Entries by TF3GL - Guðmundur Löve

,

TF VHF-leikarnir nálgast

Um aðra helgi, föstudag til sunnudags 6.-8. júlí, verða TF VHF-leikarnir haldnir fyrsta sinni. Líkt og TF-útileikarnir eru VHF-leikarnir fyrst og fremst leikar en ekki keppni, og reyna á útsjónarsemi manna við að ná samböndum á VHF. Heimilt er að nota hvers kyns hjálp við að “koma á” samböndunum – á 3637 kHz eða jafnvel GSM! – […]

,

TF VHF-leikar, lengdarmet í bígerð?

Áður auglýst ferð TF3ML/P á Barðaströnd frestast þar til á morgun sakir þess að Breiðafjarðarferjan Baldur er fullbókuð. Spennandi QSO gætu þó náðst á VHF-leikunum í dag við TF1JI og TF3ARI, sem verða niðri í fjöru út af Holtsós og munu reyna samband vesturúr á 6m, 4m, 2m, 70cm og 23cm. TF3ML/P verður QRV frá […]

,

TF VHF-leikarnir farnir af stað

TF VHF-leikarnir hófust í morgun með aðalþátttökutímabilinu 9-12. Um tugur kallmerkja var í loftinu og náðust mörg mjög skemmtileg sambönd, þ.á.m. mögulega fyrsta TF-TF-sambandið á 1,2 GHz milli TF1JI/3 í Reykjavík og TF3ML/P á Skarðsmýrarfjalli. Einnig samband á 2 og 6 metrunum á SSB frá Reykjavík austur í Hreppa, svo fátt eitt sé nefnt. Næsta […]

,

VHF-leikar, hugmyndavinna

Sett hefur verið upp vefsíða með drögum að reglum og tilhögun kringum hugsaða VHF-leika næsta sumar: http://www.ira.is/vhf-leikar/ Hugmyndin er að efna til umræðna og þróa smám saman regluverk fyrir einfalda VHF-fjarlægðarkeppni með öðrum áherzlum en TF-útileikarnir, sem jú eru einkum háðir á HF og með kallsvæða- og kallmerkjamargföldurum. Einn helzti vandinn var að finna staðsetningarkerfi […]

,

Loksins kom gott veður…

Loksins kom gott veður í Reykjavík og hentugur tími (sunnudaginn 1. nóvember 2009) til að ljúka þeirri vinnu við SteppIR loftnetið sem hófst fyrir réttum 2 mánuðum, þ.e. 30. ágúst s.l. Í dag var straumsnúran fyrir Alfa Spid rótorinn endurnýjuð og hún spennt eftir nýjum burðarstreng í nokkurri fjarlægð frá þeim eldri (en fæðilínan og […]

,

Fréttir frá aðalfundi 2009

Aðalfundur Í.R.A. var haldinn 23. maí 2009 í félagsaðstöðnni við Skeljanes. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf, m.a. kosin ný stjórn, samþykktar lagabreytingar ásamt því að gerðar voru ýmsar samþykktir undir liðnum önnur mál. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Kristinn Andersen TF3KX fundarstjóri og Yngvi Harðarson TF3Y fundarritari. Alls sóttu 25 manns fundinn samkvæmt skráningu […]

,

Auknar tíðniheimildir á 40m

Fyrir hönd íslenskra radíóamatöra hefur stjórn ÍRA sótt um auknar tíðniheimildir á 40m bandinu til samræmis við ákvörðun World Radiocommunications Conference 2003. Svar hefur borist frá P&F þess efnis að frá 29. mars 2009 verði radíóamatörum sem operera undir íslenskum reglum heimil notkun á tíðnisviðinu 7100-7200 kHz með sömu skilmálum og í dag eru í […]

,

Amatörkynning í Tækniskólanum

TF3JA stóð fyrir kynningu á amatörradíói í Tækniskóla Íslands föstudaginn 27. febrúar. Nítján áhugasamir nemendur mættu á kynninguna og nokkuð stór hluti þeirra hefur áhuga á að komast á amatörnámskeið. Til stendur að bjóða þeim að koma eina kvöldstund vestur í ÍRA og hlusta á aðeins meiri fróðleik um amatörradíó.  TF3AO