórn
ÍRA.
Kallmerkið TF3WARD verður virkjað í Skeljanesi á Alþjóðadag Radíóamatöra 18. apríl n.k.Mathías Hagvaag TF3MH, var mjög ánægður með prentgæði nýja TF3YOTA QSL kortsins frá UX5UO.Hluti af radíódótinu sem TF3FG færði félaginu frá Bjarna Magnússyni TF3BM í síðustu viku.Hluti af radiódótinu sem TF3FG færði félaginu frá Bjarna Magnússyni TF3BM í síðustu viku. (Ljósmyndir: TF3JB).
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2020-03-18 19:20:222020-03-18 20:25:30FRÉTTIR ÚR SKELJANESI
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2020-03-17 12:18:262020-03-17 12:22:26OPIÐ Í SKELJANESI