,

BILUN Í KIWISDR Í BLÁFJÖLLUM

KiwiSDR viðtækið yfir netið í Bláfjöllum hefur verið úti í nokkra daga vegna bilunar. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A lagði á fjallið og sótti viðtækið í fyrradag og er það nú til viðgerðar.

Tækið hafði virkað mjög vel frá því það var tengt aftur í Bláfjöllum og sérstaklega eftir 20. ágúst s.l., þegar gerðar voru ráðstafanir sem virkuðu vegna truflana og hefur 80 metra bandið t.d. verið tandurhreint síðan.

Ari segir að unnið verði að því að koma tækinu í lag hið fyrsta. Bláfjöll, vefslóð:  http://bla.utvarp.com:8080/

Tvö önnur KiwiSDR viðtæki yfir netið eru virk, þ.e. á Bjargtöngum í Vesturbyggð og á Raufarhöfn.

Bjargtangar, vefslóð: http://bjarg.utvarp.com

Raufarhöfn, vefslóð: http://raufarhofn.utvarp.com

.

NÝJAR FRÉTTIR: TÆKIÐ ER KOMIÐ Í LAG 21.9. KL. 09:00.

Myndin er af KiwiSDR viðtækinu, en samskonar tæki eru notuð í Bláfjöllum, á Bjargtöngum og á Raufarhöfn.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nine − 2 =